Ruslabelgir frá Norður-Kóreu raska flugferðum og kveikja eld Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2024 11:25 Suðurkóreskir hermenn skófla upp papparusli sem barst með norðurkóreskum loftbelg í Incheon í gær. AP/Lim Sun-suk/Yonhap Loftbelgir með sem Norðurkóreumenn senda yfir landamærin til nágranna sinna í suðri hafa valdið töluverðum usla síðasta sólarhringinn. Flugferðum var frestað á flugvelli í Seúl vegna belgjanna og einn þeirra tendraði eld á þaki íbúðarbyggingar. Suðurkóresk yfirvöld áætla að um fimm hundruð loftbelgir fullir af pappa- og plastsorpi hafi svifið yfir landamærin og inn í lofthelgi þeirra frá því í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Norðanmenn hafa ítrekað sent slíka belgi undanfarnar vikur sem svar við sendingum norðurkóreskra flóttamanna og aðgerðasinna í Suður-Kóreu. Þeir hafa sent áróðusbleðla, lyf, peninga og minniskubba með popptónlistarmyndböndum og sjónvarpsþáttum yfir til Norður-Kóreu. Talsmaður herforingjaráðs landsins segir að sumir belgjanna séu með klukku og séu stilltir til að springa innan ákveðins tíma og dreifa ruslinu. Eldhætta væri vegna þeirra. Eldur kviknaði í einum loftbelg sem lenti á þaki íbúðarbygginga í Gyeonggi-héraði nærri Seúl. Flugferðum til og frá Gimpo-flugvelli í Seúl var frestað í tvær klukkustundir í gærkvöldi vegna loftsbelgs sem var talinn innan flugstjórnarsvæðisins. Norðurkóresku belgirnir hafa ítrekað raskað ferðum á Incheon-flugvelli, stærsta alþjóðaflugvelli landsins, undanfarnar vikur. Nokkrir loftbelgir lentu jafnframt í grennd við forsetahöll Suður-Kóreu á miðvikudag. Norðurkóreskur loftbelgirnir hafa ekki valdið meiriháttar skemmdum til þessa. Þeir eru þó sagðir skjóta sunnanmönnum skelk í bringum um að þeir gætu verið notaðir til þess að varpa efna- eða sýklavopnum yfir landið. Sunnanmenn hafa veigrað sér við að skjóta belgina niður af ótta við að fallandi byssukúlur gætu valdið skaða og að belgirnir gætu innihaldið hættuleg efni, að sögn AP-fréttastofunnar. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Suðurkóresk yfirvöld áætla að um fimm hundruð loftbelgir fullir af pappa- og plastsorpi hafi svifið yfir landamærin og inn í lofthelgi þeirra frá því í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Norðanmenn hafa ítrekað sent slíka belgi undanfarnar vikur sem svar við sendingum norðurkóreskra flóttamanna og aðgerðasinna í Suður-Kóreu. Þeir hafa sent áróðusbleðla, lyf, peninga og minniskubba með popptónlistarmyndböndum og sjónvarpsþáttum yfir til Norður-Kóreu. Talsmaður herforingjaráðs landsins segir að sumir belgjanna séu með klukku og séu stilltir til að springa innan ákveðins tíma og dreifa ruslinu. Eldhætta væri vegna þeirra. Eldur kviknaði í einum loftbelg sem lenti á þaki íbúðarbygginga í Gyeonggi-héraði nærri Seúl. Flugferðum til og frá Gimpo-flugvelli í Seúl var frestað í tvær klukkustundir í gærkvöldi vegna loftsbelgs sem var talinn innan flugstjórnarsvæðisins. Norðurkóresku belgirnir hafa ítrekað raskað ferðum á Incheon-flugvelli, stærsta alþjóðaflugvelli landsins, undanfarnar vikur. Nokkrir loftbelgir lentu jafnframt í grennd við forsetahöll Suður-Kóreu á miðvikudag. Norðurkóreskur loftbelgirnir hafa ekki valdið meiriháttar skemmdum til þessa. Þeir eru þó sagðir skjóta sunnanmönnum skelk í bringum um að þeir gætu verið notaðir til þess að varpa efna- eða sýklavopnum yfir landið. Sunnanmenn hafa veigrað sér við að skjóta belgina niður af ótta við að fallandi byssukúlur gætu valdið skaða og að belgirnir gætu innihaldið hættuleg efni, að sögn AP-fréttastofunnar.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira