Kjósendur styðja forseta sem ætlar að brjóta gegn stjórnarskrá Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2023 07:01 Naib Bukele, forseti El Salvador, hefur varið ákvörðun sína um að bjóða sig fram til endurkjörs með því að benda á að þróuð ríki leyfi forsetum að sitja fleira en eitt kjörtímabil í röð. Þau ríki hafa þau ekki stjórnarskrárbundið bann við því að forseti sitji lengur en eitt kjörtímabil, ólíkt heimalandi hans. Vísir/EPA Hátt í sjötíu prósent svarenda í nýrri skoðanakönnun styðja Nayib Bukele, forseta El Salvador, til endurkjörs þrátt fyrir að stjórnarskrá landsins kveði á um að forseti geti ekki setið fleiri en eitt kjörtímabil í einu. Bukele ætlar að bjóða sig fram engu að síður. El Salvador hefur hneigst í valdboðsátt eftir að Bukele varð forseti landsins árið 2019. Hann hefur stýrt landinu eftir neyðarlögum í tæpt ár sem hann réttlætir með stríði sínu gegn skipulagðri glæpastarfsemi í landinu. Tugir þúsunda ungra karlamanna hafa verið handteknir á þeim tíma en á grundvelli neyðarlaganna eru grunaðir menn sviptir ýmsum borgararéttindum. Bukele tilkynnti í september að hann ætlaði að bjóða sig fram til endurkjörs á næsta ári þrátt fyrir að stjórnarskrá landsins leggi blátt bann við því að forseti sitji lengur en eitt fimm ára kjörtímabil í einu. Mannréttindasamtök og Bandaríkjastjórn eru á meðal þeirra sem hafa fordæmt ákvörðun hans og segja hana sýna að lýðræði fari hnignandi í Mið-Ameríkuríkinu. Hæstiréttur landsins, sem er skipaður dómurum sem Bukele valdi, komst að þeirri niðurstöðu að það væru mannréttindi hans að bjóða sig fram aftur. Skoðanakönnun dagblaðsins La Prensa Gráfica bendir til þess að hópur kjósenda sé til í að kjósa Bukele aftur jafnvel þó að þeir telji að stjórnarskráin leyfi honum það ekki. Aðeins þrettán prósent svarenda voru andvíg því að Bukele yrði endurkjörinn en 68 prósent fylgjandi, að því er kemur fram í frétt Reuters. El Salvador Tengdar fréttir Þúsundir meintra glæpamanna flutt í risafangelsi Yfirvöld í Mið-Ameríkuríkinu El Salvador byrjuðu að flytja þúsundir grunaðra glæpamanna í risavaxið fangelsi sem á að hýsa allt að fjörutíu þúsund fanga. Aðgerðin er liður í harðlínustefnu Nayibs Bukele forseta gegn glæpagengjum. 25. febrúar 2023 14:09 Sendir inn 10.000 hermenn til að svæla út glæpagengi Forseti El Salvadors sendi um 10.000 her- og lögreglumenn til þess að umkringja úthverfi höfuðborgarinnar San Salvador og handtaka félaga í glæpagengjum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt herför forsetans gegn gengjum landsins. 4. desember 2022 08:44 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
El Salvador hefur hneigst í valdboðsátt eftir að Bukele varð forseti landsins árið 2019. Hann hefur stýrt landinu eftir neyðarlögum í tæpt ár sem hann réttlætir með stríði sínu gegn skipulagðri glæpastarfsemi í landinu. Tugir þúsunda ungra karlamanna hafa verið handteknir á þeim tíma en á grundvelli neyðarlaganna eru grunaðir menn sviptir ýmsum borgararéttindum. Bukele tilkynnti í september að hann ætlaði að bjóða sig fram til endurkjörs á næsta ári þrátt fyrir að stjórnarskrá landsins leggi blátt bann við því að forseti sitji lengur en eitt fimm ára kjörtímabil í einu. Mannréttindasamtök og Bandaríkjastjórn eru á meðal þeirra sem hafa fordæmt ákvörðun hans og segja hana sýna að lýðræði fari hnignandi í Mið-Ameríkuríkinu. Hæstiréttur landsins, sem er skipaður dómurum sem Bukele valdi, komst að þeirri niðurstöðu að það væru mannréttindi hans að bjóða sig fram aftur. Skoðanakönnun dagblaðsins La Prensa Gráfica bendir til þess að hópur kjósenda sé til í að kjósa Bukele aftur jafnvel þó að þeir telji að stjórnarskráin leyfi honum það ekki. Aðeins þrettán prósent svarenda voru andvíg því að Bukele yrði endurkjörinn en 68 prósent fylgjandi, að því er kemur fram í frétt Reuters.
El Salvador Tengdar fréttir Þúsundir meintra glæpamanna flutt í risafangelsi Yfirvöld í Mið-Ameríkuríkinu El Salvador byrjuðu að flytja þúsundir grunaðra glæpamanna í risavaxið fangelsi sem á að hýsa allt að fjörutíu þúsund fanga. Aðgerðin er liður í harðlínustefnu Nayibs Bukele forseta gegn glæpagengjum. 25. febrúar 2023 14:09 Sendir inn 10.000 hermenn til að svæla út glæpagengi Forseti El Salvadors sendi um 10.000 her- og lögreglumenn til þess að umkringja úthverfi höfuðborgarinnar San Salvador og handtaka félaga í glæpagengjum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt herför forsetans gegn gengjum landsins. 4. desember 2022 08:44 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Þúsundir meintra glæpamanna flutt í risafangelsi Yfirvöld í Mið-Ameríkuríkinu El Salvador byrjuðu að flytja þúsundir grunaðra glæpamanna í risavaxið fangelsi sem á að hýsa allt að fjörutíu þúsund fanga. Aðgerðin er liður í harðlínustefnu Nayibs Bukele forseta gegn glæpagengjum. 25. febrúar 2023 14:09
Sendir inn 10.000 hermenn til að svæla út glæpagengi Forseti El Salvadors sendi um 10.000 her- og lögreglumenn til þess að umkringja úthverfi höfuðborgarinnar San Salvador og handtaka félaga í glæpagengjum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt herför forsetans gegn gengjum landsins. 4. desember 2022 08:44