Íslenski boltinn

Geir fer aftur í Vestur­bæinn

Valur Páll Eiríksson skrifar
Geir Þorsteinsson var formaður og framkvæmdastjóri KSÍ um árabil. Fyrir það starfaði hann meðal annars sem framkvæmdastjóri KR. Nú verður hann sérstakur rekstrarstjóri knattspyrnudeildar félagsins.
Geir Þorsteinsson var formaður og framkvæmdastjóri KSÍ um árabil. Fyrir það starfaði hann meðal annars sem framkvæmdastjóri KR. Nú verður hann sérstakur rekstrarstjóri knattspyrnudeildar félagsins. vísir/vilhelm

Geir Þorsteinsson mun taka við starfi hjá Knattspyrnufélagi Reykjavíkur um áramótin. Hann er ráðinn af knattspyrnudeild félagsins sem rekstrarstjóri.

Geir hefur starfað sem framkvæmdastjóri Leiknis í Breiðholti síðustu ár og var áður framkvæmdastjóri ÍA. Hann starfaði fyrir KSÍ í tvo áratugi, sem framkvæmdastjóri frá 1997 til 2007 og sem formaður frá 2007 til 2017. Fyrir það sinnti hann stjórnunarstöfum hjá KR, en hann er uppalinn KR-ingur.

Hann snýr nú aftur í Vesturbæinn sem rekstrarstjóri knattspyrnudeildar. Þetta staðfestir Þórhildur Garðarsdóttir, formaður KR, í samtali við Vísi. Geir tekur til starfa um áramótin.

Hjörvar Hafliðason greindi frá því í hlaðvarpi sínu Dr. Football að Geir yrði framkvæmdastjóri félagsins en svo er ekki. Pálmi Rafn Pálmason sinnir áfram starfi framkvæmdastjóra, enda nýtekinn við því af Bjarna Guðjónssyni í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×