Sérfræðingar uggandi og Kínverjar æfir vegna AUKUS Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. mars 2023 10:21 Joe Biden Bandaríkjaforseti, Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands og Anthony Albanese forsætisráðherra Ástralíu kynntu samkomulagið í San Diego í gær. AP/Leon Neal Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær formlega um samkomulag Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu um þróun og framleiðslu kjarnorkuknúinna herkafbáta. Samkomulaginu er ekki síst ætlað að vera svar við auknum hernaðarumsvifum Kínverja. Samkomulagið felur meðal annars í sér kaup Ástrala á þremur bandarískum kjarnorkuknúnum kafbátum en í framhaldinu smíða nýjan kafbát, nefndan AUKUS, í samstarfi við Bandaríkin og Bretland. Hugmyndin er að byggja upp flota sem er þess megnugur að mæta Kínverjum á Suður-Kínahafi og víðar. New York Times hefur eftir embættismönnum innan stjórnkerfisins að einnig sé um að ræða fælingaraðgerðir gagnvart Norður-Kóreu og Rússlandi. Guardian segir marga sérfræðinga uggandi vegna samkomulagsins en þetta mun vera í fyrsta sinn sem undanþáguákvæði í samningnum gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna frá 1968 er virkjað og ríki sem á kjarnorkuvopn flytur kjarnorkueldsneyti og -tækni út til ríkis sem á ekki kjarnorkuvopn. Áhyggjur eru uppi um að um sé að ræða vont fordæmi en umrætt ákvæði kveður á um undanþágu frá eftirliti Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar með kjarnorkueldsneyti. Aðrir gætu þannig ákveðið að grípa til ákvæðisins til að koma auðguðu úrani eða öðrum hættulegum efnum undan eftirliti. Kínverjar hafa þegar sakað Bandaríkjamenn og Breta um að brjóta gegn augljósum markmiðum og tilgangi samningsins gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Þeir segja AUKUS-samkomulagið ógna samningnum, grafa undan alþjóðlegum samþykktum, hvetja til vopnakapphlaups og koma niður á friði og stöðugleika. Samkomulagið nýtur stuðnings Japana. Full leaders remarks on AUKUS: https://t.co/zgQ7iEDxQ4— U.S. Embassy Australia (@USEmbAustralia) March 13, 2023 Gríðarleg fjárhagsleg skuldbinding fyrir Ástrali Ríkin sem standa að AUKUS-samkomulaginu hafa átt í viðræðum við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina og ræddu meðal annars að beita ekki undanþáguákvæðinu. Stofnunin var hins vegar ekki reiðubúin til að slá af eftirlitskröfum sínum með því meðal annars að láta vita af eftirlitsheimsóknum fyrir fram og ríkin voru ekki reiðubúin til að heimila eftirlitsmönnum að fara óhindrað um kafbátana. Ástralir hafa samþykkt að byggja ekki þjálfunarkjarnaofn og munu stunda æfingar í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þá munu þeir ekki eiga við kjarnorkueldsneytið frá Bandaríkjunum og Bretlandi með neinum hætti og heita því að eignast ekki búnað til að breyta notuðu eldsneyti í vopn. Kjarnorkuknúnir kafbátar geta verið lengur neðansjávar og ferðast lengra en hefðbundnir kafbátar. Ástralir eiga sem stendur sex dísilknúna kafbáta, sem eru að verða úreltir. AUKUS-samkomulagið felur einnig í sér fyrirætlanir um nánara samstarf á sviði stafræns hernaðar, skammtatölva og gervigreindar. Stjórnvöld í Ástralíu greindu frá því í gær að fjárhagslegar skuldbindingar þeirra vegna kafbátanna myndu nema á bilinu 178 til 245 milljarða dollara. Frakkar eru lítt hrifnir en samkomulagið varð til þess að Ástralir hættu við 66 milljarða dollara kafbátasamning við Frakka. Bandaríkin Bretland Ástralía Hernaður Kjarnorka Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Samkomulaginu er ekki síst ætlað að vera svar við auknum hernaðarumsvifum Kínverja. Samkomulagið felur meðal annars í sér kaup Ástrala á þremur bandarískum kjarnorkuknúnum kafbátum en í framhaldinu smíða nýjan kafbát, nefndan AUKUS, í samstarfi við Bandaríkin og Bretland. Hugmyndin er að byggja upp flota sem er þess megnugur að mæta Kínverjum á Suður-Kínahafi og víðar. New York Times hefur eftir embættismönnum innan stjórnkerfisins að einnig sé um að ræða fælingaraðgerðir gagnvart Norður-Kóreu og Rússlandi. Guardian segir marga sérfræðinga uggandi vegna samkomulagsins en þetta mun vera í fyrsta sinn sem undanþáguákvæði í samningnum gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna frá 1968 er virkjað og ríki sem á kjarnorkuvopn flytur kjarnorkueldsneyti og -tækni út til ríkis sem á ekki kjarnorkuvopn. Áhyggjur eru uppi um að um sé að ræða vont fordæmi en umrætt ákvæði kveður á um undanþágu frá eftirliti Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar með kjarnorkueldsneyti. Aðrir gætu þannig ákveðið að grípa til ákvæðisins til að koma auðguðu úrani eða öðrum hættulegum efnum undan eftirliti. Kínverjar hafa þegar sakað Bandaríkjamenn og Breta um að brjóta gegn augljósum markmiðum og tilgangi samningsins gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna. Þeir segja AUKUS-samkomulagið ógna samningnum, grafa undan alþjóðlegum samþykktum, hvetja til vopnakapphlaups og koma niður á friði og stöðugleika. Samkomulagið nýtur stuðnings Japana. Full leaders remarks on AUKUS: https://t.co/zgQ7iEDxQ4— U.S. Embassy Australia (@USEmbAustralia) March 13, 2023 Gríðarleg fjárhagsleg skuldbinding fyrir Ástrali Ríkin sem standa að AUKUS-samkomulaginu hafa átt í viðræðum við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina og ræddu meðal annars að beita ekki undanþáguákvæðinu. Stofnunin var hins vegar ekki reiðubúin til að slá af eftirlitskröfum sínum með því meðal annars að láta vita af eftirlitsheimsóknum fyrir fram og ríkin voru ekki reiðubúin til að heimila eftirlitsmönnum að fara óhindrað um kafbátana. Ástralir hafa samþykkt að byggja ekki þjálfunarkjarnaofn og munu stunda æfingar í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þá munu þeir ekki eiga við kjarnorkueldsneytið frá Bandaríkjunum og Bretlandi með neinum hætti og heita því að eignast ekki búnað til að breyta notuðu eldsneyti í vopn. Kjarnorkuknúnir kafbátar geta verið lengur neðansjávar og ferðast lengra en hefðbundnir kafbátar. Ástralir eiga sem stendur sex dísilknúna kafbáta, sem eru að verða úreltir. AUKUS-samkomulagið felur einnig í sér fyrirætlanir um nánara samstarf á sviði stafræns hernaðar, skammtatölva og gervigreindar. Stjórnvöld í Ástralíu greindu frá því í gær að fjárhagslegar skuldbindingar þeirra vegna kafbátanna myndu nema á bilinu 178 til 245 milljarða dollara. Frakkar eru lítt hrifnir en samkomulagið varð til þess að Ástralir hættu við 66 milljarða dollara kafbátasamning við Frakka.
Bandaríkin Bretland Ástralía Hernaður Kjarnorka Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira