Erlent

Kafaði 52 metra á einum andardrætti

Bjarki Sigurðsson skrifar
David Vencl árið 2021.
David Vencl árið 2021. EPA/Martin Divisek

Hinn fjörutíu ára gamli David Vencl sló í gær heimsmetið í frjálsri köfun án hlífðarbúnaðs. Kafaði hann 52 metra ofan í Sils-vatn í Sviss en til samanburðar er djúpi endi Vesturbæjarlaugar 3,8 metrar. 

Tilraun Tékkans Vencl fór fram í gær í Sviss en vatnið var ansi kalt, í kringum eina til fjórar gráður.  Vencl hefur birt nokkur myndbönd af tilrauninni á Instagram-síðu sína. Alls var hann ofan í vatninu í 1 mínútu og 54 sekúndur. 

Vencl hóstaði upp smá blóði eftir að hann kom upp en hann fór á spítala eftir tilraunina í skoðun. Læknarnir komust að þeirri niðurstöðu að allt væri í lagi með hann. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×