Loftslagsmál

Fréttamynd

Lofts­lags­stefna Mið­flokksins ‒ flytja út mengun

Miðflokksmaðurinn Þorsteinn Sæmundsson segist sleginn eftir að hafa lesið viðtal við undirritaðan af því að ég – sem formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands – vilji ekki að mengun frá áburðarverksmiðju blási út á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Enn um umboðsskyldu

Hætta er á að ESG fjárfestingar fórni hagsmunum umbjóðenda, til dæmis varðandi áhættudreifingu í safni. Fjárfestingastefna sem byggi á blönduðum ásetningi sé í raun ígildi þess að umboðsmaður láti greiðslu af hendi rakna frá umbjóðendum til þriðja manns. Það geti umboðsaðili ekki gert án þess að hafa skýrt umboð.

Umræðan
Fréttamynd

Sjötta hlýjasta ár frá upp­hafi mælinga

Árið 2021 var sjötta hlýjasta ár jarðar frá upphafi mælinga. Vísindamenn segja að hitastig fari almennt hækkandi og gera megi ráð fyrir því að komandi ár verði enn hlýrri. Árið fylgir því fast á hæla áranna 2016 og 2020 sem voru með þeim hlýjustu frá upphafi mælinga.

Erlent
Fréttamynd

Allt í rusli – en samt ekki

Eitt af úrlausnarefnum þess samfélags sem við búum í er losun og eyðing á rusli. Við höfum um árabil urðað rusl en munum hætta því innan fárra ára.

Skoðun
Fréttamynd

Kallaður Greta Thunberg fótboltans

Norski knattspyrnumaðurinn Morten Thorsby valdi sér treyju númer 2 hjá Sampdoria til að minna á markmið um að hlýnun jarðar fari ekki yfir tvær gráður.

Fótbolti
Fréttamynd

Grænlenska þingið samþykkir tvær nýjar vatnsaflsvirkjanir

Grænlenska þingið hefur samþykkt gerð tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana fyrir yfir sextíu milljarða íslenskra króna. Virkjanirnar eiga að verða tilbúnar eftir sjö ár. Með þeim eykst hlutfall endurnýjanlegrar orku í raforkuframleiðslu og húshitun Grænlendinga úr 70 prósentum upp í 90 prósent. Hlutfall olíu minnkar að sama skapi, sem og kolefnisspor Grænlands.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sögu­lega leiðin­legt þing í ár

Salan á Ís­lands­banka var stærsta pólitíska hita­mál ársins 2021 að mati flestra sem frétta­stofa ræddi við þegar farið var í upp­rifjun á af­rekum þingsins fyrir annál. Það segir lík­lega sína sögu um hve tíðinda­litlu og leiðin­legu ári er að ljúka fyrir á­huga­menn um pólitík.

Innlent
Fréttamynd

Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort

Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kol­efnis­tæki­færi (og -á­hætta) fyrir Ís­land

Þann 14. október birtist grein eftir höfunda sem varpaði fram spurningunni: „Hvort kolefnismarkaðir gætu bjargað loftlagsmarkmiðum Íslands?“ Niðurstaða greinarinnar var að slíkt væri vissulega möguleiki og var sú skoðun byggð á fyrirheitum um árangur á loftslagsráðstefnu SÞ í Glasgow (COP26) sem lauk 12. nóvember sl.

Skoðun
Fréttamynd

Reikna með ó­venju­hlýjum vetri á norður­skautinu vegna á­hrifa La niña

Reiknilíkön benda til þess að óvenjuhlýr vetur verði nyrst og norðaustast á norðurskautinu og í Asíu vegna La niña-veðurfyrirbrigðisins í Kyrrahafi. Þó að La niña tengist yfirleitt tímabundinni lækkun meðalhita jarðar er reiknað með að hiti verði víða yfir meðaltali vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna.

Erlent
Fréttamynd

Batnandi jörð er best að lifa

Gullna reglan? Hana þekkjum við öll sama hverrar trúar við erum, vorum eða verðum: Komdu fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig. Í rauninni bara vertu næs. Öll reynum við nú eftir fremsta megni að vera það, leyfi ég mér að fullyrða.

Skoðun