Vaxandi áhrif hlýnunar á úrkomumynstur og fellibyli Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2024 11:48 Úrhellisrigning fylgdi fellibylnum Gaemi í Manila, höfuðborgar Filippseyja, á miðvikudag. Aukin úrkomuákefð er á meðal þess sem reikna má með á hlýnandi jörðu. AP/Joeal Capulitan Meirihluti landssvæðis á jörðinni hefur upplifað stærri sveiflur á milli úrkomu og þurrks en áður vegna hlýnunar lofthjúpsins. Þá eru merki um að loftslagsbreytingar hafi þau áhrif að fellibylir við Asíu verða fátíðari en öflugri en ella. Vísindamenn hafa lengi varað við því að hnattræn hlýnun af völdum manna hafi í för með sér vaxandi veðuröfgar, þar á meðal ákafari úrkomu og verri þurrka. Hlýrra loft getur enda borið meiri vatnsgufu en svalara. Áætlað er að loftið geti borið sjö prósent meiri raka fyrir hverja gráðu hlýnunar sem á sér stað. Niðurstaða nýrrar rannsóknar alþjóðlegs hóps vísindamanna sem skoðuðu sögulegar veðurathuganir er að sveiflur í úrkomu hafi aukist á um 75 prósent lands á jörðinni síðustu öldina. Þeir rekja það til aukinnar getu andrúmsloftsins til þess að halda raka vegna hlýnunarinnar í grein sem birtist í vísindaritinu Science í gær. Úrkomusveiflan er sögð greinilegust í Evrópu, Ástralíu og austanverðri Norður-Ameríku. Þær eru sagðar áskorun fyrir veður- og loftslagsspár og aðlögun samfélaga manna og vistkerfa að þeim loftslagsbreytingum sem eiga sér nú stað. „Þetta á eftir að ágerast eftir því sem hnattræn hlýnun heldur áfram og eykur líkurnar á þurrkum og flóðum,“ segir Steven Sherwood, vísindamaður við Loftslagsbreytingarannsóknarmiðstöð Háskólan í Nýju Suður-Wales í Ástralíu, við Reuters-fréttastofuna. Hann tók ekki þátt í rannsókninni. Óljóst er hvernig úrkoma þróast á Íslandi næstu öldina samkvæmt síðustu samantektarskýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar sem gefin var út í fyrra. Loftslagslíkönum beri illa saman um breytingar á úrkomu út öldina en þó sé útlit fyrir að hún aukist um rúmlega prósent fyrir hverja gráðu sem hlýnar. Ákefð úrkomu á landinu aukist og aftakaúrkoma gæti aukist á bilinu fimm til fimmtán prósent. Það samsvari á bilinu fjögra til fimmtán millímetra aukningu á sólarhring frá núverandi úrkomu á flestum svæðum. Færri en sterkari fellibylir Öflugasti fellibylur ársins til þess gekk yfir Taívan, Filippseyjar og Kína í vikunni. Hundruð þúsunda manna flúðu heimili sín áður en fellibylurinn Gaemi gekk á land þar í gær. Gaemi var jafnframt öflugasti fellibylurinn sem dunið hefur á Taívan í átta ár. Loftslagslíkön benda til þess að hlýnun jarðar auki styrk fellibylja enda sækja þeir kraft sinn í hlýjan sjó. Vísbendingar eru þó einnig um að fellibylir gætu orðið fátíðari á sama tíma og þær sækja í sig veðrið. Í skýrslu kínverskra yfirvalda sem var gefin út í þessum mánuði kom fram að fellibyljum á norðvestanverðu Kyrrahafi og Suður-Kínahafi hefur fækkað umtalsvert frá 10. áratug síðustu aldar en þeir hafi orðið öflugari. Loftslagsskýrsla sem var gefin út í Taívan í vor reiknaði með sambærilegri þróun við hlýnun loftslags. Feng Xiangbo, sérfræðingur í fellibyljum við Háskólann í Reading á Englandi, segir Reuters að fækkun fellibylja skýrist af ójafnri hlýnun hafsins þar sem vestanvert Kyrrahafið hlýnar hraðar en austurhluti þess. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Vísindamenn hafa lengi varað við því að hnattræn hlýnun af völdum manna hafi í för með sér vaxandi veðuröfgar, þar á meðal ákafari úrkomu og verri þurrka. Hlýrra loft getur enda borið meiri vatnsgufu en svalara. Áætlað er að loftið geti borið sjö prósent meiri raka fyrir hverja gráðu hlýnunar sem á sér stað. Niðurstaða nýrrar rannsóknar alþjóðlegs hóps vísindamanna sem skoðuðu sögulegar veðurathuganir er að sveiflur í úrkomu hafi aukist á um 75 prósent lands á jörðinni síðustu öldina. Þeir rekja það til aukinnar getu andrúmsloftsins til þess að halda raka vegna hlýnunarinnar í grein sem birtist í vísindaritinu Science í gær. Úrkomusveiflan er sögð greinilegust í Evrópu, Ástralíu og austanverðri Norður-Ameríku. Þær eru sagðar áskorun fyrir veður- og loftslagsspár og aðlögun samfélaga manna og vistkerfa að þeim loftslagsbreytingum sem eiga sér nú stað. „Þetta á eftir að ágerast eftir því sem hnattræn hlýnun heldur áfram og eykur líkurnar á þurrkum og flóðum,“ segir Steven Sherwood, vísindamaður við Loftslagsbreytingarannsóknarmiðstöð Háskólan í Nýju Suður-Wales í Ástralíu, við Reuters-fréttastofuna. Hann tók ekki þátt í rannsókninni. Óljóst er hvernig úrkoma þróast á Íslandi næstu öldina samkvæmt síðustu samantektarskýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar sem gefin var út í fyrra. Loftslagslíkönum beri illa saman um breytingar á úrkomu út öldina en þó sé útlit fyrir að hún aukist um rúmlega prósent fyrir hverja gráðu sem hlýnar. Ákefð úrkomu á landinu aukist og aftakaúrkoma gæti aukist á bilinu fimm til fimmtán prósent. Það samsvari á bilinu fjögra til fimmtán millímetra aukningu á sólarhring frá núverandi úrkomu á flestum svæðum. Færri en sterkari fellibylir Öflugasti fellibylur ársins til þess gekk yfir Taívan, Filippseyjar og Kína í vikunni. Hundruð þúsunda manna flúðu heimili sín áður en fellibylurinn Gaemi gekk á land þar í gær. Gaemi var jafnframt öflugasti fellibylurinn sem dunið hefur á Taívan í átta ár. Loftslagslíkön benda til þess að hlýnun jarðar auki styrk fellibylja enda sækja þeir kraft sinn í hlýjan sjó. Vísbendingar eru þó einnig um að fellibylir gætu orðið fátíðari á sama tíma og þær sækja í sig veðrið. Í skýrslu kínverskra yfirvalda sem var gefin út í þessum mánuði kom fram að fellibyljum á norðvestanverðu Kyrrahafi og Suður-Kínahafi hefur fækkað umtalsvert frá 10. áratug síðustu aldar en þeir hafi orðið öflugari. Loftslagsskýrsla sem var gefin út í Taívan í vor reiknaði með sambærilegri þróun við hlýnun loftslags. Feng Xiangbo, sérfræðingur í fellibyljum við Háskólann í Reading á Englandi, segir Reuters að fækkun fellibylja skýrist af ójafnri hlýnun hafsins þar sem vestanvert Kyrrahafið hlýnar hraðar en austurhluti þess.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira