Fréttir Mótmæla ferðamönnum á Majorka Búist er við að tugir þúsunda Majorkabúa mótmæli í dag þeim mikla fjölda ferðamanna sem streyma til eyjunnar og þeim áhrifum sem þeir hafa haft. Hagsmunasamtök hafa boðað þátttöku sína í mótmælunum sem bera yfirskriftina: „Minni túrismi - Meira líf,“ eða á katalónskunni upprunalegu: „Menys Turisme, Més Vida.“ Erlent 21.7.2024 14:55 Næga atvinnu að hafa á Vopnafirði Allir sem að vettlingi geta valdið og vantar vinnu geta fengið vinnu á Vopnafirði enda nóg að gera þar og atvinnulífið blómstrar, sem aldrei fyrr. Innlent 21.7.2024 14:30 Gríðarleg sprunga í Hagafelli vekur athygli Náttúruvársérfræðingur segir ekkert styðja kenningu eldfjallafræðings um goslok við Sundhnúka. Landris og aukin skjálfavirkni mælast áfram og líkur eru á eldgosi á næstu vikum. Veðurstofan er meðvituð um gríðarstóra sprungu í Hagafelli, sem vakið hefur athygli á samfélagsmiðlum. Sprungan er gömul en stækkaði umtalsvert í síðasta gosi. Innlent 21.7.2024 12:31 Óhemju öflugur Trump hafi sigurinn í hendi sér Eins og sakir standa á Joe Biden ekki möguleika á að sigra Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum, að mati stjórnmálafræðings. Trump hélt sinn fyrsta kosningafund frá banatilræðinu við hann í gær, og þakkaði guðlegri forsjá fyrir að vera á lífi. Erlent 21.7.2024 12:20 Gul viðvörun í nótt Gul viðvörun gengur í gildi á miðnætti á Ströndum og Norðurlandi vestra vegna norðvestanáttar og úrhellisrigningar. Veður 21.7.2024 12:00 Vígreifur Trump, umdeild goslokaspá og vopnfirskt atvinnulíf Donald Trump virðist hafa sigur í bandarísku forsetakosningunum í hendi sér, og þyrfti að klúðra málunum sjálfur til þess að verða ekki næsti forseti Bandaríkjanna, að mati stjórnmálafræðings. Trump þakkar guðlegri forsjá að hann var ekki ráðinn af dögum í síðustu viku. Innlent 21.7.2024 11:51 Kvótanum breytt en sér ekki fyrir endann á blóðugum mótmælum Hæstiréttur Bangladess hefur úrskurðað ákvörðun um að þriðjungur opinberra starfa sé frátekinn fyrir afkomendur uppgjafarhermanna og annarra afmarkaðra hópa ógilda. Mikil mótmælaalda hefur riðið yfir Bangladess nýverið og talið að minnst hundrað manns hafi látið lífið í blóðugum átökum við lögreglu. Erlent 21.7.2024 11:21 Landtöku Ísraela skuli hætt Utanríkisráðuneytið kallar eftir því í tilkynningu að Ísraelar láti af landtöku í Palestínu. Innlent 21.7.2024 10:46 Sendir Biden háðsglósur á fyrsta kosningafundi eftir banatilræðið Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki. Erlent 21.7.2024 10:41 Vegagerð, veðmálastarfsemi og kosningar vestanhafs Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag. Vegagerð, húsnæðismarkaður, veðmálastarfsemi og forsetakosningar vestanhafs verða í brennidepli. Innlent 21.7.2024 10:16 Skógur á Snæfellsnesi undirlagður salernispappír Sá hvimleiði siður margra ferðamanna, að ganga örna sinna úti í náttúrunni með tilheyrandi sóðaskap, verður aldrei upprættur, að mati leiðsögumanns. Skógur á Snæfellsnesi hefur verið undirlagður salernispappír í sumar. Innlent 21.7.2024 09:29 Land rís enn með aukinni skjálftavirkni Land rís enn á Reykjanesskaga og aukin skjálftavirkni hefur mælst undanfarna viku. Innlent 21.7.2024 09:17 „Í engu ástandi til að sýsla með slík vopn“ Tveir voru handteknir í nótt, grunaðir um eignarspjöll og líkamsárás í íbúð í fjölbýlishúsi. Húsráðandi geymdi skotvopn án réttinda í fataskáp. Innlent 21.7.2024 08:10 Þrír drepnir í árás Ísraela í Jemen Þrír voru drepnir og um 80 manns særðust í loftárásum Ísraela á hafnarborgina Hodeida í Jemen í gær. Árásin er viðbragð við loftárás Húta á Tel Aviv í Ísrael þar sem einn lét lífið og tíu særðust. Erlent 21.7.2024 07:50 Reyndist saklaus eftir að hafa setið inni í 43 ár fyrir morð Kona sem vistuð var í fangelsi í 43 ár fyrir morð sem hún framdi ekki var sleppt eftir að dómi hennar var hnekkt. Hin bandaríska Sandra Hemme var tvítug þegar hún var sakfelld fyrir að stinga bókasafnsvörðinn Patricia Jeschke frá Missouri til bana í nóvember árið 1980. Erlent 20.7.2024 23:45 Haraldur spyr hvort gosum sé lokið í Sundhnúksgígaröðinni Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir vísbendingu um að kvikustreymi upp í lárétta kvikuinnskotið undir Svartsengi hafi verulega minnkað eða að því sé lokið. Hann spyr: „Goslok í Sundhnúksgígaröðinni?“ í fyrirsögn nýs pistils á eldfjallabloggi sínu. Innlent 20.7.2024 22:04 Barni bjargað úr kviði látinnar móður Það er snörum handtökum lækna að þakka að barni var bjargað úr kviði látinnar móður á Gasa í gær. Móðirin var drepin í loftárás Ísraelsmanna en hafði komist lífs af úr annarri loftárás í vor, þar sem foreldrar hennar og systkini létust. Vopnahlé á Gasa gæti verið í augsýn. Erlent 20.7.2024 21:30 Allir íbúar rúmast ekki lengur í einu og sama húsinu Íbúum á Hvanneyri fer sífellt fjölgandi, þökk sé brottfluttum Hvanneyringum sem snúa aftur heim og nemendum Landbúnaðarháskólans sem ákveða að setjast að í bænum. Mikil uppbygging er fyrirhuguð og heimamenn eru hreyknir af einum flottasta frisbígolfvelli landsins. Innlent 20.7.2024 20:39 54 milljónum króna ríkari Einn miðahafi var með allar tölur réttar í Lottó-útdrætti kvöldsins og hlýtur rúmar 53,9 milljónir króna í vinning. Annar miðahafi fékk bónusvinninginn og fær rúmar 819 þúsund krónur. Innlent 20.7.2024 19:52 Segir aðkomu Kennarasambandsins ekkert nema eðlilega Viðskiptaráð Íslands kennir stefnumótun Kennarasambandsins um neyðarástand í íslensku grunnskólakerfi, og vill fá samræmd próf aftur inn í skólana. Stjórnarmaður í sambandinu gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. Innlent 20.7.2024 19:51 Skipbrot í skólakerfinu og afhjúpun í Hafnarfirði Viðskiptaráð Íslands kennir stefnumótun Kennarasambandsins um neyðarástand í íslensku grunnskólakerfi, og vill fá samræmd próf aftur inn í skólana. Stjórnarmaður í sambandinu gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. Við fjöllum um skólamálin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30. Innlent 20.7.2024 18:01 Solaris fordæmir ummæli vararíkissaksóknara Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæmir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara um samtökin sem hann lét falla í færslu á Facebook síðu sinni í gær. Innlent 20.7.2024 17:04 Horfir nýjum augum á frambjóðendur eftir eigið framboð Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að framboð sitt til forseta hafi breytt sýn hans á alla frambjóðendur. Hann telji sig skilja betur það sem þeir gangi í gegnum. Innlent 20.7.2024 15:29 Félag í eigu rabbína keypti Framsóknarhúsið Félag í eigu rabbínsins Avraham „Avi“ Feldham hefur fest kaup á Framsóknarhúsinu á Hverfisgötu. Hann flutti hingað til lands árið 2018 til þess að koma fyrstu íslensku sýnagógunni á laggirnar. Innlent 20.7.2024 14:15 Ljóst að annað áfall mun dynja yfir í framtíðinni Umfangsmikil kerfisbilun, sem sérfræðingar hafa lýst sem mesta tækniáfalli fyrr og síðar, heldur áfram að valda miklum usla, rúmum sólarhring eftir að hennar varð fyrst vart. Hakkarar eru byrjaðir að herja á þá sem urðu fyrir truflunum. Netöryggissérfræðingur telur að frekari, sambærileg tækniáföll séu óumflýjanleg. Erlent 20.7.2024 13:33 Löng bílaröð á leiðinni úr bænum Unnið er að því að mála vegi á Hellisheiði og mega tilvonandi sumarbústaðar- og tjalddveljendur bíða talsvert á leið þeirra suður á land. Löng bílaröð hefur myndast á Hellisheiðinni. Innlent 20.7.2024 13:29 Hinn tannbrotni er íslenskur Maðurinn sem þrír erlendir ferðamenn gengu í skrokkinn á í miðborg Reykjavíkur í nótt er íslenskur og er að sögn lögreglu tannbrotinn og nokkuð slasaður. Innlent 20.7.2024 13:16 Afstaða borgarstjóra „blaut tuska í andlit margra“ Oddviti Flokks fólksins í borginni kveðst sleginn yfir ummælum borgarstjóra um stöðu fólks sem býr í hjólhýsum í borginni. Fólkið hafi fengið fyrirheit um úrlausn sinna mála, sem nú virðist úr sögunni. Innlent 20.7.2024 13:01 Fyrrverandi þingkona skotin til bana Fyrrverandi þingkona á úkraínska þinginu var skotinn til bana á götum Lvív-borgar í gær. Lögregla leitar að banamanninum en hann er enn ófundinn. Erlent 20.7.2024 12:34 Hakkarar komnir á kreik, hjólabúar í sárum og Lunga í síðasta skipti Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um eitt mesta tækniáfall síðari ára, sem heldur áfram að valda usla víða um heim. Hakkarar herja nú á þá sem lent hafa í vanda vegna tæknibilunarinnar, og ráðherra er á varðbergi. Innlent 20.7.2024 11:52 « ‹ 127 128 129 130 131 132 133 134 135 … 334 ›
Mótmæla ferðamönnum á Majorka Búist er við að tugir þúsunda Majorkabúa mótmæli í dag þeim mikla fjölda ferðamanna sem streyma til eyjunnar og þeim áhrifum sem þeir hafa haft. Hagsmunasamtök hafa boðað þátttöku sína í mótmælunum sem bera yfirskriftina: „Minni túrismi - Meira líf,“ eða á katalónskunni upprunalegu: „Menys Turisme, Més Vida.“ Erlent 21.7.2024 14:55
Næga atvinnu að hafa á Vopnafirði Allir sem að vettlingi geta valdið og vantar vinnu geta fengið vinnu á Vopnafirði enda nóg að gera þar og atvinnulífið blómstrar, sem aldrei fyrr. Innlent 21.7.2024 14:30
Gríðarleg sprunga í Hagafelli vekur athygli Náttúruvársérfræðingur segir ekkert styðja kenningu eldfjallafræðings um goslok við Sundhnúka. Landris og aukin skjálfavirkni mælast áfram og líkur eru á eldgosi á næstu vikum. Veðurstofan er meðvituð um gríðarstóra sprungu í Hagafelli, sem vakið hefur athygli á samfélagsmiðlum. Sprungan er gömul en stækkaði umtalsvert í síðasta gosi. Innlent 21.7.2024 12:31
Óhemju öflugur Trump hafi sigurinn í hendi sér Eins og sakir standa á Joe Biden ekki möguleika á að sigra Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum, að mati stjórnmálafræðings. Trump hélt sinn fyrsta kosningafund frá banatilræðinu við hann í gær, og þakkaði guðlegri forsjá fyrir að vera á lífi. Erlent 21.7.2024 12:20
Gul viðvörun í nótt Gul viðvörun gengur í gildi á miðnætti á Ströndum og Norðurlandi vestra vegna norðvestanáttar og úrhellisrigningar. Veður 21.7.2024 12:00
Vígreifur Trump, umdeild goslokaspá og vopnfirskt atvinnulíf Donald Trump virðist hafa sigur í bandarísku forsetakosningunum í hendi sér, og þyrfti að klúðra málunum sjálfur til þess að verða ekki næsti forseti Bandaríkjanna, að mati stjórnmálafræðings. Trump þakkar guðlegri forsjá að hann var ekki ráðinn af dögum í síðustu viku. Innlent 21.7.2024 11:51
Kvótanum breytt en sér ekki fyrir endann á blóðugum mótmælum Hæstiréttur Bangladess hefur úrskurðað ákvörðun um að þriðjungur opinberra starfa sé frátekinn fyrir afkomendur uppgjafarhermanna og annarra afmarkaðra hópa ógilda. Mikil mótmælaalda hefur riðið yfir Bangladess nýverið og talið að minnst hundrað manns hafi látið lífið í blóðugum átökum við lögreglu. Erlent 21.7.2024 11:21
Landtöku Ísraela skuli hætt Utanríkisráðuneytið kallar eftir því í tilkynningu að Ísraelar láti af landtöku í Palestínu. Innlent 21.7.2024 10:46
Sendir Biden háðsglósur á fyrsta kosningafundi eftir banatilræðið Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki. Erlent 21.7.2024 10:41
Vegagerð, veðmálastarfsemi og kosningar vestanhafs Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag. Vegagerð, húsnæðismarkaður, veðmálastarfsemi og forsetakosningar vestanhafs verða í brennidepli. Innlent 21.7.2024 10:16
Skógur á Snæfellsnesi undirlagður salernispappír Sá hvimleiði siður margra ferðamanna, að ganga örna sinna úti í náttúrunni með tilheyrandi sóðaskap, verður aldrei upprættur, að mati leiðsögumanns. Skógur á Snæfellsnesi hefur verið undirlagður salernispappír í sumar. Innlent 21.7.2024 09:29
Land rís enn með aukinni skjálftavirkni Land rís enn á Reykjanesskaga og aukin skjálftavirkni hefur mælst undanfarna viku. Innlent 21.7.2024 09:17
„Í engu ástandi til að sýsla með slík vopn“ Tveir voru handteknir í nótt, grunaðir um eignarspjöll og líkamsárás í íbúð í fjölbýlishúsi. Húsráðandi geymdi skotvopn án réttinda í fataskáp. Innlent 21.7.2024 08:10
Þrír drepnir í árás Ísraela í Jemen Þrír voru drepnir og um 80 manns særðust í loftárásum Ísraela á hafnarborgina Hodeida í Jemen í gær. Árásin er viðbragð við loftárás Húta á Tel Aviv í Ísrael þar sem einn lét lífið og tíu særðust. Erlent 21.7.2024 07:50
Reyndist saklaus eftir að hafa setið inni í 43 ár fyrir morð Kona sem vistuð var í fangelsi í 43 ár fyrir morð sem hún framdi ekki var sleppt eftir að dómi hennar var hnekkt. Hin bandaríska Sandra Hemme var tvítug þegar hún var sakfelld fyrir að stinga bókasafnsvörðinn Patricia Jeschke frá Missouri til bana í nóvember árið 1980. Erlent 20.7.2024 23:45
Haraldur spyr hvort gosum sé lokið í Sundhnúksgígaröðinni Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir vísbendingu um að kvikustreymi upp í lárétta kvikuinnskotið undir Svartsengi hafi verulega minnkað eða að því sé lokið. Hann spyr: „Goslok í Sundhnúksgígaröðinni?“ í fyrirsögn nýs pistils á eldfjallabloggi sínu. Innlent 20.7.2024 22:04
Barni bjargað úr kviði látinnar móður Það er snörum handtökum lækna að þakka að barni var bjargað úr kviði látinnar móður á Gasa í gær. Móðirin var drepin í loftárás Ísraelsmanna en hafði komist lífs af úr annarri loftárás í vor, þar sem foreldrar hennar og systkini létust. Vopnahlé á Gasa gæti verið í augsýn. Erlent 20.7.2024 21:30
Allir íbúar rúmast ekki lengur í einu og sama húsinu Íbúum á Hvanneyri fer sífellt fjölgandi, þökk sé brottfluttum Hvanneyringum sem snúa aftur heim og nemendum Landbúnaðarháskólans sem ákveða að setjast að í bænum. Mikil uppbygging er fyrirhuguð og heimamenn eru hreyknir af einum flottasta frisbígolfvelli landsins. Innlent 20.7.2024 20:39
54 milljónum króna ríkari Einn miðahafi var með allar tölur réttar í Lottó-útdrætti kvöldsins og hlýtur rúmar 53,9 milljónir króna í vinning. Annar miðahafi fékk bónusvinninginn og fær rúmar 819 þúsund krónur. Innlent 20.7.2024 19:52
Segir aðkomu Kennarasambandsins ekkert nema eðlilega Viðskiptaráð Íslands kennir stefnumótun Kennarasambandsins um neyðarástand í íslensku grunnskólakerfi, og vill fá samræmd próf aftur inn í skólana. Stjórnarmaður í sambandinu gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. Innlent 20.7.2024 19:51
Skipbrot í skólakerfinu og afhjúpun í Hafnarfirði Viðskiptaráð Íslands kennir stefnumótun Kennarasambandsins um neyðarástand í íslensku grunnskólakerfi, og vill fá samræmd próf aftur inn í skólana. Stjórnarmaður í sambandinu gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. Við fjöllum um skólamálin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30. Innlent 20.7.2024 18:01
Solaris fordæmir ummæli vararíkissaksóknara Stjórn Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæmir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara um samtökin sem hann lét falla í færslu á Facebook síðu sinni í gær. Innlent 20.7.2024 17:04
Horfir nýjum augum á frambjóðendur eftir eigið framboð Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að framboð sitt til forseta hafi breytt sýn hans á alla frambjóðendur. Hann telji sig skilja betur það sem þeir gangi í gegnum. Innlent 20.7.2024 15:29
Félag í eigu rabbína keypti Framsóknarhúsið Félag í eigu rabbínsins Avraham „Avi“ Feldham hefur fest kaup á Framsóknarhúsinu á Hverfisgötu. Hann flutti hingað til lands árið 2018 til þess að koma fyrstu íslensku sýnagógunni á laggirnar. Innlent 20.7.2024 14:15
Ljóst að annað áfall mun dynja yfir í framtíðinni Umfangsmikil kerfisbilun, sem sérfræðingar hafa lýst sem mesta tækniáfalli fyrr og síðar, heldur áfram að valda miklum usla, rúmum sólarhring eftir að hennar varð fyrst vart. Hakkarar eru byrjaðir að herja á þá sem urðu fyrir truflunum. Netöryggissérfræðingur telur að frekari, sambærileg tækniáföll séu óumflýjanleg. Erlent 20.7.2024 13:33
Löng bílaröð á leiðinni úr bænum Unnið er að því að mála vegi á Hellisheiði og mega tilvonandi sumarbústaðar- og tjalddveljendur bíða talsvert á leið þeirra suður á land. Löng bílaröð hefur myndast á Hellisheiðinni. Innlent 20.7.2024 13:29
Hinn tannbrotni er íslenskur Maðurinn sem þrír erlendir ferðamenn gengu í skrokkinn á í miðborg Reykjavíkur í nótt er íslenskur og er að sögn lögreglu tannbrotinn og nokkuð slasaður. Innlent 20.7.2024 13:16
Afstaða borgarstjóra „blaut tuska í andlit margra“ Oddviti Flokks fólksins í borginni kveðst sleginn yfir ummælum borgarstjóra um stöðu fólks sem býr í hjólhýsum í borginni. Fólkið hafi fengið fyrirheit um úrlausn sinna mála, sem nú virðist úr sögunni. Innlent 20.7.2024 13:01
Fyrrverandi þingkona skotin til bana Fyrrverandi þingkona á úkraínska þinginu var skotinn til bana á götum Lvív-borgar í gær. Lögregla leitar að banamanninum en hann er enn ófundinn. Erlent 20.7.2024 12:34
Hakkarar komnir á kreik, hjólabúar í sárum og Lunga í síðasta skipti Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um eitt mesta tækniáfall síðari ára, sem heldur áfram að valda usla víða um heim. Hakkarar herja nú á þá sem lent hafa í vanda vegna tæknibilunarinnar, og ráðherra er á varðbergi. Innlent 20.7.2024 11:52