Gögn benda til aðkomu Sameinuðu arabísku furstadæmanna í Súdan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. júlí 2024 12:36 Milljónir manna hafa neyðst til að flýja heimili sín og fjöldi verið myrtur. Þá eru sveitir RSF sakaðar um að beita nauðgunum sem vopni. epa Gögn hafa fundist í Súdan, þar á meðal vegabréf, sem virðast benda til þess að Sameinuðu arabísku furstadæmin hafi sent bæði menn og vopn til landsins, þar sem skelfilegt ástand ríkir sökum yfistandandi átaka. Umrædd gögn hafa verið send Sameinuðu þjóðunum en engin viðbrögð fengist enn sem komið er. Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa ítrekað neitað því að sjá uppreisnarhersveitum Mohamed Hamdan Dagalo (RSF) fyrir hernaðaraðstoð en sveitirnar sitja nú um borgina El Fasher í Darfúr og hafa verið sakaðar um fjölda voðaverka. Meðal þeirra gagna sem hafa verið send Sameinuðu þjóðunum eru myndir af fjórum vegabréfum sem virðast tilheyra ríkisborgurum Sameinuðu arabísku furstadæmana. Um er að ræða fjóra karla, tvo fædda í Dubai, einn í Al Ain og einn í Ajman. Samkvæmt vegabréfunum eru mennirnir á aldrinum 29-49 ára og talið er að þeir tilheyri öryggissveitum Sameinuðu arabísku furstadæmana. Þá er einnig í gögnunum að finna upplýsingar um vopn sem hafa fundist, þar á meðal dróna sem er hannaður til að bera breyttar 120 mm sprengjur. Myndir eru sagðar sýna kassa sem á stendur að hafi verið sendir frá vopnaverksmiðju í Serbíu til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Meira en helmingur í búa Súdan, um 25 milljónir manna er sagður búa við hungur.epa Merkingar virðast einnig benda til þess að drónarnir hafi borið svokallaðar „thermobaric“ sprengjur, það er að segja sprengjur þar sem kveikilögur dreifist fyrst um eins og skýjamóða áður en það kviknar svo í vökvanum. Umræddar sprengjur eru sagðar valda mun meiri skaða og eyðileggingu en hefðbundnar sprengjur og rætt hefur verið að banna þær. Guardian hefur eftir greinendum að fundur gagnanna sé til marks um að fullyrðingar Sameinuðu arabísku furstadæmana haldi ekki vatni og veki spurningar um vitneskju Bandaríkjanna og Bretlands um mögulega aðkomu þeirra að átökunum. Bandaríkin, Bretland, Sameinuðu arabísku furstadæminn og Sádi Arabía hafa freistað þess saman að miðla málum milli stríðandi fylkinga í landinu. Sameinuðu arabísku furstadæminn og Sádi Arabía hafa óbeinna hagsmuna að gæta í átökunum í Súdan, þar sem bæði ríki vilja treysta yfirráð sín á svæðinu. Vesturlönd óttast hins vegar að ástandið muni greiða fyrir því að stjórnvöld í Súdan heimili Rússum eða Írönum að koma upp herstöð í landinu. Suður-Súdan Sameinuðu arabísku furstadæmin Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Umrædd gögn hafa verið send Sameinuðu þjóðunum en engin viðbrögð fengist enn sem komið er. Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa ítrekað neitað því að sjá uppreisnarhersveitum Mohamed Hamdan Dagalo (RSF) fyrir hernaðaraðstoð en sveitirnar sitja nú um borgina El Fasher í Darfúr og hafa verið sakaðar um fjölda voðaverka. Meðal þeirra gagna sem hafa verið send Sameinuðu þjóðunum eru myndir af fjórum vegabréfum sem virðast tilheyra ríkisborgurum Sameinuðu arabísku furstadæmana. Um er að ræða fjóra karla, tvo fædda í Dubai, einn í Al Ain og einn í Ajman. Samkvæmt vegabréfunum eru mennirnir á aldrinum 29-49 ára og talið er að þeir tilheyri öryggissveitum Sameinuðu arabísku furstadæmana. Þá er einnig í gögnunum að finna upplýsingar um vopn sem hafa fundist, þar á meðal dróna sem er hannaður til að bera breyttar 120 mm sprengjur. Myndir eru sagðar sýna kassa sem á stendur að hafi verið sendir frá vopnaverksmiðju í Serbíu til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Meira en helmingur í búa Súdan, um 25 milljónir manna er sagður búa við hungur.epa Merkingar virðast einnig benda til þess að drónarnir hafi borið svokallaðar „thermobaric“ sprengjur, það er að segja sprengjur þar sem kveikilögur dreifist fyrst um eins og skýjamóða áður en það kviknar svo í vökvanum. Umræddar sprengjur eru sagðar valda mun meiri skaða og eyðileggingu en hefðbundnar sprengjur og rætt hefur verið að banna þær. Guardian hefur eftir greinendum að fundur gagnanna sé til marks um að fullyrðingar Sameinuðu arabísku furstadæmana haldi ekki vatni og veki spurningar um vitneskju Bandaríkjanna og Bretlands um mögulega aðkomu þeirra að átökunum. Bandaríkin, Bretland, Sameinuðu arabísku furstadæminn og Sádi Arabía hafa freistað þess saman að miðla málum milli stríðandi fylkinga í landinu. Sameinuðu arabísku furstadæminn og Sádi Arabía hafa óbeinna hagsmuna að gæta í átökunum í Súdan, þar sem bæði ríki vilja treysta yfirráð sín á svæðinu. Vesturlönd óttast hins vegar að ástandið muni greiða fyrir því að stjórnvöld í Súdan heimili Rússum eða Írönum að koma upp herstöð í landinu.
Suður-Súdan Sameinuðu arabísku furstadæmin Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira