Nikótínpúðar vinsælastir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. júní 2025 23:47 Vinsældir nikótínpúða fara vaxandi. Vísir/Egill Aðalsteinsson Dagleg notkun nikótínpúða eykst meðal Íslendinga og eru þeir algengasta neysluform nikótíns. Hins vegar dregst jafnt og þétt úr reykingum sígaretta en eru þær vinsælastar meðal fólks eldra en 55 ára. Í nýjasta tölublaði Talnabrunns, fréttabréfi landlæknis, er gert ítarlega grein fyrir neyslu Íslendinga á nikótínvörum. Töluverðar breytingar hafi átt sér stað á síðustu árum, til að mynda fer einstaklingum sem reykja sígarettur fækkandi. „Nálgast Ísland óðum það markmið að ná tíðni daglegra reykinga niður fyrir 5%,“ stendur í fréttabréfinu. Tekið er sérstaklega fram að þrátt fyrir að dregið hafi úr reykingum fullorðinna reyki erlendir ríkisborgarar talsvert meira. Lögð er áhersla á að aðstoð við að hætta nota nikótín þurfi að vera sniðin að fólki af erlendum uppruna. Verðlag neftóbaks hafi áhrif á vinsældir nikótínpúða Á móti kemur hefur notkun nikótínpúða aukist gríðarlega og njóta þeir vinsælda hjá fólki yngri en 55 ára, þá helst hjá fólki á aldrinum átján til 34 ára. Karlar eru hins vegar mun líklegri til þess að nota nikótínpúða en konur. Vinsældir púðanna fara vaxandi. Í tölublaðinu kemur fram að líklegt sé að verðlag neftóbaks ýti undir vinsældir púðanna. „Líklegt er að vaxandi verðmunur á milli nikótínpúða og neftóbaks, sem hingað til hefur verið algengasta form tóbaks í vör, eigi stóran þátt í þeirri breytingu í neyslumynstri sem orðið hefur á síðustu árum ásamt stórauknu framboði á nikótínpúðum,“ segir í Talnabrunni. Lögð er fram sú tillaga að hækka álögur á nikótínpúðana þar sem hærra verðlag sé „ein áhrifaríkasta leiðin til að draga úr notkun, einkum meðal ungmenna.“ Nikótínpúðar Heilbrigðismál Embætti landlæknis Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Í nýjasta tölublaði Talnabrunns, fréttabréfi landlæknis, er gert ítarlega grein fyrir neyslu Íslendinga á nikótínvörum. Töluverðar breytingar hafi átt sér stað á síðustu árum, til að mynda fer einstaklingum sem reykja sígarettur fækkandi. „Nálgast Ísland óðum það markmið að ná tíðni daglegra reykinga niður fyrir 5%,“ stendur í fréttabréfinu. Tekið er sérstaklega fram að þrátt fyrir að dregið hafi úr reykingum fullorðinna reyki erlendir ríkisborgarar talsvert meira. Lögð er áhersla á að aðstoð við að hætta nota nikótín þurfi að vera sniðin að fólki af erlendum uppruna. Verðlag neftóbaks hafi áhrif á vinsældir nikótínpúða Á móti kemur hefur notkun nikótínpúða aukist gríðarlega og njóta þeir vinsælda hjá fólki yngri en 55 ára, þá helst hjá fólki á aldrinum átján til 34 ára. Karlar eru hins vegar mun líklegri til þess að nota nikótínpúða en konur. Vinsældir púðanna fara vaxandi. Í tölublaðinu kemur fram að líklegt sé að verðlag neftóbaks ýti undir vinsældir púðanna. „Líklegt er að vaxandi verðmunur á milli nikótínpúða og neftóbaks, sem hingað til hefur verið algengasta form tóbaks í vör, eigi stóran þátt í þeirri breytingu í neyslumynstri sem orðið hefur á síðustu árum ásamt stórauknu framboði á nikótínpúðum,“ segir í Talnabrunni. Lögð er fram sú tillaga að hækka álögur á nikótínpúðana þar sem hærra verðlag sé „ein áhrifaríkasta leiðin til að draga úr notkun, einkum meðal ungmenna.“
Nikótínpúðar Heilbrigðismál Embætti landlæknis Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira