Fréttir

Löng bið barna eftir geð­heil­brigðis­þjónustu ekki á­sættan­leg

Eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu barna innan heilsugæslunnar er langt umfram framboð. Starfsfólki hefur verið fjölgað og auknar fjárveitingar til málaflokksins en það ekki haldið í við þróun. Í ágúst 2024 biðu 2.020 börn eftir þjónustu hjá Geðheilsumiðstöð barna samanborið við 738 í desember 2021. Tilvísanir hafa sömuleiðis tvöfaldast á tveimur árum.

Innlent

Dragi úr virðingu fyrir lögunum

Íslendingar veðja næstmest allra Evrópuþjóða miðað við höfðatölu og verður ríkið af tæpum fimm milljörðum króna á ári í skatttekjur með núverandi löggjöf samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs. Framkvæmdastjórinn segir það draga úr virðingu fyrir lögunum að hafa lagaumhverfi sem virkar ekki. 

Innlent

Al­mennt launa­fólk finni ekki fyrir auknum kaup­mætti

Formaður Samfylkingarinnar segir almennt launafólk ekki verða vart við aukinn kaupmátt, enda ekki tekið tillit til mikillar vaxtabyrði heimilanna. Fjármálaráðherra segir fjárlagafrumvarpið hins vegar styðja við heimilin í landinu á sama tíma og verðbólga fari minnkandi.

Innlent

Fleiri fresta læknisferðum vegna langra bið­lista

Fólki sem frestar læknisferðum vegna langra biðlista hefur fjölgað á síðustu mánuðum og sum heimili bera óhóflegan kostnað af heilbrigðisþjónustu. Þetta eru niðurstöður rannsóknar, sem kynntar eru að hluta á málþingi ASÍ um félagslegt heilbrigðiskerfi í dag.

Innlent

Skilur ekkert í niður­stöðu Guð­rúnar

Róbert Spanó, lögmaður, lagaprófessor og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segir að miðað við gefnar forsendur úrskurðar hefði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra átt að víkja Helga Magnúsi Gunnarssyni úr embætti vararíkissaksóknara.

Innlent

Mega nú setja svalir á hús í Norður­mýri og Rauðar­ár­holti

Hluti Hlíða er nú með hverfisvernd. Heimildir til breytinga og viðbygginga á núverandi húsum hafa nú verið samræmdar og á að vera skýrara fyrir íbúa að sjá hvaða breytingar á húsnæði þeirra eru heimilar. Auk þess er auðveldara að sækja um leyfi.Þá á að leyfa lausagöngu hunda á hluta Klambratúns.

Innlent

Albert mættur í dómsal

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur, þar sem aðalmeðferð í máli hans fer fram í dag og á morgun. Hann sætir ákæru fyrir nauðgun.

Innlent

Fyrsta geimganga ó­breyttra borgara

Fjórir geimfarar, sem eru á allt að sjö hundruð kílómetra hárri sporbraut um jörðu, ætla í geimgöngu í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem óbreyttir borgarar fara í geimgöngu.

Erlent

Sigurður Helgi Guð­jóns­son látinn

Sigurður Helgi Þorsteins Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi formaður Húseigendafélagsins, er látinn. Hann lést 5. september síðastliðinn, 71 árs að aldri.

Innlent

Þurrt og bjart nokkuð víða

Sérfræðingar Veðurstofunnar segja útlit fyrir þurru og björtu veðri nokkuð víða í dag þó að lítilsháttar skúrir gætu látið á sér kræla við Breiðafjörð, á Faxaflóa, á Reykjanesi og jafnvel vestantil á Suðurlandi einnig.

Veður

Gerði sér mat úr kattaráti and­lega veikrar konu

Eitt umtalaðasta atvikið frá kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum í gærnótt er samsæriskenning Donald Trump um gæludýraát innflytjenda. Frekari upplýsingar hafa nú komið fram um meint dýraát, sem forsetinn fyrrverandi byggði kenningu sína á. 

Erlent

Lítið mál að fjölga löggum

Lögregla undirbýr meiri viðveru í miðborginni til þess að sporna við auknu ofbeldi og hnífaburði meðal ungmenna. Viðbragð lögreglu er hluti af aðgerðum stjórnvalda sem eiga að taka á ofbeldishrinu. 

Innlent

„Góði líttu þér nær!“

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sagði Guðmundi Inga Guðbrandssyni, formanni VG, að líta sér nær þegar kæmi að aðgerðum í loftslagsmálum. Guðmundur hafði skömmu fyrr sagt í pontu að brýna þyrfti allt samfélagið til aðgerða.

Innlent

„Þetta er á­kall frá ung­mennunum sjálfum“

Formaður Samfés vonar að tilveruréttur félagsmiðstöðva og ungmennahúsa verði festur í sessi í framhaldi af boðuðum aðgerðum stjórnvalda vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum. Hann segir ungt fólk sjálft kalla eftir því að hafa meiri og betri aðgang að félagsmiðstöðvum, starfsemi sem hafi sannað forvarnargildi sitt.

Innlent

Tæki­færi til að sammælast um breytingar á stjórnar­skránni

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt í kvöld stefnuræðu fyrir komandi þingvetur. Í ræðu sinni kom hann víða við, sagði raunhæfan möguleika á að afgangur verði á ríkissjóði á næsta ári, þrátt fyrir að opinberar áætlanir geri ráð fyrir halla. Varðandi útleningamál sagði hann að Ísland megi ekki verða segull á umsóknir um alþjóðlega vernd.

Innlent

Sprengdu yfir­gefinn skýja­kljúf í Lousiana

Yfirgefinn tuttugu og tveggja hæða skýjakljúfur í Lake Charles í Lousiana var sprengdur í loft upp eftir að hafa staðið auður í næstum fjögur ár. Hertz-turninn hefur orðið að táknmynd eyðileggingarinnar sem fellibylirnir Laura og Delta ullu.

Erlent

„Fólk fer hrein­­lega grátandi frá mér“

Sjúklingar þurfa að reiða fram rúma milljón króna til að komast í bakaðgerð hjá einkaaðilum. Verið er að búa til stéttaskiptingu í heilbrigðisþjónustu að sögn forstjóra og læknir segir fólk stundum bresta í grát þegar það heyrir verðið.

Innlent