Erlent

Tekist á um horfna síma, ó­nýta tölvu og fræga af­hjúpun í máli Var­dy gegn Roon­ey

Gögn í meiðyrðamáli knattspyrnueiginkonunnar Rebekah Vardy gegn Coleen Rooney gefa til kynna að Vardy hafi sagt að hún myndi „elska það“ að leka sögum um Rooney til breska slúðurblaðsins The Sun. Skilaboð á milli Vardy og umboðsmanns hennar benda til þess að þær hafi ítrekað rætt um að leka sögum til The Sun. Síma- og tölvugögn í málinu virðast að einhverju leyti hafa horfið á undarlegan hátt.

Erlent

Tveir hand­teknir vegna gruns um að tengjast hvarfi á 22 ára konu í Ála­borg

Lögregla í Danmörku hefur handtekið tvo 36 ára karlmenn vegna gruns um að tengjast hvarfinu á hinni 22 ára Mia Skadhauge Stevn. Ekkert hefur spurst til konunnar frá því að sást til hennar á öryggismyndavélum stíga upp í bíl í miðborg Álaborgar á Jótlandi snemma á sunnudagsmorgun, en málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku.

Erlent

Sam­fé­lagið opnar á ný í Sví­þjóð

Aflétting langflestra takmarkana vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi í Svíþjóð á miðnætti. Þannig hefur regla um að veitingastaðir þurfi að loka klukkan 23 og hætta áfengissölu klukkan 22:30 verið felld úr gildi.

Erlent

Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi í kvöld landsnefnd flokksins fyrir að ávíta tvo þingmenn flokksins. Það gerði landsnefndin vegna þess að þingmennirnir tveir taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á rannsókninni á þinghúsið í fyrra.

Erlent

Krókódíl bjargað úr dekki

Hópur manna í Indónesíu dró villtan krókódíl á land í gær og losuðu hann við dekk, sem hafði verið fast utan um hann í meira en fimm ár. Krókódíllinn hefur reglulega sést á bökkum Palu-árinnar á undanförnum árum en heimamanni tókst í gær að koma ól utan um 5,2 metra langt dýrið.

Erlent

Áttræð nunna dæmd í árs fangelsi fyrir þjófnað

Mary Margaret Kreuper, áttræð nunna frá Los Angeles í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd í árs fangelsi. Í sumar játaði hún að hafa stolið rúmlega átta hundrað þúsund dölum frá skólanum St. James en hún var skólastjóri þar í 28 ár.

Erlent

Ósammála um hvað Pútín sagði

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt,

Erlent

Breivik fluttur í annað fangelsi

Norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik verður fluttur úr Þelamerkurfangelsinu og í Hringaríkisfangelsið innan skamms.

Erlent

Var­að­i við kjarn­ork­u­stríð­i í Evróp­u

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist ætla að gera sitt besta til að finna málamiðlun á deilum Rússa við Atlantshafsbandalagið og Úkraínu. Hann varaði þó við því að ef Úkraína eða Atlantshafsbandalagið myndi reyna að frelsa Krímskaga myndi það leiða til kjarnorkustríðs sem enginn myndi vinna.

Erlent

Þurfti aðstoð lögreglu fyrir utan þinghúsið

Lögreglan í London þurfti að koma Keir Starmer, leiðtoga Verkamannaflokksins, til aðstoðar eftir að æstir mótmælendur veittust að honum fyrir utan þinghúsið. Mótmælendurnir hópuðust að Starmer og öskruðu „svikari“ og „Jimmy Savile“.

Erlent

Tók „ástarbréfin“ frá Kim með sér til Flórída

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, flutti fjölda gagna, bréfa og skjala úr Hvíta húsinu og í híbýli sín í Mar-a-Lago í Flórída. Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þurftu að sækja gögnin en þau hefðu átt að vera flutt til stofnunarinnar, samkvæmt lögum.

Erlent

Fótboltaþjálfari kvennaliðs hvatti til hópnauðgunar

Spænskur fótboltaþjálfari kvennaliðs í Madrid hvatti þjálfarateymi sitt fyrir nokkrum árum til þess að hópnauðga ungri konu. Það myndi efla liðsandann. Stuðningsmenn félagsins krefjast þess að maðurinn verði rekinn, en stjórn félagsins aftekur það með öllu.

Erlent

Elísabet II hin sprækasta eftir sjö áratugi á valdastóli

Elísabet önnur drottning Bretlands og fjórtán samveldisríkja hefur í dag verið drottning í sjötíu ár, lengur en nokkur annar hefur setið í hásæti í Bretlandi. Hún lýsti því yfir í gær að Kamilla eiginkona Karls Bretaprins fái drottningartitil þegar hann tekur við krúnunni.

Erlent

Íslendingur í dómnefnd: Dómnefnd hótað lífláti eftir Eurovision-forval á Spáni

Spænska þjóðin er öskureið eftir að framlag Spánverja í Eurovision var valið með pompi og prakt um síðustu helgi. Almenningur kaus með yfirburðum lag þriggja kvenna frá Galisíu, en fimm manna dómnefnd sérfræðinga hafði svo mikil völd að allt annað lag varð fyrir valinu. Einn Íslendingur sat í dómnefndinni sem hafa borist líflátshótanir vegna úrslitanna.

Erlent

Segja Rússa „70 prósent til­búna“ til inn­rásar

Rússland hefur nú náð að byggja upp um 70 prósent af því hernaðarlega afli sem þarf til þess að geta ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu, að mati bandarískra embættismanna. Þeir búast við að Rússar styrki sig enn frekar á næstu dögum.

Erlent