Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Valur 2-2 | Tvískipt í Víkinni Ingvi Þór Sæmundsson í Víkinni skrifar 10. maí 2015 00:01 vísir/ernir Víkingur og Valur gerðu 2-2 jafntefli í 2. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. Hálfleikarnir tveir voru eins og hvítt og svart. Valsmenn voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu 0-2 að honum loknum en Víkingar mættu grimmir til leiks eftir hlé og náðu að jafna leikinn og tryggja sér stig. Það var allt annað Valslið sem mætti til leiks í Víkinni í kvöld en það sem steinlá fyrir nýliðum Leiknis í 1. umferð. Daninn Thomas Christensen kom inn í lið Vals og hann hafði góð áhrif á varnarleik Valsmanna, sérstaklega í fyrri hálfleik. Auk þess að spila öflugan varnarleik í fyrri hálfleik voru gestirnir mun hættulegri aðilinn en vörn Víkings var óvenju óörugg í kvöld. Víkingar sluppu með skrekkinn á 11. mínútu þegar Milos Zivkovic bjargaði skalla Kristins Freys Sigurðssonar á línu. Hann var hins vegar hvergi nálægur þegar Kristinn kom Val yfir á 18. mínútu eftir flotta skyndisókn. Víkingar áttu aukaspyrnu inni á vallarhelmingi Vals, spyrna Ívars Arnar Jónssonar var slök og Valsmenn geystust í sókn gegn fámennri vörn Víkinga. Sigurður Egill Lárusson fór framhjá Dofra Snorrasyni, upp vinstri kantinn og sendi svo góða þversendingu á Kristinn sem kláraði færið af stakri prýði. Valsmenn bættu öðru marki við á 42. mínútu. Það gerði Patrick Pedersen eftir skelfileg mistök Alans Löwing í vörn Víkinga. Skotinn misreiknaði sendingu Sigurður Egils inn fyrir vörnina og danski framherjinn nýtti sér mistökin til fullnustu. Staðan var 0-2 í hálfleik en heimamenn mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og strax á 47. mínútu voru þeir nálægt því að skora. Fyrst átti Rolf Toft skot í varnarmann og svo varði Ingvar Þór Kale vel frá Pape Mamadou Faye. Víkingar héldu áfram að setja pressu á Valsliðið en vörn Hlíðarendapilta hélt vel og heimamönnum erfiðlega að skapa sér færi. Þeir fengu líflínu á 72. mínútu þegar Pape minnkaði muninn með skoti af stuttu færi eftir að Ingvar hafði misreiknað aukaspyrnu Ívars. Við þetta kom meira óöryggi í Valsliðið og Víkingar gengu á lagið. Á 83. mínútu jafnaði varamaðurinn Agnar Darri Sverrisson metin með sínu öðru marki í efstu deild eftir aukaspyrnu frá öðrum varamanni, Stefáni Þór Pálssyni. Bæði mörk Víkinga komu því eftir föst leikatriði en Valsmenn fengu einnig á sig tvö mörk gegn Leikni úr uppsettum atriðum. Þetta er því greinilega eitthvað sem Ólafur Jóhannesson þarf að fara yfir með sínum mönnum. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin skiptu stigunum á milli sín. Þetta var fyrsta stig Vals í Pepsi-deildinni í sumar en Víkingar eru með fjögur.Kristinn Freyr: Þurfum að fara yfir föstu leikatriðin Kristinn Freyr Sigurðsson sneri aftur í lið Vals gegn Víkingi eftir að hafa tekið út leikbann í fyrstu umferðinni. Kristinn kom Valsmönnum yfir á 19. mínútu en gestirnir leiddu 0-2 í hálfleik. Kristinn segir það vonbrigði að hafa misst leikinn niður í jafntefli. "Ef þú kemst 2-0 yfir og hitt liðið jafnar eru það alltaf tvö töpuð stig. Við getum sjálfum okkur um kennt," sagði Kristinn en bæði mörk Víkinga komu eftir föst leikatriði. "Þetta er annar leikurinn í röð sem við fáum á okkur tvö mörk eftir föst leikatriði. Við þurfum að fara yfir þessi atriði og loka betur á þau og halda búrinu hreinu í næsta leik," sagði Kristinn sem var annars þokkalega sáttur með varnarleik Vals í leiknum. "Þeir opnuðu okkur bara einu sinni í seinni hálfleik, þegar Kale varði frá Pape. Það var heimsklassamarkvarsla." Valsmenn skoruðu ekki í síðasta leik en gerðu tvö mörk á útivelli í kvöld sem Kristinn segir jákvætt. "Við skoruðum ekki í síðasta leik og það var fínt að svara því með tveimur mörkum. Við ætluðum að halda hreinu í dag en það tókst ekki. Það á að vera markmið okkar númer eitt í næsta leik, að halda markinu hreinu," sagði Kristinn að lokum.Agnar Darri: Alltaf gaman að skora Agnar Darri Sverrisson var hetja Víkinga þegar hann skoraði jöfnunarmark liðsins gegn Val á heimavelli í kvöld. Agnar jafnaði metin í 2-2 á 83. mínútu en hann var þá búinn að vera inni á vellinum í rúmar 10 mínútur. Þetta var annað mark hans fyrir Víkinga í efstu deild. Hann viðurkennir að staðan hafi ekki litið vel út þegar 18 mínútur voru eftir og Víkingar 0-2 undir. "Nei, en við unnum okkur inn í leikinn og skoruðum mark og þá er alltaf von. Við gáfum bara allt í þetta og náðum sem betur fer að jafna. Við þiggjum stigið," sagði Agnar en Víkingur skoraði bæði mörkin eftir föst leikatriði. "Við æfum þau alltaf hjá Óla og Milos, höfum allir hlutverk og förum eftir þeim," sagði Agnar sem á í harðri baráttu um sæti í byrjunarliði Víkings. "Maður reynir sitt besta þegar maður kemur inn á og það er alltaf gaman að skora mörk. "En liðsheildin skilaði þessu. Það þarf einhver að leggja mörkin upp og vera í vörninni og markinu. Við gerum þetta saman," sagði Agnar að endingu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Sjá meira
Víkingur og Valur gerðu 2-2 jafntefli í 2. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. Hálfleikarnir tveir voru eins og hvítt og svart. Valsmenn voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu 0-2 að honum loknum en Víkingar mættu grimmir til leiks eftir hlé og náðu að jafna leikinn og tryggja sér stig. Það var allt annað Valslið sem mætti til leiks í Víkinni í kvöld en það sem steinlá fyrir nýliðum Leiknis í 1. umferð. Daninn Thomas Christensen kom inn í lið Vals og hann hafði góð áhrif á varnarleik Valsmanna, sérstaklega í fyrri hálfleik. Auk þess að spila öflugan varnarleik í fyrri hálfleik voru gestirnir mun hættulegri aðilinn en vörn Víkings var óvenju óörugg í kvöld. Víkingar sluppu með skrekkinn á 11. mínútu þegar Milos Zivkovic bjargaði skalla Kristins Freys Sigurðssonar á línu. Hann var hins vegar hvergi nálægur þegar Kristinn kom Val yfir á 18. mínútu eftir flotta skyndisókn. Víkingar áttu aukaspyrnu inni á vallarhelmingi Vals, spyrna Ívars Arnar Jónssonar var slök og Valsmenn geystust í sókn gegn fámennri vörn Víkinga. Sigurður Egill Lárusson fór framhjá Dofra Snorrasyni, upp vinstri kantinn og sendi svo góða þversendingu á Kristinn sem kláraði færið af stakri prýði. Valsmenn bættu öðru marki við á 42. mínútu. Það gerði Patrick Pedersen eftir skelfileg mistök Alans Löwing í vörn Víkinga. Skotinn misreiknaði sendingu Sigurður Egils inn fyrir vörnina og danski framherjinn nýtti sér mistökin til fullnustu. Staðan var 0-2 í hálfleik en heimamenn mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og strax á 47. mínútu voru þeir nálægt því að skora. Fyrst átti Rolf Toft skot í varnarmann og svo varði Ingvar Þór Kale vel frá Pape Mamadou Faye. Víkingar héldu áfram að setja pressu á Valsliðið en vörn Hlíðarendapilta hélt vel og heimamönnum erfiðlega að skapa sér færi. Þeir fengu líflínu á 72. mínútu þegar Pape minnkaði muninn með skoti af stuttu færi eftir að Ingvar hafði misreiknað aukaspyrnu Ívars. Við þetta kom meira óöryggi í Valsliðið og Víkingar gengu á lagið. Á 83. mínútu jafnaði varamaðurinn Agnar Darri Sverrisson metin með sínu öðru marki í efstu deild eftir aukaspyrnu frá öðrum varamanni, Stefáni Þór Pálssyni. Bæði mörk Víkinga komu því eftir föst leikatriði en Valsmenn fengu einnig á sig tvö mörk gegn Leikni úr uppsettum atriðum. Þetta er því greinilega eitthvað sem Ólafur Jóhannesson þarf að fara yfir með sínum mönnum. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin skiptu stigunum á milli sín. Þetta var fyrsta stig Vals í Pepsi-deildinni í sumar en Víkingar eru með fjögur.Kristinn Freyr: Þurfum að fara yfir föstu leikatriðin Kristinn Freyr Sigurðsson sneri aftur í lið Vals gegn Víkingi eftir að hafa tekið út leikbann í fyrstu umferðinni. Kristinn kom Valsmönnum yfir á 19. mínútu en gestirnir leiddu 0-2 í hálfleik. Kristinn segir það vonbrigði að hafa misst leikinn niður í jafntefli. "Ef þú kemst 2-0 yfir og hitt liðið jafnar eru það alltaf tvö töpuð stig. Við getum sjálfum okkur um kennt," sagði Kristinn en bæði mörk Víkinga komu eftir föst leikatriði. "Þetta er annar leikurinn í röð sem við fáum á okkur tvö mörk eftir föst leikatriði. Við þurfum að fara yfir þessi atriði og loka betur á þau og halda búrinu hreinu í næsta leik," sagði Kristinn sem var annars þokkalega sáttur með varnarleik Vals í leiknum. "Þeir opnuðu okkur bara einu sinni í seinni hálfleik, þegar Kale varði frá Pape. Það var heimsklassamarkvarsla." Valsmenn skoruðu ekki í síðasta leik en gerðu tvö mörk á útivelli í kvöld sem Kristinn segir jákvætt. "Við skoruðum ekki í síðasta leik og það var fínt að svara því með tveimur mörkum. Við ætluðum að halda hreinu í dag en það tókst ekki. Það á að vera markmið okkar númer eitt í næsta leik, að halda markinu hreinu," sagði Kristinn að lokum.Agnar Darri: Alltaf gaman að skora Agnar Darri Sverrisson var hetja Víkinga þegar hann skoraði jöfnunarmark liðsins gegn Val á heimavelli í kvöld. Agnar jafnaði metin í 2-2 á 83. mínútu en hann var þá búinn að vera inni á vellinum í rúmar 10 mínútur. Þetta var annað mark hans fyrir Víkinga í efstu deild. Hann viðurkennir að staðan hafi ekki litið vel út þegar 18 mínútur voru eftir og Víkingar 0-2 undir. "Nei, en við unnum okkur inn í leikinn og skoruðum mark og þá er alltaf von. Við gáfum bara allt í þetta og náðum sem betur fer að jafna. Við þiggjum stigið," sagði Agnar en Víkingur skoraði bæði mörkin eftir föst leikatriði. "Við æfum þau alltaf hjá Óla og Milos, höfum allir hlutverk og förum eftir þeim," sagði Agnar sem á í harðri baráttu um sæti í byrjunarliði Víkings. "Maður reynir sitt besta þegar maður kemur inn á og það er alltaf gaman að skora mörk. "En liðsheildin skilaði þessu. Það þarf einhver að leggja mörkin upp og vera í vörninni og markinu. Við gerum þetta saman," sagði Agnar að endingu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast