Nikótínpúðar vinsælastir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. júní 2025 23:47 Vinsældir nikótínpúða fara vaxandi. Vísir/Egill Aðalsteinsson Dagleg notkun nikótínpúða eykst meðal Íslendinga og eru þeir algengasta neysluform nikótíns. Hins vegar dregst jafnt og þétt úr reykingum sígaretta en eru þær vinsælastar meðal fólks eldra en 55 ára. Í nýjasta tölublaði Talnabrunns, fréttabréfi landlæknis, er gert ítarlega grein fyrir neyslu Íslendinga á nikótínvörum. Töluverðar breytingar hafi átt sér stað á síðustu árum, til að mynda fer einstaklingum sem reykja sígarettur fækkandi. „Nálgast Ísland óðum það markmið að ná tíðni daglegra reykinga niður fyrir 5%,“ stendur í fréttabréfinu. Tekið er sérstaklega fram að þrátt fyrir að dregið hafi úr reykingum fullorðinna reyki erlendir ríkisborgarar talsvert meira. Lögð er áhersla á að aðstoð við að hætta nota nikótín þurfi að vera sniðin að fólki af erlendum uppruna. Verðlag neftóbaks hafi áhrif á vinsældir nikótínpúða Á móti kemur hefur notkun nikótínpúða aukist gríðarlega og njóta þeir vinsælda hjá fólki yngri en 55 ára, þá helst hjá fólki á aldrinum átján til 34 ára. Karlar eru hins vegar mun líklegri til þess að nota nikótínpúða en konur. Vinsældir púðanna fara vaxandi. Í tölublaðinu kemur fram að líklegt sé að verðlag neftóbaks ýti undir vinsældir púðanna. „Líklegt er að vaxandi verðmunur á milli nikótínpúða og neftóbaks, sem hingað til hefur verið algengasta form tóbaks í vör, eigi stóran þátt í þeirri breytingu í neyslumynstri sem orðið hefur á síðustu árum ásamt stórauknu framboði á nikótínpúðum,“ segir í Talnabrunni. Lögð er fram sú tillaga að hækka álögur á nikótínpúðana þar sem hærra verðlag sé „ein áhrifaríkasta leiðin til að draga úr notkun, einkum meðal ungmenna.“ Nikótínpúðar Heilbrigðismál Embætti landlæknis Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Í nýjasta tölublaði Talnabrunns, fréttabréfi landlæknis, er gert ítarlega grein fyrir neyslu Íslendinga á nikótínvörum. Töluverðar breytingar hafi átt sér stað á síðustu árum, til að mynda fer einstaklingum sem reykja sígarettur fækkandi. „Nálgast Ísland óðum það markmið að ná tíðni daglegra reykinga niður fyrir 5%,“ stendur í fréttabréfinu. Tekið er sérstaklega fram að þrátt fyrir að dregið hafi úr reykingum fullorðinna reyki erlendir ríkisborgarar talsvert meira. Lögð er áhersla á að aðstoð við að hætta nota nikótín þurfi að vera sniðin að fólki af erlendum uppruna. Verðlag neftóbaks hafi áhrif á vinsældir nikótínpúða Á móti kemur hefur notkun nikótínpúða aukist gríðarlega og njóta þeir vinsælda hjá fólki yngri en 55 ára, þá helst hjá fólki á aldrinum átján til 34 ára. Karlar eru hins vegar mun líklegri til þess að nota nikótínpúða en konur. Vinsældir púðanna fara vaxandi. Í tölublaðinu kemur fram að líklegt sé að verðlag neftóbaks ýti undir vinsældir púðanna. „Líklegt er að vaxandi verðmunur á milli nikótínpúða og neftóbaks, sem hingað til hefur verið algengasta form tóbaks í vör, eigi stóran þátt í þeirri breytingu í neyslumynstri sem orðið hefur á síðustu árum ásamt stórauknu framboði á nikótínpúðum,“ segir í Talnabrunni. Lögð er fram sú tillaga að hækka álögur á nikótínpúðana þar sem hærra verðlag sé „ein áhrifaríkasta leiðin til að draga úr notkun, einkum meðal ungmenna.“
Nikótínpúðar Heilbrigðismál Embætti landlæknis Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira