„Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. nóvember 2024 19:44 Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands. EPA-EFE/STRINGER Åge Hareide var ánægður með 2-0 sigur Íslands gegn Svartfjallalandi. Leikplanið sem hann lagði upp með var ekki framkvæmanlegt við erfiðar vallaraðstæður en liðið sýndi sótti sigur með dugnaði og baráttu í seinni hálfleik. Hann hefur ekki úr mörgum varnarmönnum að velja í næsta leik en ætlar að finna út úr því vandamáli á morgun. „Stundum er fótboltinn skrítinn. Við áttum meira skilið úr síðasta verkefni en aðeins eitt stig gegn Wales. Í dag spiluðum við alls ekki vel, en börðumst vel í seinni hálfleik og varamennirnir breyttu leiknum,“ sagði Åge eftir leik. „Við höfum verið að æfa vel og lítum vel út en síðan mættum við í erfiðar aðstæður í dag. Gátum ekki spilað eins og við vildum spila, þurftum að leita í langa bolta og unnum ekki oft seinni boltann. Svartfellingar voru aggressívir og það var vel gert hjá strákunum að taka þrjú stig úr þessum mikilvæga leik,“ hélt hann svo áfram. Mikilvægur sigur og úrslitaleikur framundan Sigurinn setur upp úrslitaleik fyrir Ísland gegn Wales næsta þriðjudag upp á annað sæti í Þjóðadeildarriðlinum. „Þetta var gríðarmikilvægur leikur fyrir okkur og gefur okkur tækifæri til að enda í öðru sæti. Við vitum að við getum veitt Wales leik og verðum að sýna það á útivelli núna.“ Óvissa með Aron og Logi í banni Åge mun þurfa að gera breytingar á liðinu í þeim leik. Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli og staðan á honum er óljós fyrir leikinn á þriðjudag. Víst er þó að Logi Tómasson verður ekki með þar sem hann fékk gult spjald í dag og mun taka út leikbann. „Leiðinlegt fyrir Aron því hann hefur litið vel út á æfingum alla vikuna. Hann veitir öðrum innblástur og það er það sem ég er að leita að. En Victor kom vel inn, hann er traustur og sterkur varnarmaður,“ sagði Åge og greindi frá því að hann væri ekki viss hvort Aron gæti tekið þátt í leiknum gegn Wales á þriðjudag. „Því miður missum við Loga út í næsta leik. Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun,“ sagði Åge að lokum. Viðtalið við Åge má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Næsti landsleikur Íslands verður gegn Wales ytra á þriðjudaginn. Útsending og upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 19:15. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Í beinni: Pólland - Ísland | Mæta heimaliðinu í magnaðri stemningu Körfubolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslenski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Í beinni: Rayo Vallecano - Barcelona | Snúið próf fyrir Börsunga Í beinni: Fram - Valur | Tæp staða toppliðsins Í beinni: Víkingur - Breiðablik | Risaleikur í Fossvogi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Sjá meira
„Stundum er fótboltinn skrítinn. Við áttum meira skilið úr síðasta verkefni en aðeins eitt stig gegn Wales. Í dag spiluðum við alls ekki vel, en börðumst vel í seinni hálfleik og varamennirnir breyttu leiknum,“ sagði Åge eftir leik. „Við höfum verið að æfa vel og lítum vel út en síðan mættum við í erfiðar aðstæður í dag. Gátum ekki spilað eins og við vildum spila, þurftum að leita í langa bolta og unnum ekki oft seinni boltann. Svartfellingar voru aggressívir og það var vel gert hjá strákunum að taka þrjú stig úr þessum mikilvæga leik,“ hélt hann svo áfram. Mikilvægur sigur og úrslitaleikur framundan Sigurinn setur upp úrslitaleik fyrir Ísland gegn Wales næsta þriðjudag upp á annað sæti í Þjóðadeildarriðlinum. „Þetta var gríðarmikilvægur leikur fyrir okkur og gefur okkur tækifæri til að enda í öðru sæti. Við vitum að við getum veitt Wales leik og verðum að sýna það á útivelli núna.“ Óvissa með Aron og Logi í banni Åge mun þurfa að gera breytingar á liðinu í þeim leik. Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli og staðan á honum er óljós fyrir leikinn á þriðjudag. Víst er þó að Logi Tómasson verður ekki með þar sem hann fékk gult spjald í dag og mun taka út leikbann. „Leiðinlegt fyrir Aron því hann hefur litið vel út á æfingum alla vikuna. Hann veitir öðrum innblástur og það er það sem ég er að leita að. En Victor kom vel inn, hann er traustur og sterkur varnarmaður,“ sagði Åge og greindi frá því að hann væri ekki viss hvort Aron gæti tekið þátt í leiknum gegn Wales á þriðjudag. „Því miður missum við Loga út í næsta leik. Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun,“ sagði Åge að lokum. Viðtalið við Åge má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Næsti landsleikur Íslands verður gegn Wales ytra á þriðjudaginn. Útsending og upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 19:15.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Í beinni: Pólland - Ísland | Mæta heimaliðinu í magnaðri stemningu Körfubolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslenski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Í beinni: Rayo Vallecano - Barcelona | Snúið próf fyrir Börsunga Í beinni: Fram - Valur | Tæp staða toppliðsins Í beinni: Víkingur - Breiðablik | Risaleikur í Fossvogi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki