Fréttir

Stærsti skjálftinn í nótt 3,7 stig

Tæplega hundrað skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesinu frá miðnætti, sá stærsti upp á 3,7 stig. Sá kom rétt fyrir klukkan eitt í nótt og var á fimm kílómetra dýpi, 4,6 kílómetra norðvestur af Grindavík.

Innlent

Hjólin éti upp árangurinn

Samhliða fjölgun rafhlaupahjólaslysa fjarlægjast Íslendingar markmið um fækkun umferðarslysa. Samfélagslegur kostnaður af umferðarslysum er talinn nema um fjörutíu milljörðum á ári.

Innlent

Vel undir­búin fari að gjósa

Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Framkvæmdastjóri lónsins segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup.

Innlent

Fjögurra bif­reiða á­rekstur

Sjúkralið og lögregla voru kölluð til í dag vegna fjögurra bifreiða áreksturs í umdæmi lögreglustöðvar tvö, sem þjónustar Hafnarfirði og Garðabæ í dag. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Við ræðum við framkvæmdastjóra Blá lónsins í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 en hann segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup.

Innlent

„Hvert land verður að bera ábyrgð á atkvæði sínu“

Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, segir aldrei hafa komið til greina að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun Jórdaníu um vopnahlé á Gasa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hann segir hverja Norðurlandaþjóð verða að taka ákvörðun fyrir sig. Þjóðirnar séu þegar á heildina er litið sammála.

Erlent

Trump klikkar meira og gæti misst eitt sitt besta vopn

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, og stuðningsmenn hans gera iðulega grín að háum aldri Joe Biden, núverandi forseta og forsetaframbjóðanda. Trump er þó einungis þremur árum yngri en Biden og gerir sjálfur reglulega mistök.

Erlent

Um þrjú hundruð börn bíða heyrnar­mælingar

Ófremdaráastand ríkir hjá heyrnarskertum og heilbrigðiskerfið hafa sofið á verðinum að sögn forstjóra Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands. Tvö þúsund manns bíða nú þjónustu og þar af eru tæplega þrjú hundruð börn

Innlent

Haukar og starfs­fólk BM Vallár harmi slegin

Starfsfólk BM Vallá er harmi slegið vegna banaslyss sem varð við Ásvelli í Hafnarfirði á sjötta tímanum í gær. Knattspyrnufélagið Haukar sendir fjölskyldu átta ára drengs sem lést samúðarkveðjur. Hann var iðkandi hjá félaginu.

Innlent