Erlent

Bein út­sending: Trump á­varpar ísraelska þingið

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump á ísraelska þinginu.
Donald Trump á ísraelska þinginu. AP/Chip Somodevilla

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpar ísraelska þingið í dag. Eftir að Ísraelar og Hamas hafa skipst á föngum og samið um vopnahlé.

Áður en Trump tók til máls kepptust ráðamann í Ísrael við að lofa hann í hástert. Meðal annars kallaði Benjamín Netajanhú, forsætisráðherra Ísrael, hann allra best vin ríkisins í sögu þess.

Sjá einnig: Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni

Forseti ísraelska þingsins sagði að fara þyrfti 2.500 ár aftur í tímann til að finna einhvern sem stæði Trump jafnfætis og var hann þar að vísa til Kýros mikla, fyrsta konung Persaveldis, sem er sagður hafa frelsað gyðinga á sínum tíma.

Netanjahú vísaði til ýmissa tilfella þar sem Trump hafi komið Ísraelum til aðstoðar. Meðal annars nefndi hann Abraham-sáttmálans og árása sem Trump lét gera á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran.

Í ávarpi sínu sagði Netanjahú að Trump hefði nú hjálpað Ísraelum að ná fram öllum markmiðum sínum gegnum samninga. Friður væri innan seilingar og hann stæði með Trump í því að tryggja friðinn.

„Friður með styrk,“ sagði Netanjahú.

Fylgjast má með ávarpi Trumps hér að neðan.

Hvíta húsið hefur birt hluta úr ávarpi Trumps, áður en hann flytur það. Hann er sagður ætla að tala um að nú sé kominn tími fyrir Ísraela til að nýta sigra sína á vígvellinum til að koma á friði.

Andstæðingum Ísrael ætti að vera ljóst að fátt annað væri í stöðunni.

„Frá Gasa til Íran, hefur þetta bitra hatur ekki skilað neinu nema eymd, þjáningu og hrakförum,“ mun Trump segja.

Hann mun einnig segja að Ísraelar hefðu nú þegar unnið þá sigra sem þeir gætu með hernaði. Nú væri kominn tími til að umbreyta þessum sigrum á vígvellinum í frið og velsæld um öll Mið-Austurlönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×