Fréttir

Líkams­á­rás og eigna­spjöll

Fjórir gistu fangaklefa lögreglu eftir vaktina í gærkvöldi og nótt, þar á meðal einn sem var handtekinn í tengslum við líkamsárás á heimili í póstnúmerinu 111.

Innlent

Engar fregnir af mann­falli í Ísrael

Enn er fátt vitað um skaðann af umfangsmikilli eldflaugaárás Íran á Ísrael í gær en engar tilkynningar hafa borist um dauðsföll eða meiðsl á fólki. Einn lést á Vesturbakkanum.

Erlent

Netanyahu heitir hefndum

Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels, segir að Íran hafi gert mikil mistök í kvöld, og muni gjalda þess. Þetta sagði hann á fundi öryggisráðs Ísrael í Jerúsalem skömmu eftir árásina.

Erlent

Bein út­sending: Walz og Vance hittast í fyrsta sinn

Þeir Tim Walz og JD Vance, varaforsetaefni þeirra Kamölu Harris og Donalds Trump, mætast í þeirra fyrstu og líklega síðustu kappræðum í kvöld. Kosningabaráttan virðist í járnum, ef marka má kannanir og berjast framboðin af mikilli hörku um hvert atkvæði.

Erlent

Fundi aftur frestað til morguns

Fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) var frestað til morguns. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að lítið hafi gerst í viðræðum hingað til.

Innlent

Dæmi um að leikarar fái 1300 á tímann

Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks hefur á síðustu vikum fengið margar tilkynningar um óeðlilega lág laun fyrir þátttöku í sjónvarpsverkefnum. Dæmi eru um að leikarar hafi fengið tilboð upp á 1300 krónur á tímann, fyrir verkefni sem styrkt eru af Kvikmyndastöð og verða sýnd á RÚV.

Innlent

Segir gagn­rýnina ó­svífna og ó­sann­gjarna

„Mér finnst þetta bara vera mjög ósvífin og ósanngjörn gagnrýni. Ég skil ekki hvernig það er hægt að saka einhvern um tvískinnung í svona máli sem hefur allan tímann óskað eftir meiri úrbótum fyrir óvarða vegfarendur og vildi ganga lengra en gengið var.  Við höfum ekkert skipt um skoðun í þessu máli og gerðum það aldrei.“

Innlent

„Með því al­var­legra sem ég hef séð frá Vinnu­eftir­litinu“

Bróðir manns sem lést eftir að hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík segir niðurstöður rannsóknar Vinnueftirlitsins á slysinu með því alvarlegra sem hann hafi litið augum. Nú þurfi dómsmálaráðherra að taka undir kröfur fjölskyldunnar um að setja á fót óháða rannsóknarnefnd. Vinnueftirlitið spyr hvort verkefnið hafi verið áhættunnar virði.

Innlent

Mælirinn fullur vegna van­virðingar á slysstað

Rannsókn lögreglu á banaslysi við Sæbraut á aðfaranótt sunnudags gengur vel. Varðstjóri hjá lögreglunni segir það vera síalgengara að almenningur reyni að komast inn fyrir lokanir á slysstöðum. Eftir helgina sé mælirinn fullur.

Innlent

Vita af tíu Ís­lendingum í Ísrael

Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins er kunnugt um allt að tíu íslendinga í Ísrael, og hefur ræðismaður Íslands þar í landi verið í sambandi við hópinn að undanförnu. Utanríkisráðuneytið vill koma þeim tilmælum til Íslendinga sem kunna að vera á svæðinu að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins ef aðstoðar er þörf.

Innlent

Minnst sex látnir í skot­á­rás í Tel Avív

Að minnsta kosti sex eru látnir og níu særðir eftir skotárás í Jaffa-hverfinu í Tel Avív í Ísrael. Þó nokkrir þeirra særðu eru í bráðri lífshættu. Árásin hófst rétt áður en að umfangsmikil loftárás Írana hófst á fimmta tímanum í dag. 

Erlent

Nýjustu vendingar í Ísrael og bróðir í sárum

Íran skaut nú síðdegis eldflaugum að Ísrael. Neyðarástandi var lýst yfir í Ísrael og loftvarnarlúðrar ómuðu í helstu borgum. Svo virðist sem hættan sé liðin hjá í bili. Við förum yfir nýjustu vendingar fyrir botni Miðjarðarhafs í kvöldfréttum Stöðvar 2, sýnum myndir frá loftárás Írana og rýnum í stöðuna með Samúel Karli Ólasyni, fréttamanni.

Innlent

Gestur greiðir ekki krónu þó að palla­olía hafi hellst í bílinn

Gestur Breiðfjörð Gestsson viðskiptamaður var sýknaður af öllum kröfum bílaumboðsins BL ehf. fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær. BL krafðist þess að Gestur yrði dæmdur til að greiða 2.633.469 króna skuld eftir að pallaolíudósir fóru á flug inn í bílaleigubíl BL, sem hann var með til afnota, en við það opnuðust dósirnar og helltist pallaolían niður sem olli umtalsverðu tjóni í bílnum. 

Innlent

Fjöldi skotflauga lenti í Ísrael

Að minnsta kosti tvö hundruð skotflaugum var skotið að Ísrael frá Íran í dag. Viðvörunarlúðrar ómuðu víðsvegar í Ísrael og er útlit fyrir að þó nokkrar þeirra hafi náð í gegnum loftvarnir Ísraela og brak úr mörgum féll til jarðar.

Erlent

Fordæmalaus á­form og enginn lagarammi til um eftir­lit

Hafrannsóknarstofnun leggst aftur gegn áformum þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg um efnistöku af hafsbotni við Landeyjar. Öll framkvæmdin sé stórskala og án fordæma. Sviðsstjóri segir heildaráhrif framkvæmdarinnar neikvæð á hrygningu helstu fiskistofna, strandlengjuna og lífríkið á svæðinu. Talsmaður Heidelberg segir umsögnina ekki bæta miklu við fyrri umsögn stofnunarinnar sem fyrirtækið hafi komið á móts við. Nú sé verið að fara yfir síðara matið. 

Innlent

Ungur öku­maður ekki grunaður um akstur undir á­hrifum

Rannsókn lögreglu á banaslysi sem varð á Sæbraut aðfaranótt sunnudags gengur vel. Ekki er grunur um að ökumaður sem ók fólksbíl á gangandi vegfaranda, sem lét lífið, hafi verið undir áhrifum áfengis. Þó hafa niðurstöður úr blóðefnarannsókn ekki borist.

Innlent

Segja eldflaugaárás frá Íran væntan­lega

Forsvarsmenn ísraelska hersins hafa ákveðið að kalla út fjögur stórfylki af varaliði vegna átakanna við landamærin Ísrael og Líbanon. Hermennirnir eiga að verða sendir að landamærunum en Ísraelar hafa verið að gera loftárásir og áhlaup yfir landamærin þar sem sérsveitarmenn eru sagðir hafa farið inn í göng og hella sem eiga að hafa verið í notkun af vígamönnum Hezbollah.

Erlent

Blöskrar „tví­skinnungur“ hjá borgar­full­trúa eftir bana­slys

Borgarfulltrúa Pírata blöskrar að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „slái sér á brjóst“ eftir að hafa beitt sér gegn úrbótum í þágu gangandi á gatnamótum Sæbrautar við Skeiðarvog og Kleppsmýrarveg. Kona á fertugsaldri lést á gatnamótunum seint á laugardagskvöld þegar hún varð fyrir bíl.

Innlent

Hreinsaður af á­sökunum eigin­konu sveitar­stjórans

Ekki er annað að sjá en greiðslur til Jóns Jónssonar, fyrirtækja og stofnana í hans eigu eða hann tengdist með stjórnarsetu á þeim tíma sem Jón sat í sveitarstjórn Strandabyggðar hafi verið í samræmi við samninga og samþykktir sveitarstjórnar.

Innlent