Verða boðaðir á fund lögreglu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. júní 2025 12:06 Egill Einarsson, Steinþór Hróar Steinþórsson betur þekktur sem Steindi jr. og Auðunn Blöndal á sviði í höllinni um helgina. Vísir/Viktor Freyr Skipuleggjendur stórtónleika FM95BLÖ í Laugardalshöll um helgina þar sem mikill troðningur átti sér stað verða boðaðir á fund lögreglu í vikunni. Skipuleggjendur hafa ekki gefið kost á viðtölum í dag en formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara gagnrýnir þá harðlega og segir heppni að enginn hafi dáið. Örtröð myndaðist í Laugardalshöll um helgina á stórtónleikum útvarpsþáttarins FM95BLÖ þegar hlé var gert á dagskrá tónleikana um miðbik þeirra. Fimmtán manns leituðu á bráðamótttöku eftir tónleikana og einn lagður inn á sjúkrahús. Aðstandendur tónleikanna voru þeir Auðunn Blöndal, Steinþór Hróar Steinþórsson og Egill Einarsson en skipulag var á vegum Nordic Live Events. Fréttastofa hefur ekki náð tali af aðstandendum það sem af er degi en Björgvin Þór Rúnarsson eigandi Nordic Live Events baðst undan viðtali. Áður hafði hann sagt í tilkynningu að sér þætti málið miður og er sömu sögu að segja um Auðunn Blöndal sem sagði á samfélagsmiðlum glatað að heyra að fólk hefði meitt sig. Í svörum frá lögreglu til fréttastofu segir að skipuleggjendur verði boðaðir á fund vegna málsins í vikunni. Þar verði farið yfir skipulagið og það sem misfórst. Ísleifur Þórhallsson formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara gagnrýndi skipuleggjendur harðlega í Bítinu. Gagnrýnir skipuleggjendur fyrir svör „Þú getur ekkert verið að tala um það að tónleikarnir hafi gengið vel að öðru leyti. Ef þetta gerist og stór hluti gestanna er bókstaflega í lífshættu og stór hluti gestanna er bókstaflega traumatised eftir að hafa farið á tónleika sem eiga að vera skemmtun, þetta eiga að vera bestu minnningar lífs þíns og þetta breytist í verstu minningar lífs þíns þá getur þú ekkert stigið fram og sagt það að þetta hafi gengið vel að öðru leyti. Þetta gerðist, þetta var fyrirsjáanlegt miðað við hvernig þú skipulagðir tónleikana og þú klikkaðir,“ sagði Ísleifur Þórhallsson formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara í Bítinu. „Þú getur ekkert verið að tala um það að tónleikarnir hafi gengið vel að öðru leyti. Ef þetta gerist og stór hluti gestanna er bókstaflega í lífshættu og stór hluti gestanna er bókstaflega traumatised eftir að hafa farið á tónleika sem eiga að vera skemmtun, þetta eiga að vera bestu minnningar lífs þíns og þetta breytist í verstu minningar lífs þíns þá getur þú ekkert stigið fram og sagt það að þetta hafi gengið vel að öðru leyti. Þetta gerðist, þetta var fyrirsjáanlegt miðað við hvernig þú skipulagðir tónleikana og þú klikkaðir.“ Augljóst sé að skipuleggjendur og aðstandendur tónleikanna hafi ekki tekið hlutverk sitt nægilega alvarlega, hólfaskiptingu hafi vantað alveg og öryggisgæsla ekki nægjanleg. Hann segir spurningar vakna um regluverkið og skoða þurfi hverjum sé leyft að halda tónleika hér á landi. „Það er bara mjög sorglegt að svona aðilum sé hleypt af stað og þeir haldi það að þú getir bara ákveðið það að vera tónleikahaldari og þú tekur þitt hlutverk ekki alvarlega og þeir eru bara heppnir að enginn hafi dáið.“ Tónleikar á Íslandi Tónlist Lögreglumál FM95BLÖ Tengdar fréttir „Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1. júní 2025 15:23 „Glatað að heyra af því að fólk hafi meitt sig“ Auðunn Blöndal, forsprakki þríeykis FM95BLÖ hefur tjáð sig um atburði gærdagsins á tónleikum þeirra. Fimmtán einstaklingar hafa leitað á bráðamóttökuna vegna troðnings. 1. júní 2025 18:04 Stutt pása hleypti öllu í bál og brand Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. 1. júní 2025 12:39 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Örtröð myndaðist í Laugardalshöll um helgina á stórtónleikum útvarpsþáttarins FM95BLÖ þegar hlé var gert á dagskrá tónleikana um miðbik þeirra. Fimmtán manns leituðu á bráðamótttöku eftir tónleikana og einn lagður inn á sjúkrahús. Aðstandendur tónleikanna voru þeir Auðunn Blöndal, Steinþór Hróar Steinþórsson og Egill Einarsson en skipulag var á vegum Nordic Live Events. Fréttastofa hefur ekki náð tali af aðstandendum það sem af er degi en Björgvin Þór Rúnarsson eigandi Nordic Live Events baðst undan viðtali. Áður hafði hann sagt í tilkynningu að sér þætti málið miður og er sömu sögu að segja um Auðunn Blöndal sem sagði á samfélagsmiðlum glatað að heyra að fólk hefði meitt sig. Í svörum frá lögreglu til fréttastofu segir að skipuleggjendur verði boðaðir á fund vegna málsins í vikunni. Þar verði farið yfir skipulagið og það sem misfórst. Ísleifur Þórhallsson formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara gagnrýndi skipuleggjendur harðlega í Bítinu. Gagnrýnir skipuleggjendur fyrir svör „Þú getur ekkert verið að tala um það að tónleikarnir hafi gengið vel að öðru leyti. Ef þetta gerist og stór hluti gestanna er bókstaflega í lífshættu og stór hluti gestanna er bókstaflega traumatised eftir að hafa farið á tónleika sem eiga að vera skemmtun, þetta eiga að vera bestu minnningar lífs þíns og þetta breytist í verstu minningar lífs þíns þá getur þú ekkert stigið fram og sagt það að þetta hafi gengið vel að öðru leyti. Þetta gerðist, þetta var fyrirsjáanlegt miðað við hvernig þú skipulagðir tónleikana og þú klikkaðir,“ sagði Ísleifur Þórhallsson formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara í Bítinu. „Þú getur ekkert verið að tala um það að tónleikarnir hafi gengið vel að öðru leyti. Ef þetta gerist og stór hluti gestanna er bókstaflega í lífshættu og stór hluti gestanna er bókstaflega traumatised eftir að hafa farið á tónleika sem eiga að vera skemmtun, þetta eiga að vera bestu minnningar lífs þíns og þetta breytist í verstu minningar lífs þíns þá getur þú ekkert stigið fram og sagt það að þetta hafi gengið vel að öðru leyti. Þetta gerðist, þetta var fyrirsjáanlegt miðað við hvernig þú skipulagðir tónleikana og þú klikkaðir.“ Augljóst sé að skipuleggjendur og aðstandendur tónleikanna hafi ekki tekið hlutverk sitt nægilega alvarlega, hólfaskiptingu hafi vantað alveg og öryggisgæsla ekki nægjanleg. Hann segir spurningar vakna um regluverkið og skoða þurfi hverjum sé leyft að halda tónleika hér á landi. „Það er bara mjög sorglegt að svona aðilum sé hleypt af stað og þeir haldi það að þú getir bara ákveðið það að vera tónleikahaldari og þú tekur þitt hlutverk ekki alvarlega og þeir eru bara heppnir að enginn hafi dáið.“
Tónleikar á Íslandi Tónlist Lögreglumál FM95BLÖ Tengdar fréttir „Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1. júní 2025 15:23 „Glatað að heyra af því að fólk hafi meitt sig“ Auðunn Blöndal, forsprakki þríeykis FM95BLÖ hefur tjáð sig um atburði gærdagsins á tónleikum þeirra. Fimmtán einstaklingar hafa leitað á bráðamóttökuna vegna troðnings. 1. júní 2025 18:04 Stutt pása hleypti öllu í bál og brand Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. 1. júní 2025 12:39 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
„Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1. júní 2025 15:23
„Glatað að heyra af því að fólk hafi meitt sig“ Auðunn Blöndal, forsprakki þríeykis FM95BLÖ hefur tjáð sig um atburði gærdagsins á tónleikum þeirra. Fimmtán einstaklingar hafa leitað á bráðamóttökuna vegna troðnings. 1. júní 2025 18:04
Stutt pása hleypti öllu í bál og brand Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. 1. júní 2025 12:39