Erlent

Ísland í öðru sæti yfir öruggustu áfangastaðina fyrir ferðamenn

Ísland er eitt af tíu öruggustu áfangastöðunum fyrir ferðamenn. Þetta kemur fram í nýlegri samantekt á breska ferðavefnum Which en stuðst var við gögn frá ráðgjafafyrirtækinu STC. Tekið var mið af náttúrhamförum, fjölda banaslysa í umferðinni, morðtíðni, fjölda hryðjuverka, öryggi kvenkyns ferðamanna og uppbyggingu heilbrigðiskerfis í hverju landi fyrir sig.

Erlent

„Ó­þægi­legt þegar eitt­hvað svona gerist ná­lægt manni“

Íslenskur námsmaður sem býr í næsta nágrenni við skotárásina sem varð þremur níu ára börnum að bana í Nashville í gær segir atburðinn skelfilegan. Hún segist nær alltaf vör um sig í skólanum vegna þess hversu skotárásir séu algengar í Bandaríkjunum. Við vörum við myndefni sem fylgir þessari frétt.

Erlent

Kveiktu í dýnum í mótmælum en fjölmargir dóu í eldsvoðanum

Flóttamenn sem óttuðust að verða fluttir úr landi kveiktu eld sem leiddi til minnst 39 dauðsfalla í Mexíkó í morgun. Forseti Mexíkó segir mennina hafa kveikt í dýnum við mótmæli í flóttamannabúðum í Ciudad Juarez, nærri landamærum Bandaríkjanna, og að þeir hafi misst tök á eldinum.

Erlent

Myndband af úkraínskum „nasistum“ tekið upp á yfirráðasvæði Rússa

Utanríkisráðuneyti Rússlands birti í gær myndband sem sagt var sýna úkraínska hermenn áreita konu og barn og skjóta á þau, fyrir að tala rússnesku. Myndbandið átti að vera til marks um að úkraínskir hermenn væru nasistar en ráðuneytið fjarlægði það eftir að í ljós kom að það var tekið upp á yfirráðasvæði Rússa í austurhluta Úkraínu.

Erlent

Webb mældi hitastig á innstu reikistjörnu Trappist

Hitastigið á dagshlið fjarreikistjörnunnar Trappist-1 b nær um 230 gráðum og gefur það til kynna að ekkert andrúmsloft sé þar að finna. Þetta segja meðlimir alþjóðlegs teymis vísindamanna sem beindu öflugum linsum James Webb geimsjónaukans (JWST) að fjarreikistjörnunni.

Erlent

Trump með 25 prósent for­skot á DeSantis á lands­vísu

Donald Trump mælist nú með 50 prósenta fylgi á landsvísu en Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, með 24 prósent. DeSantis farnast hins vegar betur í Iowa og New Hampshire, þar sem fyrst verður gengið til atkvæða í forkosningum forsetakosninganna.

Erlent

Keyrði yfir dekk og skaust upp í loft

Ótrúlegt er að ekki fór verr þegar bíll flaug upp í loft á hraðbraut í Los Angeles á dögunum. Bíllinn skaust upp í loft eftir að hafa orðið fyrir dekki sem datt af öðrum bíl á hraðbrautinni. Þrátt fyrir að slysið hafi verið harkalegt þá slasaðist enginn alvarlega samkvæmt lögreglunni í Los Angeles.

Erlent

Kona skaut sex til bana í skóla í Nas­hvil­le

Þrjú börn og þrír fullorðnir voru skotin til bana af konu sem hóf skothríð í kristnum einkaskóla í Nashville í Bandaríkjunum í dag. Konan var síðan skotin til bana af lögregluþjónum sem mættu á vettvang.

Erlent

Á leið aftur til Úkraínu eftir þjálfun í Bretlandi

Bretar eru búnir að þjálfa úkraínska hermenn í notkun Challenger 2 skriðdreka, sem framleiddir eru í Bretlandi. Hermennirnir og skriðdrekarnir eru nú á leið til Úkraínu. Þjóðverjar hafa einnig að afhent Úkraínumönnum átján Leopard 2 skriðdreka.

Erlent

Bola Corbyn út úr Verkamannaflokknum

Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi, ætlar að leggja fram tillögu á aðalfundi flokksins á morgun sem ætlað er að koma í veg fyrir að Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi flokksins, megi bjóða sig fram til þings í næstu kosningum. Corbyn segist ekki ætla að hverfa af sjónarsviðinu.

Erlent

Humza Yousaf tekur við af Sturgeon

Humza Yousaf mun taka við sem fyrsti ráðherra Skotlands af Nicola Sturgeon sem sagði af sér fyrir rúmum mánuði síðan. Atkvæðagreiðsla um skipun hans fer fram á þinginu á morgun. 

Erlent

Myndefni sýnir gífurlega eyðileggingu í Mississippi

Hvirfilbylir ollu gídurlegum skemmdum víða í Mississippi og Alabama í Bandaríkjunum en minnst 25 eru látnir og fjölmargir eru særðir. Eyðileggingin er hvað mest í bænum Rolling Fork í Mississippi þar sem myndefni sýnir hvernig stærðarinnar hvirfilbylur fór þvert í gegnum bæinn.

Erlent

Netanjahú „ekki í tengslum við raunveruleikann“

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, rak varnarmálaráðherrann Yoav Galant í dag eftir að hinn síðarnefndi kallaði eftir því að hætt verði við umdeildar breytingar á dómskerfi landsins. Staða hans er talin í hættu eftir vendingarnar.

Erlent

Æ fleiri karlar pissa sitjandi

Æ fleiri karlar hafa þvaglát sitjandi og virðist sem þeim hafi fjölgað sérstaklega í Covid-faraldrinum. Í Þýskalandi geta menn orðið fyrir því á almenningssalernum að Angela Merkel skipi pissandi körlum að setjast á klósettið.

Erlent

Leið­togi repúblikana laus úr endur­hæfingu eftir fall

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, er kominn heim til sín af endurhæfingarstöð eftir að hann fékk heilahristing þegar hann féll fyrr í þessum mánuði. Hann segist ætla mæta aftur í þingið bráðlega.

Erlent

Trump hóf kosninga­bar­áttuna með kór upp­reisnar­manna

Fyrsti fjöldafundur kosningabaráttu Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hófst með söng kórs stuðningsmanna hans sem voru fangelsaðir fyrir að ráðast á þinghúsið fyrir tveimur árum. Trump eyddi stórum hluta fundarins í að níða saksóknara sem rannsaka hann.

Erlent