Kirkjugarður í Wales varð að vígvelli Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2023 09:54 Fólk átti fótum sínum fjör að launa er átökin fóru fram í kirkjugarðinum í Swansea síðasta sumar. Nýlega opinberað myndband sýnir hvernig hópur manna barðist með hömrum, kylfum, hnífum, öxum og sveðjum í Morriston kirkjugarðinum í Swansea í Wales í fyrra. Þrettán hafa verið dæmdir vegna átakanna en þau leiddu til þess að nokkrir særðust alvarlega, jarðarfarir voru truflaðar og legsteinar skemmdir. Kalla þurfti vopnaða lögregluþjóna til og voru margir handteknir. Átökin eru rakin til erja nokkurra fjölskyldna í Wales. Í frétt BBC frá því í febrúar segir að meðlimir tveggja fjölskyldna, Coffey og O'Brian, hafi verið í kirkjugarðinum vegna athafnar þegar verið var að blessa legstein Michael og Margaret O'Brian. Svo virðist sem að menn úr tveimur öðrum fjölskyldum, Murphy og Thomas, hafi ráðist á fólk á athöfninni. Í frétt Wales Online segir að þrír af mönnunum hafi truflað athöfn í kapellu í kirkjugarðinum með því að hlaupa þar inn, hrækja á gólfið, drekka vatn úr vasa og fela vopn meðal kransanna sem borist höfðu vegna athafnarinnar. Fyrst reyndu þeir þó að afmá fingraför sín af vopninu. Fólk í kirkjugarðinum átti fótum sínum fjör að launa og þurftu margir að forðast það að verða fyrir bílum sem ekið var um á miklum hraða. WO hefur eftir þeim sem leiddi rannsókn lögreglunnar að það hafi verið mikil heppni að enginn hafi dáið í átökunum eða vegna þeirra. Þá segir hann að miklu púðri hafi verið varið í að rannsaka málið og púsla saman hvað gerðist þennan dag. Meðal annars var notast við myndefni úr myndavélum úr bílum sem skildir voru eftir í kirkjugarðinum en einnig var leitað að fingraförum og blóði í þessum bílum. Þar að auki tóku vitni fjölmörg myndbönd og var einnig notast við myndefni úr öryggismyndavélum. Myndbönd sem fjölmiðlar ytra hafa sett saman úr myndefni frá lögreglunni má sjá hér að neðan. Several people have been jailed after taking part in a brawl in a south Wales cemetery involving machetes, hammers and a baseball bat Find more videos: https://t.co/8xyWy2cBPY pic.twitter.com/aa0gzKlPjo— Sky News (@SkyNews) March 13, 2023 Wales Erlend sakamál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Sjá meira
Kalla þurfti vopnaða lögregluþjóna til og voru margir handteknir. Átökin eru rakin til erja nokkurra fjölskyldna í Wales. Í frétt BBC frá því í febrúar segir að meðlimir tveggja fjölskyldna, Coffey og O'Brian, hafi verið í kirkjugarðinum vegna athafnar þegar verið var að blessa legstein Michael og Margaret O'Brian. Svo virðist sem að menn úr tveimur öðrum fjölskyldum, Murphy og Thomas, hafi ráðist á fólk á athöfninni. Í frétt Wales Online segir að þrír af mönnunum hafi truflað athöfn í kapellu í kirkjugarðinum með því að hlaupa þar inn, hrækja á gólfið, drekka vatn úr vasa og fela vopn meðal kransanna sem borist höfðu vegna athafnarinnar. Fyrst reyndu þeir þó að afmá fingraför sín af vopninu. Fólk í kirkjugarðinum átti fótum sínum fjör að launa og þurftu margir að forðast það að verða fyrir bílum sem ekið var um á miklum hraða. WO hefur eftir þeim sem leiddi rannsókn lögreglunnar að það hafi verið mikil heppni að enginn hafi dáið í átökunum eða vegna þeirra. Þá segir hann að miklu púðri hafi verið varið í að rannsaka málið og púsla saman hvað gerðist þennan dag. Meðal annars var notast við myndefni úr myndavélum úr bílum sem skildir voru eftir í kirkjugarðinum en einnig var leitað að fingraförum og blóði í þessum bílum. Þar að auki tóku vitni fjölmörg myndbönd og var einnig notast við myndefni úr öryggismyndavélum. Myndbönd sem fjölmiðlar ytra hafa sett saman úr myndefni frá lögreglunni má sjá hér að neðan. Several people have been jailed after taking part in a brawl in a south Wales cemetery involving machetes, hammers and a baseball bat Find more videos: https://t.co/8xyWy2cBPY pic.twitter.com/aa0gzKlPjo— Sky News (@SkyNews) March 13, 2023
Wales Erlend sakamál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Sjá meira