Fótbolti

Treystir hópnum og vonar að ferskir fætur geri gæfu­muninn

„Við getum ekki útilokað neitt fyrr en það er ómögulegt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide aðspurður hvort möguleikar Íslands á að ná 2. sæti í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu væru úr sögunni. Hann reiknar með að gera breytingar fyrir leik kvöldsins gegn Bosníu og Hersegóvínu.

Fótbolti

Ís­land ekki tapað fjórum leikjum í röð síðan 2007

Ísland mætir Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni EM karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Íslenska liðið hefur tapað þremur leikjum í röð en fara þarf aftur til ársins 2007 til að finna undankeppni þar sem Ísland tapaði fjórum leikjum í röð.

Fótbolti

Segir af sér eftir ó­við­eig­andi tals­máta

Hinn 71 árs gamli Bruce Arenas hefur sagt af sér sem þjálfari og yfirmaður íþróttamála hjá New England Revolution í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Hann var settur til hliðar í ágúst síðastliðnum vegna rannsóknar deildarinnar á óviðeigandi talsmáta þjálfarans.

Fótbolti

Koss dauðans hjá Rubiales

Luis Rubiales hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Þetta staðfesti hann í spjallþætti með Piers Morgan í kvöld.

Fótbolti

Eiður Smári spilaði leik til heiðurs Vialli

Eiður Smári Guðjohnsen og fyrrverandi liðsfélagar hans hjá Chelsea spiluðu í gær leik til heiðurs fyrrverandi samherja sínum Gianluca Vialli sem lést eftir baráttu sína við krabbamein í upphafi þessa árs. 

Fótbolti

Allt í hnút í fallbaráttunni fyrir lokaumferðina

Tindastóll bar sigurorð af Selfossi í næstsíðustu umferð í keppni liðanna í neðri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta á Jáverk-vellinum í dag. Tindastóll mun heyja harða og æsispennandi baráttu um að forðast fall úr deildinni í lokaumferð deildarinnar. 

Fótbolti

Højbjerg kom danska liðinu til bjargar

Pierre-Emile Højbjerg reyndist danska karlalandsliðinu í fótbolta gulls ígildi þegar liðið vann nauman 1-0 sigur á móti Finnlandi í undankeppni EM 2024 á Ólympíuleikvangnum í Helsinki i dag. 

Fótbolti

Í­hugar að skipta um lands­lið

Harvey Barnes veltir því nú fyrir sér að skipta um landslið og spila fyrir hönd Skotlands. Barnes hefur leikið einn landsleik fyrir England en skoskur bakgrunnur hans opnar á möguleika á skiptum.

Enski boltinn

Selja gras á 60 þúsund kall

Aðdáendur Barcelona á Spáni geta nú eignast grasblett af Nývangi, heimavelli liðsins, sem verið er að gera upp. Grasbletturinn er til sölu við vinnusvæðið sem umlykur leikvanginn sögufræga.

Fótbolti