Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. október 2025 19:43 Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir birgðaflutninga á Gasaströndinni fara of hægt af stað. Flutningabílar eru farnir að berast inn á svæðið en flóðgáttir þurfi að opnast til að bregðast við neyðarástandinu. Snemma í morgun bárust fréttir af því að tekið væri að aka flutningabílum frá Egyptalandi yfir til Rafah og Khan Younis á Gasa. Gjöraukin neyðaraðstoð fyrir íbúa Gasa var hluti af vopnahléssamkomulagi en í gær sögðu hjálparsamtök ekki hafa efnt það loforð enn. Ísraelsher segir um 500 trukkum hafa verið ekið með hjálpargögn inn á Gasa í dag en hjálparsamtök segja meira verða að koma til. Undanfarið hafa einungis fáeinir flutningabílar komið inn á svæðið á degi hverjum en um 600 slíka bíla þurfi á dag til að mæta þörfum íbúa. Einhverjir tugir neyðarbíla sáust á Gasa í dag. Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir fyrir öllu að flutningur neyðarbirgða sé hafinn en að risastórt átak þurfi. „Þetta er svæði með um tvær milljónir manna sem hafa verið gersneydd öllu sem þarf til að lifa af. Við erum að tala um að allir innviðir eru í rúst, fólk er bókstaflega að deyja úr hungri, börnin þar með talin. Það þarf risastórt átak. Það er gott að þetta er byrjað, það er fyrir öllu, en við þurfum að sjá flóðgáttir opnast á næstu dögum,“ segir Birna. Hindranirnar séu ýmis konar. „Í fyrsta lagi er verið að opna inn á svæðið á allt of fáum stöðum. Það væri langbest ef það væri opnað á mörgum stöðum, bæði í norðri og suðri og öðrum áttum. Þannig að bílarnir komi fljótt og vel inn á svæðið þangað sem fólkið er. Svo geta líka verið skrifræðishindranir. Það er alþekkt að hver einasti trukkur sé grandskoðaður og jafnvel þó hann sé lagður af stað er ekki þar með sagt að hann sé kominn þangað sem fólkið þarf á varningnum að halda,“ segir hún. „Svo þurfum við til lengri tíma litið að horfa á fjármagn. Þetta er auðvitað löngu undirbúið átak sem er í gangi núna. Bara UNICEF er með um 1300 bíla tilbúna. Aftur á móti hefur UNICEF áætlað að við þyrftum um 8 milljarða króna bara til þess að takast á við hungursneyðina fram í desember,“ segir Birna. Hvernig líta næstu dagar út? „Við erum í bráðaviðbragði núna. Ef ég horfi til dæmis á það sem UNICEF er að koma með inn þá er það orkurík næring fyrir börn og verðandi mæður, teppi og tjöld vegna þess að það er byrjað að kólna. En svo þegar við horfum til lengri tíma þarf að byrja að byggja upp heilsugæslur og heilbrigðisstofnanir einhvers konar og sömuleiðis skóla vegna þess að börnin í Gasa hafa ekki komist í skóla í tvö ár,“ segir Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira
Snemma í morgun bárust fréttir af því að tekið væri að aka flutningabílum frá Egyptalandi yfir til Rafah og Khan Younis á Gasa. Gjöraukin neyðaraðstoð fyrir íbúa Gasa var hluti af vopnahléssamkomulagi en í gær sögðu hjálparsamtök ekki hafa efnt það loforð enn. Ísraelsher segir um 500 trukkum hafa verið ekið með hjálpargögn inn á Gasa í dag en hjálparsamtök segja meira verða að koma til. Undanfarið hafa einungis fáeinir flutningabílar komið inn á svæðið á degi hverjum en um 600 slíka bíla þurfi á dag til að mæta þörfum íbúa. Einhverjir tugir neyðarbíla sáust á Gasa í dag. Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir fyrir öllu að flutningur neyðarbirgða sé hafinn en að risastórt átak þurfi. „Þetta er svæði með um tvær milljónir manna sem hafa verið gersneydd öllu sem þarf til að lifa af. Við erum að tala um að allir innviðir eru í rúst, fólk er bókstaflega að deyja úr hungri, börnin þar með talin. Það þarf risastórt átak. Það er gott að þetta er byrjað, það er fyrir öllu, en við þurfum að sjá flóðgáttir opnast á næstu dögum,“ segir Birna. Hindranirnar séu ýmis konar. „Í fyrsta lagi er verið að opna inn á svæðið á allt of fáum stöðum. Það væri langbest ef það væri opnað á mörgum stöðum, bæði í norðri og suðri og öðrum áttum. Þannig að bílarnir komi fljótt og vel inn á svæðið þangað sem fólkið er. Svo geta líka verið skrifræðishindranir. Það er alþekkt að hver einasti trukkur sé grandskoðaður og jafnvel þó hann sé lagður af stað er ekki þar með sagt að hann sé kominn þangað sem fólkið þarf á varningnum að halda,“ segir hún. „Svo þurfum við til lengri tíma litið að horfa á fjármagn. Þetta er auðvitað löngu undirbúið átak sem er í gangi núna. Bara UNICEF er með um 1300 bíla tilbúna. Aftur á móti hefur UNICEF áætlað að við þyrftum um 8 milljarða króna bara til þess að takast á við hungursneyðina fram í desember,“ segir Birna. Hvernig líta næstu dagar út? „Við erum í bráðaviðbragði núna. Ef ég horfi til dæmis á það sem UNICEF er að koma með inn þá er það orkurík næring fyrir börn og verðandi mæður, teppi og tjöld vegna þess að það er byrjað að kólna. En svo þegar við horfum til lengri tíma þarf að byrja að byggja upp heilsugæslur og heilbrigðisstofnanir einhvers konar og sömuleiðis skóla vegna þess að börnin í Gasa hafa ekki komist í skóla í tvö ár,“ segir Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira