Mikið undir í forsetakosningum Venesúela Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 28. júlí 2024 23:04 Gengið var að kjörborðinu í dag. Sitjandi forseti heitir blóðbaði nái hann ekki endurkjöri. EPA Forsetakosningar fóru fram í Venesúela í dag. Kjörstöðum átti að loka klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma en standa víða enn opnir vegna þess að enn stendur fólk í röð og bíður eftir að fá að kjósa. Óljóst er hvenær niðurstöður liggja fyrir en forsetinn, Nicolas Maduro, freistir þess að ná kjöri enn á ný. Í kjölfar endurkjörs Maduro til forseta Venesúela árið 2018 mótmæltu mörg ríki, þar á meðal Bandaríkin, framkvæmd forsetakosninganna og sögðu kosningarnar ekki lögmætar. Maduro segir kosningakerfi Venesúela hins vegar það réttmætasta á jörðinni og heitir blóðbaði nái hann ekki endurkjöri. Á kjörseðlinum var einnig hinn 74 ára gamli Edmundo Gonzalez sem segir að bjarga þurfi þjóðinni frá slæmu efnahagsástandi. Afslappað yfirbragð einkennir Gonzalez, sem hefur unnið sér inn stuðning fyrrum stuðningsmanna Maduro. Reuters segir frá því að langar raðir hafi myndast við kjörstaði á nokkrum stöðum í dag. Á einstaka stöðum hafi raðir gengið verulega hægt og örtröð myndast fyrir utan kjörstaði. Klukkan 18:11, eða 22:11 á íslenskum tíma krafðist Marína Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar þess að kjörstöðum yrði lokað í færslu á samfélagsmiðlum. „Ef það er enginn í röð verður að loka kjörstöðum,“ sagði Machado. „Það er kominn tími til að sjá hvernig atkvæði ykkar eru talin, kjörseðil fyrir kjörseðil. “ Brottvísunum mótmælt í ljósi kosninganna Kosningarnar eru sagðar spennandi og telja stuðningsmenn stjórnarandstöðu að þeir eigi raunhæfan möguleika á að fella sitjandi forseta, en hafa í leið gagnrýnt framkvæmd kosninganna. Ákvarðanir kjörstjórnar og handtökur starfsmanna stjórnarandstöðunnar séu leið til þess að grafa undan velgengni Gonzalez. Samtökin No borders mótmæltu áframhaldandi brottvísun fólks til Venesúela fyrir framan Hallgrímskirkju í dag. Skipuleggjendur mótmælanna segja að þrátt fyrir lífshættulegar aðstæður þar í landi séu þrjátíu til fjörutíu manns frá Venesúela vísað úr landi í hverri viku. „Ef Maduro ríkisstjórnin gerir það sama og hún gerði í síðustu kosningum er verið að senda fólk út í opinn dauðann,“ sögðu No borders samtökin í tilkynningu. Önnur mótmæli verða haldin á sama tíma á morgun. Venesúela Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Óljóst er hvenær niðurstöður liggja fyrir en forsetinn, Nicolas Maduro, freistir þess að ná kjöri enn á ný. Í kjölfar endurkjörs Maduro til forseta Venesúela árið 2018 mótmæltu mörg ríki, þar á meðal Bandaríkin, framkvæmd forsetakosninganna og sögðu kosningarnar ekki lögmætar. Maduro segir kosningakerfi Venesúela hins vegar það réttmætasta á jörðinni og heitir blóðbaði nái hann ekki endurkjöri. Á kjörseðlinum var einnig hinn 74 ára gamli Edmundo Gonzalez sem segir að bjarga þurfi þjóðinni frá slæmu efnahagsástandi. Afslappað yfirbragð einkennir Gonzalez, sem hefur unnið sér inn stuðning fyrrum stuðningsmanna Maduro. Reuters segir frá því að langar raðir hafi myndast við kjörstaði á nokkrum stöðum í dag. Á einstaka stöðum hafi raðir gengið verulega hægt og örtröð myndast fyrir utan kjörstaði. Klukkan 18:11, eða 22:11 á íslenskum tíma krafðist Marína Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar þess að kjörstöðum yrði lokað í færslu á samfélagsmiðlum. „Ef það er enginn í röð verður að loka kjörstöðum,“ sagði Machado. „Það er kominn tími til að sjá hvernig atkvæði ykkar eru talin, kjörseðil fyrir kjörseðil. “ Brottvísunum mótmælt í ljósi kosninganna Kosningarnar eru sagðar spennandi og telja stuðningsmenn stjórnarandstöðu að þeir eigi raunhæfan möguleika á að fella sitjandi forseta, en hafa í leið gagnrýnt framkvæmd kosninganna. Ákvarðanir kjörstjórnar og handtökur starfsmanna stjórnarandstöðunnar séu leið til þess að grafa undan velgengni Gonzalez. Samtökin No borders mótmæltu áframhaldandi brottvísun fólks til Venesúela fyrir framan Hallgrímskirkju í dag. Skipuleggjendur mótmælanna segja að þrátt fyrir lífshættulegar aðstæður þar í landi séu þrjátíu til fjörutíu manns frá Venesúela vísað úr landi í hverri viku. „Ef Maduro ríkisstjórnin gerir það sama og hún gerði í síðustu kosningum er verið að senda fólk út í opinn dauðann,“ sögðu No borders samtökin í tilkynningu. Önnur mótmæli verða haldin á sama tíma á morgun.
Venesúela Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira