FBI dregur forstjórann í land og staðfestir að Trump hafi orðið fyrir byssukúlu Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2024 10:47 Donald Trump var fylgt af sviðinu eftir árásina í Butler í Pennsylvaníu þann 13. júlí síðastliðinn. Ap/Gene J. Puskar Bandaríska alríkislögreglan (FBI) staðfestir að það hafi verið byssukúla sem hæfði eyra Donalds Trump á kosningafundi í Pennsylvaníu fyrir um tveimur vikum. Yfirlýsingin kemur í kjölfar óljósra frásagna um það hvað olli sárum hans þegar byssumaður hóf skothríð þann 13. júlí. „Það sem hæfði Trump, fyrrverandi forseta í eyrað var byssukúla, hvort sem hún var heil eða búin að sundrast í minni hluta, skotið úr riffli hins látna,“ segir í yfirlýsingu alríkislögreglunnar en árásarmaðurinn var skotinn til bana á staðnum. Þessi stutta yfirlýsing kemur í kjölfar óljósra ummæla sem Christopher Wray, forstjóri alríkislögreglunnar lét falla fyrr í vikunni. Virtust þau vekja efasemdir um það hvort Trump hafi raunverulega orðið fyrir byssukúlu. „Það er viss spurning hvort það var byssukúla eða eitthvað brot sem hæfði eyra hans,“ sagði Wray í svari við spurningu Jim Jordan, formanni dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á miðvikudag. Sneri hún að því hvort FBI hafi gert grein fyrir öllum byssukúlunum sem skotið var af árásarmanninum. „Það er hugsanlegt – eins og stendur veit ég ekki hvort þessi kúla, ásamt því að valda skrámunni hefði hún líka getað lent annars staðar,“ sagði Wray. Vakið reiði stuðningsmanna Orð forstjórans vöktu reiði Trumps og bandamanna hans og ýttu frekar undir samsæriskenningar sem hafa sprottið upp eftir banatilræðið þann 13. júlí. Fram að þessu höfðu fulltrúar alríkislögreglunnar og leyniþjónustunnar sem tóku þátt í rannsókn málsins neitað að veita upplýsingar um það hvað olli sárum Trumps. Kosningaherbúðir Trumps hafa sömuleiðis ekki viljað birta sjúkraskrár frá sjúkrahúsinu þar sem hann var fyrst meðhöndlaður eða veita fjölmiðlum aðgang að læknum þar. Í stað þess hafa upplýsingar fyrst og fremst borist frá Trump sjálfum og Ronny Jackson, lækni og dyggum stuðningsmanni Trumps sem starfaði sem læknir hans í Hvíta húsinu. Donald Trump hefur lýst því að byssukúla hafi farið í gegnum eyra hans á þessum örlagaríka kosningafundi.AP/Evan Vucci Lítið um svör í fyrstu AP-fréttaveitan greinir frá því að spurningar um umfang og eðli sára Trumps hafi vaknað strax eftir árásina þegar kosningateymi hans og lögreglumenn neituðu að svara spurningum um ástand hans eða meðferðina sem hann fékk. Trump sagði á samfélagsmiðlinum Truth Social nokkrum klukkustundum eftir árásina að hann hafi verið „skotinn með byssukúlu sem fór í gegnum efri hlutann á hægra eyra mínu.“ „Ég vissi strax að eitthvað var að af því ég heyrði suð, skot og fann strax þegar kúlan fór í gegnum húðina,“ skrifaði hann. Tregða alríkislögreglunnar við að staðfesta þessa frásögn hefur aukið á spennu milli forsvarsmanna stofnunarinnar og forsetans fyrrverandi sem hefur lengi sakað hana um að vinna gegn sér. Wray, forstjóri alríkislögreglunnar hefur hafnað þeim ásökunum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
„Það sem hæfði Trump, fyrrverandi forseta í eyrað var byssukúla, hvort sem hún var heil eða búin að sundrast í minni hluta, skotið úr riffli hins látna,“ segir í yfirlýsingu alríkislögreglunnar en árásarmaðurinn var skotinn til bana á staðnum. Þessi stutta yfirlýsing kemur í kjölfar óljósra ummæla sem Christopher Wray, forstjóri alríkislögreglunnar lét falla fyrr í vikunni. Virtust þau vekja efasemdir um það hvort Trump hafi raunverulega orðið fyrir byssukúlu. „Það er viss spurning hvort það var byssukúla eða eitthvað brot sem hæfði eyra hans,“ sagði Wray í svari við spurningu Jim Jordan, formanni dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á miðvikudag. Sneri hún að því hvort FBI hafi gert grein fyrir öllum byssukúlunum sem skotið var af árásarmanninum. „Það er hugsanlegt – eins og stendur veit ég ekki hvort þessi kúla, ásamt því að valda skrámunni hefði hún líka getað lent annars staðar,“ sagði Wray. Vakið reiði stuðningsmanna Orð forstjórans vöktu reiði Trumps og bandamanna hans og ýttu frekar undir samsæriskenningar sem hafa sprottið upp eftir banatilræðið þann 13. júlí. Fram að þessu höfðu fulltrúar alríkislögreglunnar og leyniþjónustunnar sem tóku þátt í rannsókn málsins neitað að veita upplýsingar um það hvað olli sárum Trumps. Kosningaherbúðir Trumps hafa sömuleiðis ekki viljað birta sjúkraskrár frá sjúkrahúsinu þar sem hann var fyrst meðhöndlaður eða veita fjölmiðlum aðgang að læknum þar. Í stað þess hafa upplýsingar fyrst og fremst borist frá Trump sjálfum og Ronny Jackson, lækni og dyggum stuðningsmanni Trumps sem starfaði sem læknir hans í Hvíta húsinu. Donald Trump hefur lýst því að byssukúla hafi farið í gegnum eyra hans á þessum örlagaríka kosningafundi.AP/Evan Vucci Lítið um svör í fyrstu AP-fréttaveitan greinir frá því að spurningar um umfang og eðli sára Trumps hafi vaknað strax eftir árásina þegar kosningateymi hans og lögreglumenn neituðu að svara spurningum um ástand hans eða meðferðina sem hann fékk. Trump sagði á samfélagsmiðlinum Truth Social nokkrum klukkustundum eftir árásina að hann hafi verið „skotinn með byssukúlu sem fór í gegnum efri hlutann á hægra eyra mínu.“ „Ég vissi strax að eitthvað var að af því ég heyrði suð, skot og fann strax þegar kúlan fór í gegnum húðina,“ skrifaði hann. Tregða alríkislögreglunnar við að staðfesta þessa frásögn hefur aukið á spennu milli forsvarsmanna stofnunarinnar og forsetans fyrrverandi sem hefur lengi sakað hana um að vinna gegn sér. Wray, forstjóri alríkislögreglunnar hefur hafnað þeim ásökunum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira