Fótbolti

James hlóð í þrennu er Chelsea lagði Manchester United
Lauren James var potturinn og pannan í liði Chelsea er liðið vann öruggan 3-1 sigur gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Alexandra skoraði í torsóttum sigri
Alexandre Jóhannsdóttir skoraði fyrra mark Fiorentina er liðið vann torsóttan 3-1 sigur gegn Pomigliano í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Lið þurfi að gefa leiki ef stuðningsmenn beita leikmenn kynþáttaníð
Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, vill að koma á nýjum reglum sem kveða á um að lið þurfi að gefa leiki ef stuðningsmenn þeirra beita leikmenn kynþáttaníð.

Fullyrða að Gylfi sé búinn að rifta samningi sínum við Lyngby
Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hefur rift samningi sínum við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby.

Elísabet önnur tveggja sem þykja líklegastar til að taka við Chelsea
Elísabet Gunnarsdóttir er nú önnur tveggja kvenna sem þykja líklegastar til að taka við enska stórliðinu Chelsea þegar Emma Hayes lætur af störfum að yfirstandandi tímabili loknu.

Súkkulaðiregn stöðvaði leik Dortmund
Gera þurfti hlé á leik 1. FC Köln og Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær eftir að áhorfendur köstuðu súkkulaðipeningum inn á völlinn.

Útskýra fjarveru Gylfa: „Aðstæður í Danmörku ekki ákjósanlegar“
Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem félagið útskýrir af hverju íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki æft með liðinu undanfarnar vikur.

Missti áhugann á fótbolta og á nú fyrirtæki sem metið er á rúmlega hundrað milljarða
José Ignacio Peleteiro Ramallo, betur þekktur sem Jota, er nafn sem ef til vill harðasta stuðningsfólk Aston Villa man eftir en þessi 32 ára Spánverji á í dag landbúnaðarfyrirtæki sem metið er á fleiri hundruð milljarða.

AC Milan með dramatískan sigur eftir að Maignan var beittur kynþáttaníði
AC Milan vann gríðarlega dramatískan 3-2 sigur á Udinese í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Leikurinn tafðist um tíu mínútur vegna kynþáttaníðs í garð Mike Maignan, markmanns AC Milan.

Nýr forstjóri Man United kemur frá nágrönnum þeirra í City
Greint hefur verið frá því að Omar Berrada verði forstjóri enska knattspyrnufélagsins Manchester United. Hann hefur undanfarin ár starfað fyrir Manchester City.

Pétur tekur slaginn með Vestra í efstu deild
Pétur Bjarnason er snúinn aftur á heimaslóðir og mun spila með uppeldisfélagi sínu Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu í sumar. Þetta staðfesti félagið fyrr í dag.

Leverkusen jók forskot sitt með dramatískum sigri
Bayer Leverkusen, topplið þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, vann dramatískan 3-2 sigur á RB Leipzig. Þá skoraði Borussia Dortmund fjögur gegn Köln.

Toney skoraði í endurkomunni
Framherjinn Ivan Toney sneri aftur í lið Brentford í ensku úrvalsdeildinni eftir margra mánaða fjarveru en hann var dæmdur í leikbann af ensku úrvalsdeildinni þar sem hann hafði veðjað á leiki deildarinnar. Hann fagnaði endurkomunni með marki í 3-2 sigri á Nottingham Forest.

Freyr byrjar á óvæntum útisigri í Belgíu
Knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson gat vart hugsað sér betri byrjun á tíma sínum í Belgíu en lið hans, Kortrijk, lagði Standard Liege á útivelli í dag.

Skytturnar aftur á sigurbraut og nálgast toppinn á ný
Eftir þrjá deildarleiki í röð án sigurs vann Arsenal mikilvægan 5-0 sigur gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Gunnar tekur við kvennaliði KR
Gunnar Einarsson hefur verið ráðinn sem þjálfari kvennaliðs KR í knattspyrnu út tímabilið 2025.

Jónatan Ingi að ganga til liðs við Val
Kantmaðurinn Jónatan Ingi Jónsson er að ganga í raðir Vals fyrir komandi tímabil í Bestu-deild karla í knattspyrnu.

„Alls ekki mín ákvörðun, heldur ákvörðun stjórnar“
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, kveðst ánægð með að Åge Hareide verði áfram landsliðsþjálfari karla. Hún segir að uppsagnar- og framlengingarákvæði hafi verið sett í samning Hareides sem eftirmaður hennar í starfi geti nýtt sér.

Toney snýr aftur til keppni sem fyrirliði
Ivan Toney stígur aftur inn á keppnisvöllinn þegar Brentford tekur á móti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir langt bann vegna brota á veðmálareglum. Hann mun bera fyrirliðabandið í leiknum.

Inter flaug í úrslit
Inter tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum ítalska ofurbikarsins með öruggum 3-0 sigri gegn Lazio á King Saud University vellinum í Sádi-Arabíu.

Sjáðu geggjað mark Bebe lengst utan af velli
Bebe, fyrrverandi leikmaður Manchester United, skaut heldur betur upp kollinum á Afríkumótinu í fótbolta í dag.

Ætlaði ekki að yfirgefa kvennaliðið en snýr sér nú að karlaliðinu
Pálmi Rafn Pálmason er hættur sem þjálfari kvennaliðs KR í knattspyrnu. Hann snýr sér nú að karlaliðinu og hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari liðsins.

Senegal tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum
Senegal tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Afríkumótsins í knattspyrnu er liðið vann 3-1 sigur gegn Kamerún.

Fjórði febrúar 2024 stór dagur fyrir gestgjafa HM 2026
Alþjóða knattspyrnusambandið ætlar að gefa út leikjadagskrána fyrir næstu heimsmeistarakeppni karla 4. febrúar næstkomandi.

Klopp hefur rætt við Salah eftir að hann meiddist: „Hann fann fyrir þessu“
Knattspyrnustjóri Liverpool, Jürgen Klopp, hefur rætt við Mohamed Salah eftir að hann fór meiddur af velli í leik Egyptalands og Gana á Afríkumótinu í gær.

Selma Sól til Nürnberg
Selma Sól Magnúsdóttir, landsliðskona í fótbolta, er gengin í raðir Nürnberg í Þýskalandi. Hún hefur leikið með Rosenborg í Noregi undanfarin ár.

Reiðilestur Keane um mjúka United menn stal fyrirsögnunum
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, stal fyrirsögnunum á baksíðum margra enskra blaða í morgun en hann hraunar þar yfir sitt gamla félag.

Åge Hareide með nýjan samning: „Við ætlum okkur á EM í Þýskalandi“
Åge Hareide verður áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta en Knattspyrnusamband Íslands hefur framlengt samning sinn við Norðmanninn.

Henderson flúði en Gerrard framlengdi samning sinn
Steven Gerrard hefur framlengt samning sinn við sádi-arabíska félagið Al-Ettifaq. Þetta kemur út á sama tíma og annar fyrrum fyrirliði Liverpool flúði sama félag.

Tókst aldrei að sanna að hann ætti fyrir kaupunum á Man United
Sheik Jassim bin Hamad Al Thani og félögum hans mistókst að sanna það fyrir Manchester United að þeir ættu peninginn sem þeir þurftu til að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið.