Greta Thunberg siglir til Gasa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. júní 2025 22:20 Greta Thunberg á blaðamannafundi fyrr í dag. AP Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg hefur siglt af stað til Gasa í för með ellefu öðrum aðgerðasinnum. Hópurinn hefur það að markmiði að stöðva umsátur Ísraels og flytja mat og aðrar nauðsynjavörur til landsins. Aðgerðasinnarnir tólf ætla sér að sigla að ströndum Gasa og reyna að koma hjálpargögnum þangað. Auk þess vilja þeir vekja athygli alþjóðar á ástandinu sem ríkir þar. Í þrjá mánuði kom Ísraelsher í veg fyrir að mannúðaraðstoð kæmist yfir landamærin til Gasa en örlitlar breytingar urðu á því fyrirkomulagi um miðjan maí þar sem einhver aðstoð var í boði. Hins vegar ríkir enn hungursneyð á Gasaströndinni en talið er að um tvær milljónir manna séu þar. Með Thunberg í för eru meðal annars Liam Cunningham, sem lék Ser Davos Seaworth í Game of Thrones og franskur þingmaður á Evrópuþinginu sem á ættir að rekja til Palestínu auk níu annarra aðgerðasinna. Þau telja að það muni taka sjö daga að sigla til Gasa á bátnum Madleen frá upphafsstaðnum sem er á Ítalíu. Hvort þeim takist að komast til Gasa á sjö dögum fari allt eftir því hvort þau verði stöðvuð. „Við erum að gera þetta, sama hverju við stöndum frammi fyrir, þar sem við verðum að reyna,“ sagði Thunberg á fjölmiðlafundi aðgerðasinnanna. „Af því á því augnabliki sem við hættum að reyna glötum við mannúð okkar. Sama hversu hættulegt þetta verkefni er, það er ekki nærri því eins hættulegt og þögn alþjóða gagnvart þjóðarmorðinu sem er í beinni útsendingu,“ sagði hún og felldi tár. Thunberg varð fyrst fræg þegar hún hóf skólaverkföll í þágu loftslagsaðgerða. Hvern einasta föstudag neitaði hún að mæta í skólann og mótmælti aðgerðaleysi stjórnmála í umhverfismálum. Thunberg vakti gríðarmikla athygli og tók fjöldi nemenda út um allan heim upp á því að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í sínum heimalöndum. Fyrsta ferðin endaði með sprengingum Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hópur aðgerðasinna reynir að sigla til Gasa í von um að aðstoða þá sem eru þar. Hópur á bát sem bar nafnið Conscience, eða Samviska, komst ekki alla leið þar sem ráðist var á þau á hafsvæði nálægt ströndum Möltu. Samkvæmt umfjöllun AP var um drónaárás að ræða. Hópurinn, sem samanstóð af tólf áhafnarmeðlimum og fjórum borgurum, sendi út neyðarkall þegar tvær sprengingar lentu á skipinu og kviknaði eldur. Í bátnum voru matur og lyf fyrir íbúa Gasastrandarinnar. Hópurinn sagði forsvarsmenn Ísrael ábyrga fyrir árásinni. Átök í Ísrael og Palestínu Loftslagsmál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Aðgerðasinnarnir tólf ætla sér að sigla að ströndum Gasa og reyna að koma hjálpargögnum þangað. Auk þess vilja þeir vekja athygli alþjóðar á ástandinu sem ríkir þar. Í þrjá mánuði kom Ísraelsher í veg fyrir að mannúðaraðstoð kæmist yfir landamærin til Gasa en örlitlar breytingar urðu á því fyrirkomulagi um miðjan maí þar sem einhver aðstoð var í boði. Hins vegar ríkir enn hungursneyð á Gasaströndinni en talið er að um tvær milljónir manna séu þar. Með Thunberg í för eru meðal annars Liam Cunningham, sem lék Ser Davos Seaworth í Game of Thrones og franskur þingmaður á Evrópuþinginu sem á ættir að rekja til Palestínu auk níu annarra aðgerðasinna. Þau telja að það muni taka sjö daga að sigla til Gasa á bátnum Madleen frá upphafsstaðnum sem er á Ítalíu. Hvort þeim takist að komast til Gasa á sjö dögum fari allt eftir því hvort þau verði stöðvuð. „Við erum að gera þetta, sama hverju við stöndum frammi fyrir, þar sem við verðum að reyna,“ sagði Thunberg á fjölmiðlafundi aðgerðasinnanna. „Af því á því augnabliki sem við hættum að reyna glötum við mannúð okkar. Sama hversu hættulegt þetta verkefni er, það er ekki nærri því eins hættulegt og þögn alþjóða gagnvart þjóðarmorðinu sem er í beinni útsendingu,“ sagði hún og felldi tár. Thunberg varð fyrst fræg þegar hún hóf skólaverkföll í þágu loftslagsaðgerða. Hvern einasta föstudag neitaði hún að mæta í skólann og mótmælti aðgerðaleysi stjórnmála í umhverfismálum. Thunberg vakti gríðarmikla athygli og tók fjöldi nemenda út um allan heim upp á því að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í sínum heimalöndum. Fyrsta ferðin endaði með sprengingum Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hópur aðgerðasinna reynir að sigla til Gasa í von um að aðstoða þá sem eru þar. Hópur á bát sem bar nafnið Conscience, eða Samviska, komst ekki alla leið þar sem ráðist var á þau á hafsvæði nálægt ströndum Möltu. Samkvæmt umfjöllun AP var um drónaárás að ræða. Hópurinn, sem samanstóð af tólf áhafnarmeðlimum og fjórum borgurum, sendi út neyðarkall þegar tvær sprengingar lentu á skipinu og kviknaði eldur. Í bátnum voru matur og lyf fyrir íbúa Gasastrandarinnar. Hópurinn sagði forsvarsmenn Ísrael ábyrga fyrir árásinni.
Átök í Ísrael og Palestínu Loftslagsmál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira