Innlent

Slapp með skrekkinn við mynda­töku í Reynisfjöru

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Á augnabliki skapaðist stórhætta í Reynisfjöru.
Á augnabliki skapaðist stórhætta í Reynisfjöru. Hybaj na Island

Enn eitt myndskeiðið af ferðafólki koma sér í klandur í Reynisfjöru hefur vakið mikla athygli undanfarna daga á samfélagsmiðlum. Enginn virðist sem betur fer hafa slasast alvarlega.

Slóvakískir aðilar sem skipuleggja ferðir til Íslands vöktu athygli á atvikinu á samfélagsmiðlum sínum í síðustu viku. Myndskeiðið var sett inn þann 7. október og segja stjórnendur síðunnar að atvikið sé nýlegt.

Þar má sjá ferðamann í appelsínugulum regnjakka tylla sér við stuðlabergið í flæðamálinu í Reynisfjöru og stilla sér upp fyrir myndatöku. Á augabragði skellur alda á manninum og nærstöddu fólki með miklum tilþrifum.

Myndskeiðið má sjá að neðan og er enn ein áminningin um hættuna í Reynisfjöru. Í athugasemdum segja stjórnendur síðunnar að manninum hafi ekki orðið meint af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×