„Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2025 19:31 Þorsteinn Halldórsson var ánægður með margt í leik íslenska liðsins í kvöld. Vísir/Anton Brink Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var ánægður með leik liðsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni í kvöld, þrátt fyrir að íslensku stelpunum hafi ekki tekist að sækja sigurinn. Íslenska liðið var í bílstjórasætinu stærstan hluta leiksins og skapaði sér nóg af færum í leik kvöldsins. Inn vildi boltinn þó ekki og niðurstaðan varð markalaust jafntefli. „Ég var ánægður með leikinn og ég var ánægður með margt sem við gerðum. Við sköpuðum okkur færi til að skora, en vissulega fengu þær einhver færi líka, en heilt yfir fannst mér við sterkari aðilinn í þessum leik,“ sagði Þorsteinn í leikslok. „Eins og ég segi þá sköpuðum við færi til að skora og auðvitað eru það ákveðin vonbrigði að skora ekki, en við verðum líka að horfa í frammistöðuna og heilt yfir fannst mér hún góð. Ég er að mörgu leyti sáttur við margt af því sem við vorum að gera.“ Þorsteinn gerði fimm breytingar á íslenska liðinu frá síðasta leik og neyddist til að hafa fyrirliðann Glódísi Perlu Viggósdóttur utan hóps í fyrsta skipti í fjölda ára. Hann segir liðið þó hafa náð að stilla strengi sína. „Mér fannst dýnamíkin bara góð. Leikmenn voru að stíga upp og gerðu margt af því sem var lagt fyrir þá. Við spiluðum þennan leik bara heilt yfir vel. Ég er sáttur við margt og ég er sáttur við hugrekkið og kraftinn í þeim. Við vorum að skapa okkur færi til að skora, en það datt ekki með okkur í dag. Ef við spilum af þessum krafti og áræðni á þriðjudaginn þá fáum við enn betri úrslit þar.“ Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi haft yfirhöndina stærstan hluta leiksins fékk norska liðið sín færi til að koma boltanum yfir línuna. Þau færi fengu Norðmenn þó yfirleitt eftir mistök íslenska liðsins, sem Þorsteinn vonar að leikmenn hafi náð að hrista af sér. „Ég ætla að vona það. Mér fannst við aldrei vera í vandræðum með þær. Þetta var meira þannig að við að gefa þeim möguleika á því að komast í dauðafæri og allt það, eða koma þeim í færi eftir smá mistök hjá okkur.“ „En mér fannst þær aldrei ná að spila okkur sundur og saman. Auðvitað lágu þær aðeins á okkur á kafla þarnar í seinni hálfleik þar sem við duttum aðeins niður, en við töluðum um það fyrir leik að það kemur alltaf kafli í fótboltaleik þar sem þú þarft að verjast og þú þarft bara að elska það. Mér fannst við bara gera það vel og ég var ekkert stressaður yfir því. Svo komum okkur bara inn í þetta hægt og rólega aftur og hefðum alveg getað skorað.“ Þá segir hann mikilvægt að hamra járnið á meðan það er heitt og taka jákvæða frammistöðu með sér í næsta leik, þó úrslitin hafi ekki dottið með íslenska liðinu í kvöld. „Ég held að við getum algjörlega horft á þetta þannig. Við þurfum bara að hrista þennan leik úr okkur og svo þurfum við bara að mæta klárar á þriðjudaginn og fá jafnvel enn betri frammistöðu. Það er allavega lágmark að fá sömu ákefð, sama kraft og sama þor í liðið og þá munum við vinna á þriðjuaginn,“ sagði Þorsteinn að lokum, en íslenska liðið tekur á móti Sviss næstkomandi þriðjudag. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Íslenska liðið var í bílstjórasætinu stærstan hluta leiksins og skapaði sér nóg af færum í leik kvöldsins. Inn vildi boltinn þó ekki og niðurstaðan varð markalaust jafntefli. „Ég var ánægður með leikinn og ég var ánægður með margt sem við gerðum. Við sköpuðum okkur færi til að skora, en vissulega fengu þær einhver færi líka, en heilt yfir fannst mér við sterkari aðilinn í þessum leik,“ sagði Þorsteinn í leikslok. „Eins og ég segi þá sköpuðum við færi til að skora og auðvitað eru það ákveðin vonbrigði að skora ekki, en við verðum líka að horfa í frammistöðuna og heilt yfir fannst mér hún góð. Ég er að mörgu leyti sáttur við margt af því sem við vorum að gera.“ Þorsteinn gerði fimm breytingar á íslenska liðinu frá síðasta leik og neyddist til að hafa fyrirliðann Glódísi Perlu Viggósdóttur utan hóps í fyrsta skipti í fjölda ára. Hann segir liðið þó hafa náð að stilla strengi sína. „Mér fannst dýnamíkin bara góð. Leikmenn voru að stíga upp og gerðu margt af því sem var lagt fyrir þá. Við spiluðum þennan leik bara heilt yfir vel. Ég er sáttur við margt og ég er sáttur við hugrekkið og kraftinn í þeim. Við vorum að skapa okkur færi til að skora, en það datt ekki með okkur í dag. Ef við spilum af þessum krafti og áræðni á þriðjudaginn þá fáum við enn betri úrslit þar.“ Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi haft yfirhöndina stærstan hluta leiksins fékk norska liðið sín færi til að koma boltanum yfir línuna. Þau færi fengu Norðmenn þó yfirleitt eftir mistök íslenska liðsins, sem Þorsteinn vonar að leikmenn hafi náð að hrista af sér. „Ég ætla að vona það. Mér fannst við aldrei vera í vandræðum með þær. Þetta var meira þannig að við að gefa þeim möguleika á því að komast í dauðafæri og allt það, eða koma þeim í færi eftir smá mistök hjá okkur.“ „En mér fannst þær aldrei ná að spila okkur sundur og saman. Auðvitað lágu þær aðeins á okkur á kafla þarnar í seinni hálfleik þar sem við duttum aðeins niður, en við töluðum um það fyrir leik að það kemur alltaf kafli í fótboltaleik þar sem þú þarft að verjast og þú þarft bara að elska það. Mér fannst við bara gera það vel og ég var ekkert stressaður yfir því. Svo komum okkur bara inn í þetta hægt og rólega aftur og hefðum alveg getað skorað.“ Þá segir hann mikilvægt að hamra járnið á meðan það er heitt og taka jákvæða frammistöðu með sér í næsta leik, þó úrslitin hafi ekki dottið með íslenska liðinu í kvöld. „Ég held að við getum algjörlega horft á þetta þannig. Við þurfum bara að hrista þennan leik úr okkur og svo þurfum við bara að mæta klárar á þriðjudaginn og fá jafnvel enn betri frammistöðu. Það er allavega lágmark að fá sömu ákefð, sama kraft og sama þor í liðið og þá munum við vinna á þriðjuaginn,“ sagði Þorsteinn að lokum, en íslenska liðið tekur á móti Sviss næstkomandi þriðjudag.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira