Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. nóvember 2024 20:45 Daníel Hafsteinsson var frábær í úrslitum Mjólkurbikarsins er KA lagði Víking. Vísir/Diego Það er nóg um að vera hjá liðum í Bestu deild karla í fótbolta þó deildin sé farin í vetrarfrí. Liðin eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir næsta ár og því er af nægu að taka þessa dagana. Daníel Hafsteinsson rifti samningi sínum við bikarmeistara KA að tímabilinu loknu. Miðjumaðurinn átti mjög gott tímabil á miðjunni hjá Akureyringum og er eftirsóttur. Nú hefur Fótbolti.net greint frá því að Víkingar séu með Daníel í sigtinu. Hinn 25 ára gamli Daníel er uppalinn hjá KA og hefur spilað einn A-landsleik á ferlinum. Hann var á sínum tíma seldur til Helsingborg í Svíþjóð og lék sumarið 2020 með FH á láni frá sænska félaginu. Framherjinn Andri Rúnar Bjarnason sé að semja við Stjörnuna samkvæmt heimildum Vísis. Fótbolti.net greindi hins vegar fyrst frá. Andri Rúnar hjálpaði Vestra að halda sæti sínu í efstu deild í sumar og var virkilega öflugur á lokasprettinum. Hann ákvað hins vegar að vera ekki áfram á Vestfjörðum fjölskyldunnar vegna og er nú að semja í Garðabænum. Andri Rúnar er alinn upp fyrir vestan en hefur einnig spilað með Víking, Grindavík, Val og ÍBV hér á landi ásamt því að hann lék með Kaiserslautern í Þýskalandi, Helsingborg í Svíþjóð og Esbjerg í Danmörku. Andri Rúnar fagnar þrennu gegn Fram í sumar.Vísir/Viktor Freyr KR-ingar hafa verið duglegir að semja við leikmenn en að sama skapi hafa margir horfið á braut. Nú hefur verið greint frá því að hinn 19 ára gamli Lúkas Magni Magnason hafi rift samningi sínum við félagið. Það staðfesti Óskar Hrafn Þorvaldsson í viðtali við Fótbolti.net. Lúkas Magni gekk í raðir KR fyrir tímabilið 2023. Samningur hans í Vesturbænum var til loka tímabilsins 2027 en fyrr á þessu ári hélt hann til Bandaríkjanna til að spila með Clemson-háskólanum á skólastyrk. Åge Vuk Oskar Dimitrijevic er samningslaus um þessar mundir eftir að samningur hans við FH rann út. Hann er orðaður við uppeldisfélagið Leikni Reykjavík en vill vera áfram í efstu deild. Jafnframt virðist landsbyggðin horfa til Vuk en Fótbolti.net greinir frá því að Vestri, KA og ÍBV séu öll með augastað á þessum skemmtilega vængmanni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Tólf leikmenn komnir til KR KR kynnti þrjá nýja leikmenn karlaliðs félagsins í fótbolta til leiks í gær. Alls hefur KR fengið tólf nýja leikmenn til sín fyrir næsta tímabil. 25. nóvember 2024 12:02 FH-ingar kynntu Birki og Braga FH-ingar opinberuðu tvo nýjustu leikmenn sína á miðlum sínum í gærkvöldi. 25. nóvember 2024 07:17 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Sjá meira
Daníel Hafsteinsson rifti samningi sínum við bikarmeistara KA að tímabilinu loknu. Miðjumaðurinn átti mjög gott tímabil á miðjunni hjá Akureyringum og er eftirsóttur. Nú hefur Fótbolti.net greint frá því að Víkingar séu með Daníel í sigtinu. Hinn 25 ára gamli Daníel er uppalinn hjá KA og hefur spilað einn A-landsleik á ferlinum. Hann var á sínum tíma seldur til Helsingborg í Svíþjóð og lék sumarið 2020 með FH á láni frá sænska félaginu. Framherjinn Andri Rúnar Bjarnason sé að semja við Stjörnuna samkvæmt heimildum Vísis. Fótbolti.net greindi hins vegar fyrst frá. Andri Rúnar hjálpaði Vestra að halda sæti sínu í efstu deild í sumar og var virkilega öflugur á lokasprettinum. Hann ákvað hins vegar að vera ekki áfram á Vestfjörðum fjölskyldunnar vegna og er nú að semja í Garðabænum. Andri Rúnar er alinn upp fyrir vestan en hefur einnig spilað með Víking, Grindavík, Val og ÍBV hér á landi ásamt því að hann lék með Kaiserslautern í Þýskalandi, Helsingborg í Svíþjóð og Esbjerg í Danmörku. Andri Rúnar fagnar þrennu gegn Fram í sumar.Vísir/Viktor Freyr KR-ingar hafa verið duglegir að semja við leikmenn en að sama skapi hafa margir horfið á braut. Nú hefur verið greint frá því að hinn 19 ára gamli Lúkas Magni Magnason hafi rift samningi sínum við félagið. Það staðfesti Óskar Hrafn Þorvaldsson í viðtali við Fótbolti.net. Lúkas Magni gekk í raðir KR fyrir tímabilið 2023. Samningur hans í Vesturbænum var til loka tímabilsins 2027 en fyrr á þessu ári hélt hann til Bandaríkjanna til að spila með Clemson-háskólanum á skólastyrk. Åge Vuk Oskar Dimitrijevic er samningslaus um þessar mundir eftir að samningur hans við FH rann út. Hann er orðaður við uppeldisfélagið Leikni Reykjavík en vill vera áfram í efstu deild. Jafnframt virðist landsbyggðin horfa til Vuk en Fótbolti.net greinir frá því að Vestri, KA og ÍBV séu öll með augastað á þessum skemmtilega vængmanni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Tólf leikmenn komnir til KR KR kynnti þrjá nýja leikmenn karlaliðs félagsins í fótbolta til leiks í gær. Alls hefur KR fengið tólf nýja leikmenn til sín fyrir næsta tímabil. 25. nóvember 2024 12:02 FH-ingar kynntu Birki og Braga FH-ingar opinberuðu tvo nýjustu leikmenn sína á miðlum sínum í gærkvöldi. 25. nóvember 2024 07:17 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Sjá meira
Tólf leikmenn komnir til KR KR kynnti þrjá nýja leikmenn karlaliðs félagsins í fótbolta til leiks í gær. Alls hefur KR fengið tólf nýja leikmenn til sín fyrir næsta tímabil. 25. nóvember 2024 12:02
FH-ingar kynntu Birki og Braga FH-ingar opinberuðu tvo nýjustu leikmenn sína á miðlum sínum í gærkvöldi. 25. nóvember 2024 07:17