Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Íþróttadeild Vísis skrifar 16. nóvember 2024 18:59 Ísak Bergmann Jóhannesson gulltryggði sigurinn gegn Svartfjallalandi. EPA-EFE/STRINGEr Ísland vann 2-0 ytra gegn Svartfjallalandi í næstsíðustu umferð Þjóðadeildarinnar. Skipting sem var gerð um miðjan seinni hálfleik breytti leiknum. Mikael Egill Ellertsson og Ísak Bergmann Jóhannesson stigu þá inn á völl, annar þeirra lagði síðan upp og hinn skoraði. Byrjunarlið Þrjár breytingar voru gerðar á byrjunarliðinu frá síðasta landsleik.EPA-EFE/STRINGER Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [8] Hákon Rafn Valdimarsson er aðalmarkvörður Íslands.Stefan Ivanovic/Pixsell/MB Media/Getty Images Flott fyrsta varsla eftir þrumuskot á rammann á upphafsmínútunum. Átti aðra frábæra vörslu, skalli á markið af stuttu færi og snögg viðbrögð. Svartfellingar skoruðu síðan úr frákastinu, markið fékk ekki að standa en hefði gert það ef Hákon hefði ekki varið fyrsta skallann. Hafði lítið að gera þess fyrir utan, en var öruggur í öllum sínum aðgerðum og úthlaupum og hélt markinu hreinu. Valgeir Lunddal Friðriksson, hægri bakvörður [7] Valgeir var á varamannabekknum í fyrstu tveimur leikjum Þjóðadeildarinnar en hefur núna byrjað þrjá í röð og virðist vera ofar í goggunarröðinni en Guðlaugur Victor Pálsson. Stefan Ivanovic/Pixsell/MB Media/Getty Images Búinn að eigna sér hægri bakvarðarstöðuna og er vel að henni kominn. Traustur varnarlega og á oft fína spretti sóknarlega þó hann sé ekki eins ógnandi og Logi hinum megin. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður [6] Er stundum illa staðsettur, á það til að æða upp með sóknarmanni og fá boltann yfir sig. Gerðist rétt eftir að Ísland komst yfir og leiddi næstum því til jöfnunarmarks Svartfjallalands, en sem betur fer vann Guðlaugur vel undir hann og bjargaði málunum. Markið hélst hreint samt sem áður og yfir því verður ekki kvartað. Aron Einar Gunnarsson, miðvörður, spilaði of lítið til að fá einkunn Byrjaði sem miðvörður í fyrsta landsleiknum í heilt ár en þurfti að víkja af velli vegna meiðsla eftir aðeins átján mínútur. Aron hélt um aftanvert lærið og mun ólíklega getað tekið þátt gegn Wales á þriðjudaginn. Logi Tómasson, vinstri bakvörður [6] Logi Tómasson skoraði tvö eftirminnileg mörk gegn Wales í síðasta landsleikjaglugga.Stefan Ivanovic/Pixsell/MB Media/Getty Images Sótti upp vænginn og ógnaði sóknarlega. Fékk gult spjald fyrir óþarfa brot undir lok fyrri hálfleiks og verður því í banni gegn Wales á þriðjudag. Stefán Teitur Þórðarson, miðjumaður [6] Stefán Teitur var mættur aftur á miðjuna eftir að hafa tekið út bann í síðasta leik.Stefan Ivanovic/Pixsell/MB Media/Getty Images Vallaraðstæður gerðu honum erfitt fyrir, boltinn rúllaði illa og skoppaði skringilega, erfitt að keyra upp völlinn til að taka þátt í sóknarleiknum eins og hann gerir oft svo vel. Gerðist ekki sekur um mörg mistök en skapaði heldur ekkert. Var tekinn af velli á 68. mínútu fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður [7] Arnór Ingvi TraustasonEPA-EFE/STRINGER Þindarlaus og út um allt, endalaus vinnsla og dugnaður. Komst í hörkufæri og átti fast skot framhjá markinu eftir um hálftíma leik. Reyndi að sprengja upp í skyndisókn í upphafi seinni hálfleiks, var rifinn niður og fiskaði gult spjald á Svartfelling. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður [6] Jóhann byrjaði á hægri vængnum, sem er hans upprunalega staða en undanfarið hefur hann mikið verið á miðjunni.Stefan Ivanovic/Pixsell/MB Media/Getty Images Sótti mikið inn á völlinn. Fékk fínt færi rétt fyrir hálfleik en náði ekki nógu góðu skoti. Var meira úti á kanti í fyrri hálfleik en var í raun orðinn miðjumaður í seinni hálfleik. Vildi komast á boltann og stýra spilinu. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður [5] Jón Dagur tók út leikbann í síðasta landsleik en mætti aftur á vinstri vænginn í dag. EPA-EFE/STRINGER Gaf frábæra stungusendingu á Orra Stein og skapaði fyrsta dauðafæri leiksins eftir um tíu mínútur. Sást afar lítið til hans eftir það. Var tekinn af velli á 68. mínútu fyrir Mikael Egil. Orri Steinn Óskarsson, framherji [8] Orri Steinn Óskarsson skoraði glæsilegt mark í síðasta landsleik gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli. Stefan Ivanovic/Pixsell/MB Media/Getty Images Klúðraði dauðafæri eftir rétt rúmar tíu mínútur. Völlurinn ekki að hjálpa og móttakan erfið en illa farið með frábært færi, skaut fyrst í varnarmann og svo í hliðarnetið. Fékk aftur góða stöðu í upphafi seinni hálfleiks, hitti þá á markið en það var varið. Andri Lucas var í hættulegu hlaupi og hefði eflaust þegið sendingu. Það tókst þó í þriðju tilraun að koma boltanum í netið. Var vel staðsettur og kláraði færið af yfirvegun eftir flottan undirbúning. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji [6] Andri Lucas Guðjohnsen leitar mikið niður á völlinn og er mikilvægur uppspilspunktur fyrir Ísland. Stefan Ivanovic/Pixsell/MB Media/Getty Images Fór afar lítið fyrir honum en átti flotta stoðsendingu í öðru marki Íslands. Guðlaugur Victor Pálsson [6], kom inn á fyrir Aron Einar á 18. mínútu Ekkert út á hans frammistöðu að setja. Leysti erfitt verkefni vel. Mikael Egill Ellertsson [7], kom inn á fyrir Jón Dag á 68. mínútu Frábær innkoma, gaf stoðsendingu eftir aðeins örfáar mínútur inni á vellinum. Hefði verið hægt að skjóta í fljótfærni en dempaði boltann frekar fyrir Orra sem var í betra færi. Fékk fína hlaupabraut og slapp næstum því einn í gegn í uppbótartíma en tókst ekki alveg að sleppa frá varnarmanni. Maður leiksins - Ísak Bergmann Jóhannesson [8], kom inn á fyrir Stefán Teit á 68. mínútu Ísak fagnar markinu.EPA-EFE/STRINGER Var settur inn til að glæða sóknarleik liðsins nýju lífi og gerði það stórvel. Ógnaði með hlaupum fram á við og skapaði mikla hættu. Var maðurinn sem leitað var að í fyrsta marki Íslands, þó boltinn hafi ekki ratað til hans þá. Kom sér síðan í annað frábært færi og skoraði úr því rétt áður en leiknum lauk. Gjörbreytti leiknum með sinni innkomu og er vel að valinu kominn. Willum Þór Willumsson kom inn á fyrir Orra Stein á 90. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sjá meira
Byrjunarlið Þrjár breytingar voru gerðar á byrjunarliðinu frá síðasta landsleik.EPA-EFE/STRINGER Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [8] Hákon Rafn Valdimarsson er aðalmarkvörður Íslands.Stefan Ivanovic/Pixsell/MB Media/Getty Images Flott fyrsta varsla eftir þrumuskot á rammann á upphafsmínútunum. Átti aðra frábæra vörslu, skalli á markið af stuttu færi og snögg viðbrögð. Svartfellingar skoruðu síðan úr frákastinu, markið fékk ekki að standa en hefði gert það ef Hákon hefði ekki varið fyrsta skallann. Hafði lítið að gera þess fyrir utan, en var öruggur í öllum sínum aðgerðum og úthlaupum og hélt markinu hreinu. Valgeir Lunddal Friðriksson, hægri bakvörður [7] Valgeir var á varamannabekknum í fyrstu tveimur leikjum Þjóðadeildarinnar en hefur núna byrjað þrjá í röð og virðist vera ofar í goggunarröðinni en Guðlaugur Victor Pálsson. Stefan Ivanovic/Pixsell/MB Media/Getty Images Búinn að eigna sér hægri bakvarðarstöðuna og er vel að henni kominn. Traustur varnarlega og á oft fína spretti sóknarlega þó hann sé ekki eins ógnandi og Logi hinum megin. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður [6] Er stundum illa staðsettur, á það til að æða upp með sóknarmanni og fá boltann yfir sig. Gerðist rétt eftir að Ísland komst yfir og leiddi næstum því til jöfnunarmarks Svartfjallalands, en sem betur fer vann Guðlaugur vel undir hann og bjargaði málunum. Markið hélst hreint samt sem áður og yfir því verður ekki kvartað. Aron Einar Gunnarsson, miðvörður, spilaði of lítið til að fá einkunn Byrjaði sem miðvörður í fyrsta landsleiknum í heilt ár en þurfti að víkja af velli vegna meiðsla eftir aðeins átján mínútur. Aron hélt um aftanvert lærið og mun ólíklega getað tekið þátt gegn Wales á þriðjudaginn. Logi Tómasson, vinstri bakvörður [6] Logi Tómasson skoraði tvö eftirminnileg mörk gegn Wales í síðasta landsleikjaglugga.Stefan Ivanovic/Pixsell/MB Media/Getty Images Sótti upp vænginn og ógnaði sóknarlega. Fékk gult spjald fyrir óþarfa brot undir lok fyrri hálfleiks og verður því í banni gegn Wales á þriðjudag. Stefán Teitur Þórðarson, miðjumaður [6] Stefán Teitur var mættur aftur á miðjuna eftir að hafa tekið út bann í síðasta leik.Stefan Ivanovic/Pixsell/MB Media/Getty Images Vallaraðstæður gerðu honum erfitt fyrir, boltinn rúllaði illa og skoppaði skringilega, erfitt að keyra upp völlinn til að taka þátt í sóknarleiknum eins og hann gerir oft svo vel. Gerðist ekki sekur um mörg mistök en skapaði heldur ekkert. Var tekinn af velli á 68. mínútu fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður [7] Arnór Ingvi TraustasonEPA-EFE/STRINGER Þindarlaus og út um allt, endalaus vinnsla og dugnaður. Komst í hörkufæri og átti fast skot framhjá markinu eftir um hálftíma leik. Reyndi að sprengja upp í skyndisókn í upphafi seinni hálfleiks, var rifinn niður og fiskaði gult spjald á Svartfelling. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður [6] Jóhann byrjaði á hægri vængnum, sem er hans upprunalega staða en undanfarið hefur hann mikið verið á miðjunni.Stefan Ivanovic/Pixsell/MB Media/Getty Images Sótti mikið inn á völlinn. Fékk fínt færi rétt fyrir hálfleik en náði ekki nógu góðu skoti. Var meira úti á kanti í fyrri hálfleik en var í raun orðinn miðjumaður í seinni hálfleik. Vildi komast á boltann og stýra spilinu. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður [5] Jón Dagur tók út leikbann í síðasta landsleik en mætti aftur á vinstri vænginn í dag. EPA-EFE/STRINGER Gaf frábæra stungusendingu á Orra Stein og skapaði fyrsta dauðafæri leiksins eftir um tíu mínútur. Sást afar lítið til hans eftir það. Var tekinn af velli á 68. mínútu fyrir Mikael Egil. Orri Steinn Óskarsson, framherji [8] Orri Steinn Óskarsson skoraði glæsilegt mark í síðasta landsleik gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli. Stefan Ivanovic/Pixsell/MB Media/Getty Images Klúðraði dauðafæri eftir rétt rúmar tíu mínútur. Völlurinn ekki að hjálpa og móttakan erfið en illa farið með frábært færi, skaut fyrst í varnarmann og svo í hliðarnetið. Fékk aftur góða stöðu í upphafi seinni hálfleiks, hitti þá á markið en það var varið. Andri Lucas var í hættulegu hlaupi og hefði eflaust þegið sendingu. Það tókst þó í þriðju tilraun að koma boltanum í netið. Var vel staðsettur og kláraði færið af yfirvegun eftir flottan undirbúning. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji [6] Andri Lucas Guðjohnsen leitar mikið niður á völlinn og er mikilvægur uppspilspunktur fyrir Ísland. Stefan Ivanovic/Pixsell/MB Media/Getty Images Fór afar lítið fyrir honum en átti flotta stoðsendingu í öðru marki Íslands. Guðlaugur Victor Pálsson [6], kom inn á fyrir Aron Einar á 18. mínútu Ekkert út á hans frammistöðu að setja. Leysti erfitt verkefni vel. Mikael Egill Ellertsson [7], kom inn á fyrir Jón Dag á 68. mínútu Frábær innkoma, gaf stoðsendingu eftir aðeins örfáar mínútur inni á vellinum. Hefði verið hægt að skjóta í fljótfærni en dempaði boltann frekar fyrir Orra sem var í betra færi. Fékk fína hlaupabraut og slapp næstum því einn í gegn í uppbótartíma en tókst ekki alveg að sleppa frá varnarmanni. Maður leiksins - Ísak Bergmann Jóhannesson [8], kom inn á fyrir Stefán Teit á 68. mínútu Ísak fagnar markinu.EPA-EFE/STRINGER Var settur inn til að glæða sóknarleik liðsins nýju lífi og gerði það stórvel. Ógnaði með hlaupum fram á við og skapaði mikla hættu. Var maðurinn sem leitað var að í fyrsta marki Íslands, þó boltinn hafi ekki ratað til hans þá. Kom sér síðan í annað frábært færi og skoraði úr því rétt áður en leiknum lauk. Gjörbreytti leiknum með sinni innkomu og er vel að valinu kominn. Willum Þór Willumsson kom inn á fyrir Orra Stein á 90. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sjá meira