Slæmt að fá hret á varptíma Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. júní 2025 12:28 Spáð er vonskuveðri um allt land en kuldi sem fylgir því gæti reynst ungum sem nýskriðnir eru úr eggjum erfiður. Vísir/Anton Vegir gætu lokast og samgöngur raskast þegar vonskuveður gengur yfir landið í dag og á morgun. Fuglafræðingur segir hretið sem spáð er geta haft veruleg áhrif á fuglalífið þar sem ungar séu nú margir nýskriðnir úr hreiðrum. Veðrið er þegar byrjað að ganga yfir landið en gular veðurviðvaranir tóku gildi á Norðurlandi í hádeginu. Í nótt á veðrið að versna enn frekar en þá má búast við hvassviðri. Appelsínugular og gular veðurviðvaranir taka þá gildi um nær allt land. „Þetta verður eiginlega leiðinlegast í nótt svona úrkomulega séð upp á snjókomu og slyddu. Á morgun hins vegar er þetta meira rigning á láglendi og þá líka fer að taka upp þennan snjó þarna í fjallahæð. Þannig það verða þá miklir vatnavextir á norðan og austanverðu landinu en aftur á móti hérna sunnan og vestan til sleppum við miklu betur. Nema þá að það verður ansi hvasst á köflum og mjög hvass undir Vatnajökli,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Vegagerðin beinir því til fólks sem ætlar að vera á ferðinni að fylgjast vel með spám þar sem líkur séu á samgöngutruflunum og að vegir lokist jafnvel um tíma. „Þetta er leiðindaveður. Náttúrulega víða búið að sleppa fé þannig að lömb þola nú ekki mikla vosbúð. Svo eru þetta almennt svona fjallvegirnir sem verða þá með krapa og snjó.“ Snjórinn erfiður ungunum Fuglalíf er nú víða í miklum blóma eftir gott vor. Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir unga sem ný skriðnir eru úr hreiðrum berskjaldaða fyrir kuldanum. „Það er náttúrulega búin vera einmunatíð síðan einhvern tímann í lok apríl byrjun maí og allir fuglar löngu orpnir og liggja annað hvort á eggjum eða eru komnir með unga. Svona hret hafa mjög slæm áhrif sérstaklega á mófuglana. Ef það snjóar eða rignir mjög mikið og hvasst og kalt með þá afrækja þeir unga eða egg eða ungarnir drepast og þeir sem liggja á afrækja hreiðrin. Ef hretið er mjög hart þá drepast líka fullorðnu fuglarnir.“ Víða eru ungar skriðnir úr eggjum. Vísir/Vilhelm Hret líkt og það sem spáð er hafi alltaf töluverð áhrif á fuglalífið. „Þetta var miklu verra í fyrra þá meira og minna snjóaði linnulítið hér norðaustanlands í fimm eða sex daga. Þá drápust fuglar þúsundum saman mófuglar og allt varp fór fyrir bý. Ég held að það sé ekki svoleiðis í uppsiglingu núna en það kemur í ljós þegar veðrið er afstaðið hversu hart það hefur verið.“ Veður Fuglar Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Veðrið er þegar byrjað að ganga yfir landið en gular veðurviðvaranir tóku gildi á Norðurlandi í hádeginu. Í nótt á veðrið að versna enn frekar en þá má búast við hvassviðri. Appelsínugular og gular veðurviðvaranir taka þá gildi um nær allt land. „Þetta verður eiginlega leiðinlegast í nótt svona úrkomulega séð upp á snjókomu og slyddu. Á morgun hins vegar er þetta meira rigning á láglendi og þá líka fer að taka upp þennan snjó þarna í fjallahæð. Þannig það verða þá miklir vatnavextir á norðan og austanverðu landinu en aftur á móti hérna sunnan og vestan til sleppum við miklu betur. Nema þá að það verður ansi hvasst á köflum og mjög hvass undir Vatnajökli,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Vegagerðin beinir því til fólks sem ætlar að vera á ferðinni að fylgjast vel með spám þar sem líkur séu á samgöngutruflunum og að vegir lokist jafnvel um tíma. „Þetta er leiðindaveður. Náttúrulega víða búið að sleppa fé þannig að lömb þola nú ekki mikla vosbúð. Svo eru þetta almennt svona fjallvegirnir sem verða þá með krapa og snjó.“ Snjórinn erfiður ungunum Fuglalíf er nú víða í miklum blóma eftir gott vor. Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir unga sem ný skriðnir eru úr hreiðrum berskjaldaða fyrir kuldanum. „Það er náttúrulega búin vera einmunatíð síðan einhvern tímann í lok apríl byrjun maí og allir fuglar löngu orpnir og liggja annað hvort á eggjum eða eru komnir með unga. Svona hret hafa mjög slæm áhrif sérstaklega á mófuglana. Ef það snjóar eða rignir mjög mikið og hvasst og kalt með þá afrækja þeir unga eða egg eða ungarnir drepast og þeir sem liggja á afrækja hreiðrin. Ef hretið er mjög hart þá drepast líka fullorðnu fuglarnir.“ Víða eru ungar skriðnir úr eggjum. Vísir/Vilhelm Hret líkt og það sem spáð er hafi alltaf töluverð áhrif á fuglalífið. „Þetta var miklu verra í fyrra þá meira og minna snjóaði linnulítið hér norðaustanlands í fimm eða sex daga. Þá drápust fuglar þúsundum saman mófuglar og allt varp fór fyrir bý. Ég held að það sé ekki svoleiðis í uppsiglingu núna en það kemur í ljós þegar veðrið er afstaðið hversu hart það hefur verið.“
Veður Fuglar Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira