Reikna með óvenjuhlýjum vetri á norðurskautinu vegna áhrifa La niña Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2021 23:20 Frá Beagle-sundi við Eldland, syðsta odda Suður-Ameríku. Þar má búast við þurrara veðri næstu mánuði á meðan La niña stendur yfir. Vísir/Getty Reiknilíkön benda til þess að óvenjuhlýr vetur verði nyrst og norðaustast á norðurskautinu og í Asíu vegna La niña-veðurfyrirbrigðisins í Kyrrahafi. Þó að La niña tengist yfirleitt tímabundinni lækkun meðalhita jarðar er reiknað með að hiti verði víða yfir meðaltali vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) staðfesti í dag að La niña hefði myndast og að fyrirbrigðið ætti eftir að hafa áhrif á hitastig og úrkomu næstu mánuðina. Þetta er annað árið í röð sem La niña aðstæður myndast í Kyrrahafi og er búist við að þessi vari fram í byrjun næsta árs. Líkön benda til þess að fyrirbrigðið verði veikt eða í meðaltali og nokkuð veikari en það sem var ríkjandi á milli 2020 til 2021. Vegna kólnunaráhrifa La niña-viðburðanna tveggja á þessu ári er reiknað með það verði á lista yfir tíu hlýjustu ár frá upphafi mælinga frekar en það hlýjasta. La niña er kaldi fasi Suður-Kyrrahafssveiflunnar (ENSO) svonefndu, náttúrulegrar sveiflu í sjávarhita í Kyrrahafinu. Hún lýsir kólnun yfirborðs Kyrrahafsins við austanverðan miðbaug. Kólnunin hefur áhrif á hringrás lofts og þar með vind, loftþrýsting og úrkomu. Fyrirbrigðið er tengt við tímabundna lækkun meðalhita jarðar og ýmis staðbundin áhrif á veðurfar og er þannig andstæða El niño-fyrirbrigðisins, hlýja fasa sveiflunnar. Búist er við því að hiti verði yfir meðaltali víða yfir landi á meðan á La niña stendur. Helstu undantekningarnar eru norðvestanverð Norður-Ameríka, indversku undirálfunni, Indókínaskagi og Ástralía. Fyrir utan hluta norðurskautsins og nyrstu hluta Asíu er reiknað með að sérstaklega hlýtt verði í austan- og suðaustanverðri Norður-Ameríku, þar á meðal stærsta hluta Karíbahafs, norðaustanverðri Asíu og stórum hluta Evrópu. Hiti á að vera við eða undir meðaltali í Suður-Ameríku norðan 15. breiddargráðu suður sem sker meðal annars norðanverða Bólivíu og Brasilíu. Stór hluti vestur strandar álfunnar verður einnig svalari en að meðaltali. Aukin úrkoma í Suðaustur-Asíu og norðvestanverðri Suður-Ameríku Áhrif La niña eru ekki síst á úrkomu og dreifingu hennar, sérstaklega í kringum Kyrrahafið. Auknar líkur eru á óvenju þurrum aðstæðum í kringum miðbaug nærri dagsetningarlínunni og að syðsta odda Suður-Ameríku og norðvestanverðri Suður-Asíu og Miðausturlöndum. Á hinn bóginn er reiknað með úrkomusömu veðri í hluta Suðaustur-Asíu rétt norðan miðbaugs sem nær í suðvestanvert og mið- og norðanvert Kyrrahafið auk norðvestasta hluta Suður-Ameríku. Erfiðara er sagt að spá fyrir um áhrif á úrkomu í Afríku, Evrópu og Asíu. Teikn eru þó á lofti um að óvenjuúrkomusamt geti verið yfir hluta vestanverðrar Norður-Ameríku og hluta sunnanverðrar Afríku. Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) staðfesti í dag að La niña hefði myndast og að fyrirbrigðið ætti eftir að hafa áhrif á hitastig og úrkomu næstu mánuðina. Þetta er annað árið í röð sem La niña aðstæður myndast í Kyrrahafi og er búist við að þessi vari fram í byrjun næsta árs. Líkön benda til þess að fyrirbrigðið verði veikt eða í meðaltali og nokkuð veikari en það sem var ríkjandi á milli 2020 til 2021. Vegna kólnunaráhrifa La niña-viðburðanna tveggja á þessu ári er reiknað með það verði á lista yfir tíu hlýjustu ár frá upphafi mælinga frekar en það hlýjasta. La niña er kaldi fasi Suður-Kyrrahafssveiflunnar (ENSO) svonefndu, náttúrulegrar sveiflu í sjávarhita í Kyrrahafinu. Hún lýsir kólnun yfirborðs Kyrrahafsins við austanverðan miðbaug. Kólnunin hefur áhrif á hringrás lofts og þar með vind, loftþrýsting og úrkomu. Fyrirbrigðið er tengt við tímabundna lækkun meðalhita jarðar og ýmis staðbundin áhrif á veðurfar og er þannig andstæða El niño-fyrirbrigðisins, hlýja fasa sveiflunnar. Búist er við því að hiti verði yfir meðaltali víða yfir landi á meðan á La niña stendur. Helstu undantekningarnar eru norðvestanverð Norður-Ameríka, indversku undirálfunni, Indókínaskagi og Ástralía. Fyrir utan hluta norðurskautsins og nyrstu hluta Asíu er reiknað með að sérstaklega hlýtt verði í austan- og suðaustanverðri Norður-Ameríku, þar á meðal stærsta hluta Karíbahafs, norðaustanverðri Asíu og stórum hluta Evrópu. Hiti á að vera við eða undir meðaltali í Suður-Ameríku norðan 15. breiddargráðu suður sem sker meðal annars norðanverða Bólivíu og Brasilíu. Stór hluti vestur strandar álfunnar verður einnig svalari en að meðaltali. Aukin úrkoma í Suðaustur-Asíu og norðvestanverðri Suður-Ameríku Áhrif La niña eru ekki síst á úrkomu og dreifingu hennar, sérstaklega í kringum Kyrrahafið. Auknar líkur eru á óvenju þurrum aðstæðum í kringum miðbaug nærri dagsetningarlínunni og að syðsta odda Suður-Ameríku og norðvestanverðri Suður-Asíu og Miðausturlöndum. Á hinn bóginn er reiknað með úrkomusömu veðri í hluta Suðaustur-Asíu rétt norðan miðbaugs sem nær í suðvestanvert og mið- og norðanvert Kyrrahafið auk norðvestasta hluta Suður-Ameríku. Erfiðara er sagt að spá fyrir um áhrif á úrkomu í Afríku, Evrópu og Asíu. Teikn eru þó á lofti um að óvenjuúrkomusamt geti verið yfir hluta vestanverðrar Norður-Ameríku og hluta sunnanverðrar Afríku.
La niña er kaldi fasi Suður-Kyrrahafssveiflunnar (ENSO) svonefndu, náttúrulegrar sveiflu í sjávarhita í Kyrrahafinu. Hún lýsir kólnun yfirborðs Kyrrahafsins við austanverðan miðbaug. Kólnunin hefur áhrif á hringrás lofts og þar með vind, loftþrýsting og úrkomu. Fyrirbrigðið er tengt við tímabundna lækkun meðalhita jarðar og ýmis staðbundin áhrif á veðurfar og er þannig andstæða El niño-fyrirbrigðisins, hlýja fasa sveiflunnar.
Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira