Fótbolti

Blikar horfa út fyrir land­steinana

Breiðablik er í þann mund að semja við tvo leikmenn frá Skandinavíu sem munu leika með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Annar er Dani sem spilaði síðast í Færeyjum og hinn er norskur framherji sem hefur nær eingöngu spilað í heimalandinu.

Íslenski boltinn

Kefla­vík rúllaði yfir FH

FH tók á móti Keflavík í Lengjubikar karla í knattspyrnu í kvöld. Fór það svo að gestirnir, sem leikur í Lengjudeildinni á komandi leiktíð, rúlluðu yfir heimamenn. Lokatölur í Skessunni í Hafnafirði 1-4.

Íslenski boltinn

Orra-laust FCK vann mikil­vægan sigur

Orri Steinn Óskarsson var ekki í leikmannahóp FC Kaupmannahafnar þegar liðið FC Nordsjælland 2-0 í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson var hins vegar í hópnum en hann sat á bekknum að þessu sinni.

Fótbolti

Glódís Perla gefur treyjur sínar og skó

Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir kemur heldur betur sterk inn fyrir „Einstök börn“ sem er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni.

Fótbolti

Segist aldrei hafa unnið jafn ein­stakan titil

Jürgen Klopp hefur staðið uppi sem Englands-, Þýskalands- og Evrópumeistari á ferli sínum sem knattspyrnuþjálfari en sigur Liverpool á Chelsea í úrslitum enska deildarbikarsins ber höfuð og herðar yfir hina samkvæmt viðtali Þjóðverjans að leik loknum.

Enski boltinn

Modrić hetja Real Madríd

Gamla brýnið Luka Modrić reyndist hetja toppliðs Real Madríd þegar hann skoraði eina markið í sigri á Sevilla í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í kvöld. Sigurinn þýðir að Real er nú með 8 stiga forskot á toppi deildarinnar.

Fótbolti

Ekkert fær Inter stöðvað

Inter, topplið Serie A – ítölsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, stefnir hraðbyr á meistaratitilinn þar í landi. Liðið vann 4-0 sigur á Lecce í dag á meðan nágrannar þess í AC Milan gerðu 1-1 jafntefli við Atalanta.

Fótbolti

„Þurfa að finna sárs­aukann“

„Við sköpuðum fjögur til sex frábær færi en tókst ekki að skora,“ sagði heldur súr Mauricio Pochettino eftir 0-1 tap sinna manna í Chelsea gegn Liverpool í úrslitum enska deildarbikarsins í dag. Chelsea kom boltanum vissulega einu sinni í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Enski boltinn