„Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 1. júní 2025 18:36 Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti er yfir sig ánægður með vel heppnaða hernaðaraðgerð dagsins. AP Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. Úkraínumenn segjast hafa grandað yfir fjörutíu flugvélum Rússa með sprengjudrónum langt innan landamæra Rússlands. Aðgerðin hefur fengið viðurnefnið köngulóarvefurinn. Að sögn forsetans hefur aðgerðin verið í undirbúningi í eitt ár, sex mánuði og níu daga. Í myndskeiði sem var birt var á Telegram segir Selenskí að 117 drónar hafi verið notaðir í aðgerðunum og 117 einstaklingar sem stýrðu drónunum. Skotmörk árásarinnar voru í þremur tímabeltum. „Yfirmaður öryggisþjónustu Úkraínu, Vasyl Maliuk, skilaði skýrslu um aðgerðina í dag,“ skrifaði Selenskí á samfélagsmiðlinum X. „Það sem er áhugaverðast - og við getum nú þegar sagt þetta opinberlega - er að bækistöðvar aðgerðarinnar á rússneskri grundu voru við hliðina á húsnæði alríkislögreglu (FSB) Rússlands í einu umdæminu,“ segir hann í myndskeiðinu. Í tilkynningu frá Selenskí á samfélagsmiðlum segir hann aðgerðina vel heppnaða og alveg einstaka. Þeir sem tóku þátt í undirbúningi aðgerðarinnar voru kallaðir til baka og komust allir af rússnesku yfirráðasvæði áður en árásirnar hófust. „Algjörlega ljómandi árangur. Árangur sem einungis Úkraína náði.“ Head of the Security Service of Ukraine Vasyl Maliuk delivered a report regarding today’s operation. An absolutely brilliant result. A result achieved solely by Ukraine. One year, six months, and nine days from the start of planning to effective execution. Our most long-range… pic.twitter.com/oN41NFYyfw— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) June 1, 2025 Selenskí segir allar þær upplýsingar sem hægt sé að birta verði birtar almenningi. „Ég fól öryggisþjónustu Úkraínu að upplýsa almenning um smáatriði og niðurstöðurnar sem hægt er að birta. Auðvitað er ekki hægt að upplýsa allt á þessari stundu, en þetta eru aðgerðir Úkraínu sem munu án efa vera í sögubókunum,“ skrifar forsetinn. Árásir á báða bóga Drónarnir sem nýttir voru til árásanna eru sagðir hafa verið fluttir með trukkum langt inn í Rússland, allt að nokkur þúsund kílómetrum frá landamærum Úkraínu, og hittu 41 rússneska flugvél sem voru skotmörk árásarinnar á nokkrum svæðum innan Rússlands. Ekkert lát hefur heldur verið á árásum Rússa í Úkraínu, en yfirvöld í Úkraínu segja Rússa hafa skotið 472 drónum og sjö sprengjuflaugum í árásum næturinnar. Þannig særðist til dæmis kona á áttræðisaldri og fjöldi heimila almennra borgara eyðilögðust í árásum Rússa í borginni Zaporítsíja í morgun, og minnst einn lést og fleiri særðust í árásum í Kherson. Árásir á báða bóga koma í aðdraganda friðarviðræðna milli ríkjanna tveggja sem eiga að fara fram í Istanbúl í Tyrklandi á morgun, en óvissa ríkir um framhald þeirra viðræðna. Fréttin var uppfærð klukkan 19:06 þegar myndskeið Selenskí barst. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Úkraínumenn segjast hafa grandað yfir fjörutíu flugvélum Rússa með sprengjudrónum langt innan landamæra Rússlands. Aðgerðin hefur fengið viðurnefnið köngulóarvefurinn. Að sögn forsetans hefur aðgerðin verið í undirbúningi í eitt ár, sex mánuði og níu daga. Í myndskeiði sem var birt var á Telegram segir Selenskí að 117 drónar hafi verið notaðir í aðgerðunum og 117 einstaklingar sem stýrðu drónunum. Skotmörk árásarinnar voru í þremur tímabeltum. „Yfirmaður öryggisþjónustu Úkraínu, Vasyl Maliuk, skilaði skýrslu um aðgerðina í dag,“ skrifaði Selenskí á samfélagsmiðlinum X. „Það sem er áhugaverðast - og við getum nú þegar sagt þetta opinberlega - er að bækistöðvar aðgerðarinnar á rússneskri grundu voru við hliðina á húsnæði alríkislögreglu (FSB) Rússlands í einu umdæminu,“ segir hann í myndskeiðinu. Í tilkynningu frá Selenskí á samfélagsmiðlum segir hann aðgerðina vel heppnaða og alveg einstaka. Þeir sem tóku þátt í undirbúningi aðgerðarinnar voru kallaðir til baka og komust allir af rússnesku yfirráðasvæði áður en árásirnar hófust. „Algjörlega ljómandi árangur. Árangur sem einungis Úkraína náði.“ Head of the Security Service of Ukraine Vasyl Maliuk delivered a report regarding today’s operation. An absolutely brilliant result. A result achieved solely by Ukraine. One year, six months, and nine days from the start of planning to effective execution. Our most long-range… pic.twitter.com/oN41NFYyfw— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) June 1, 2025 Selenskí segir allar þær upplýsingar sem hægt sé að birta verði birtar almenningi. „Ég fól öryggisþjónustu Úkraínu að upplýsa almenning um smáatriði og niðurstöðurnar sem hægt er að birta. Auðvitað er ekki hægt að upplýsa allt á þessari stundu, en þetta eru aðgerðir Úkraínu sem munu án efa vera í sögubókunum,“ skrifar forsetinn. Árásir á báða bóga Drónarnir sem nýttir voru til árásanna eru sagðir hafa verið fluttir með trukkum langt inn í Rússland, allt að nokkur þúsund kílómetrum frá landamærum Úkraínu, og hittu 41 rússneska flugvél sem voru skotmörk árásarinnar á nokkrum svæðum innan Rússlands. Ekkert lát hefur heldur verið á árásum Rússa í Úkraínu, en yfirvöld í Úkraínu segja Rússa hafa skotið 472 drónum og sjö sprengjuflaugum í árásum næturinnar. Þannig særðist til dæmis kona á áttræðisaldri og fjöldi heimila almennra borgara eyðilögðust í árásum Rússa í borginni Zaporítsíja í morgun, og minnst einn lést og fleiri særðust í árásum í Kherson. Árásir á báða bóga koma í aðdraganda friðarviðræðna milli ríkjanna tveggja sem eiga að fara fram í Istanbúl í Tyrklandi á morgun, en óvissa ríkir um framhald þeirra viðræðna. Fréttin var uppfærð klukkan 19:06 þegar myndskeið Selenskí barst.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent