Á góðar minningar frá Þróttaravellinum Aron Guðmundsson skrifar 4. apríl 2025 11:31 Hildur í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Getty Íslenska landsliðskonan Hildur Antonsdóttir er klár í að byrja gegn Noregi í Þjóðadeildinni í fótbolta seinna í dag eftir að hafa glímt við meiðsli upp á síðkastið. Hún er sérstaklega spennt fyrir því að spila á heimavelli Þróttar Reykjavíkur, frá þeim velli á hún góðar minningar. Hildur hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði en hefur í aðdraganda þessa landsliðsverkefnis náð að æfa á fullu þó svo að varlega hafi verið farið í sakirnar varðandi mínútur hennar inn á vellinum með félagsliðinu Madrid CFF. „Endurhæfingin hefur gengið mjög vel. Það gerist í byrjun febrúar að ég ríf eitthvað smá aftan í læri. En það er búið að hugsa mjög vel um mig úti og við höfum verið varkár í endurkomunni þar sem að þessi meiðsli geta tekið sig upp. Við höfum farið mjög varlega, ég er búin að vera æfa núna síðustu fjórar vikur en ekki verið að spila til þess að halda mér góðri.“ Klippa: Hildur um veruna í Madrid og landsleik dagsins Erum við þá komin á það stig núna að þú getir byrjað leikinn gegn Noregi? „Ég má allavegana spila leiki. Ég er til í það.“ Hildur gekk í raðir Madrid CFF í spænsku úrvalsdeildinni frá Fortuna Sittard í Hollandi í fyrra og líkar veran þar mjög vel. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegur og lærdómsríkur tími. Þetta er öðruvísi fótbolti, öðruvísi æfingar og ég þurfti alveg nokkrar vikur til þess að venjast álaginu en heilt yfir hefur þetta verið frábær lífsreynsla, ég er búin að læra margt.“ En er maður að leggja það á sig að læra spænskuna? „Já ég fer í spænsku tíma tvisvar sinnum í viku. Æfingarnar hjá okkur fara fram á spænsku og í liðinu eru nokkrir leikmenn sem tala bara spænsku. Maður þarf því að læra það.“ Íslenska kvennalandsliðið mætir Noregi seinna í dag í Þjóðadeildinni. Leikið verður á heimavelli Þróttar Reykjavíkur þar sem að Laugardalsvöllurinn er ekki leikhæfur og Hildur bíður í ofvæni eftir því að spila á Þróttaravellinum. „Ég á mjög góðar minningar frá Þróttaravellinum, sneri. Fyrsti leikurinn minn eftir að hafa slitið krossband var á þessum velli og síðast þegar að ég spilaði þarna skoraði ég tvö mörk. Ég er mjög spennt fyrir leiknum þarna. Leikur Íslands og Noregs hefst klukkan korter í fimm í dag og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur áhyggjur af stöðunni á Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir Evrópumótið í sumar. Hann segir að í versta falli gæti hún misst af mótinu. 3. apríl 2025 13:10 Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni. 3. apríl 2025 12:50 „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Ingibjörg Sigurðardóttir kveðst stolt af því að bera fyrirliðabandið hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í næstu tveimur leikjum þess. Hún segist eflast með aukinni ábyrgð. 3. apríl 2025 14:47 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Sjá meira
Hildur hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði en hefur í aðdraganda þessa landsliðsverkefnis náð að æfa á fullu þó svo að varlega hafi verið farið í sakirnar varðandi mínútur hennar inn á vellinum með félagsliðinu Madrid CFF. „Endurhæfingin hefur gengið mjög vel. Það gerist í byrjun febrúar að ég ríf eitthvað smá aftan í læri. En það er búið að hugsa mjög vel um mig úti og við höfum verið varkár í endurkomunni þar sem að þessi meiðsli geta tekið sig upp. Við höfum farið mjög varlega, ég er búin að vera æfa núna síðustu fjórar vikur en ekki verið að spila til þess að halda mér góðri.“ Klippa: Hildur um veruna í Madrid og landsleik dagsins Erum við þá komin á það stig núna að þú getir byrjað leikinn gegn Noregi? „Ég má allavegana spila leiki. Ég er til í það.“ Hildur gekk í raðir Madrid CFF í spænsku úrvalsdeildinni frá Fortuna Sittard í Hollandi í fyrra og líkar veran þar mjög vel. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegur og lærdómsríkur tími. Þetta er öðruvísi fótbolti, öðruvísi æfingar og ég þurfti alveg nokkrar vikur til þess að venjast álaginu en heilt yfir hefur þetta verið frábær lífsreynsla, ég er búin að læra margt.“ En er maður að leggja það á sig að læra spænskuna? „Já ég fer í spænsku tíma tvisvar sinnum í viku. Æfingarnar hjá okkur fara fram á spænsku og í liðinu eru nokkrir leikmenn sem tala bara spænsku. Maður þarf því að læra það.“ Íslenska kvennalandsliðið mætir Noregi seinna í dag í Þjóðadeildinni. Leikið verður á heimavelli Þróttar Reykjavíkur þar sem að Laugardalsvöllurinn er ekki leikhæfur og Hildur bíður í ofvæni eftir því að spila á Þróttaravellinum. „Ég á mjög góðar minningar frá Þróttaravellinum, sneri. Fyrsti leikurinn minn eftir að hafa slitið krossband var á þessum velli og síðast þegar að ég spilaði þarna skoraði ég tvö mörk. Ég er mjög spennt fyrir leiknum þarna. Leikur Íslands og Noregs hefst klukkan korter í fimm í dag og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur áhyggjur af stöðunni á Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir Evrópumótið í sumar. Hann segir að í versta falli gæti hún misst af mótinu. 3. apríl 2025 13:10 Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni. 3. apríl 2025 12:50 „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Ingibjörg Sigurðardóttir kveðst stolt af því að bera fyrirliðabandið hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í næstu tveimur leikjum þess. Hún segist eflast með aukinni ábyrgð. 3. apríl 2025 14:47 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Sjá meira
Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur áhyggjur af stöðunni á Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir Evrópumótið í sumar. Hann segir að í versta falli gæti hún misst af mótinu. 3. apríl 2025 13:10
Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni. 3. apríl 2025 12:50
„Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Ingibjörg Sigurðardóttir kveðst stolt af því að bera fyrirliðabandið hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í næstu tveimur leikjum þess. Hún segist eflast með aukinni ábyrgð. 3. apríl 2025 14:47