Hetjur norðurslóða verðlaunuð í Frakklandi Tinni Sveinsson skrifar 3. desember 2021 15:33 Í Hetjum norðurslóða má finna myndir og sögubrot af harðri lífsbaráttu Grænlendinga í sambýli við besta vin mannsins. Vísir/RAX Ragnar Axelsson ljósmyndari var verðlaunaður fyrir bók sína Hetjur norðurslóða af franska tímaritinu Le Monde de la Photo. Bókin var valin besta ljósmyndabókin, það besta sem í boði er þetta árið. Farið er lofsamlegum orðum um bókina í tímaritinu, sem er afar virt á sviði ljósmyndunar. Meðal annarra sem tilnefndir voru fyrir verk sín þetta árið voru Bill Brandt og Sebastião Salgado, sem eru meðal fremstu ljósmyndara heims. Óður til grænlenska sleðahundsins Hetjur norðurslóða er óður til grænlenska sleðahundsins og sambandsins sem myndast hefur milli manns og hunds í veiðimannasamfélaginu á Grænlandi. Samkvæmt Ragnari taldi stofn grænlenska sleðahundsins um 30 þúsund hunda fyrir tíu árum. Nú eru þeir um ellefu þúsund.Vísir/RAX Ljósmyndarinn hefur ferðast um Grænland í um 40 ár og hefur á þeim árum safnað myndum og sögubrotum af harðri lífsbaráttu Grænlendinga í sambýli við besta vin mannsins. „Ég fór að mynda grænlenska hundinn sem er fyrir mér ein merkilegasta hundategund í heimi og ein elsta. Hann er á undanhaldi, það voru 30.000 til fyrir tíu árum nú eru þeir 11.000 eða 12.000. Veiðimönnum fækkar og ísinn hefur þynnst. Ungu krakkarnir mennta sig og vilja síður lifa svona lífi, sem er ekkert þægilegt líf,“ sagði Ragnar meðal annars í þættinum RAX Augnablik: Leyndardómar Roscoe fjalla, þar sem var meðal annars fjallað um bókina. Klippa: RAX Augnablik - Leyndardómar Roscoe fjalla Hetjur norðurslóða er gefin út af Qerndu hér á landi og kemur út á ensku hjá Kehrer Verlag í Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. RAX Ljósmyndun Dýr Hundar Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Ég vil ekki vera að predika neitt en vil leyfa fólki að hugsa og horfa“ Í dag opnar sýningin Þar sem heimurinn bráðnar eftir Ragnar Axelsson í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Sýningin opnar klukkan tíu en engin formleg opnun var að þessu sinni vegna fjöldatakmarkana. 30. janúar 2021 09:01 RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“ „Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi. Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það, segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu. 8. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Farið er lofsamlegum orðum um bókina í tímaritinu, sem er afar virt á sviði ljósmyndunar. Meðal annarra sem tilnefndir voru fyrir verk sín þetta árið voru Bill Brandt og Sebastião Salgado, sem eru meðal fremstu ljósmyndara heims. Óður til grænlenska sleðahundsins Hetjur norðurslóða er óður til grænlenska sleðahundsins og sambandsins sem myndast hefur milli manns og hunds í veiðimannasamfélaginu á Grænlandi. Samkvæmt Ragnari taldi stofn grænlenska sleðahundsins um 30 þúsund hunda fyrir tíu árum. Nú eru þeir um ellefu þúsund.Vísir/RAX Ljósmyndarinn hefur ferðast um Grænland í um 40 ár og hefur á þeim árum safnað myndum og sögubrotum af harðri lífsbaráttu Grænlendinga í sambýli við besta vin mannsins. „Ég fór að mynda grænlenska hundinn sem er fyrir mér ein merkilegasta hundategund í heimi og ein elsta. Hann er á undanhaldi, það voru 30.000 til fyrir tíu árum nú eru þeir 11.000 eða 12.000. Veiðimönnum fækkar og ísinn hefur þynnst. Ungu krakkarnir mennta sig og vilja síður lifa svona lífi, sem er ekkert þægilegt líf,“ sagði Ragnar meðal annars í þættinum RAX Augnablik: Leyndardómar Roscoe fjalla, þar sem var meðal annars fjallað um bókina. Klippa: RAX Augnablik - Leyndardómar Roscoe fjalla Hetjur norðurslóða er gefin út af Qerndu hér á landi og kemur út á ensku hjá Kehrer Verlag í Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum.
RAX Ljósmyndun Dýr Hundar Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Ég vil ekki vera að predika neitt en vil leyfa fólki að hugsa og horfa“ Í dag opnar sýningin Þar sem heimurinn bráðnar eftir Ragnar Axelsson í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Sýningin opnar klukkan tíu en engin formleg opnun var að þessu sinni vegna fjöldatakmarkana. 30. janúar 2021 09:01 RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“ „Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi. Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það, segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu. 8. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég vil ekki vera að predika neitt en vil leyfa fólki að hugsa og horfa“ Í dag opnar sýningin Þar sem heimurinn bráðnar eftir Ragnar Axelsson í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Sýningin opnar klukkan tíu en engin formleg opnun var að þessu sinni vegna fjöldatakmarkana. 30. janúar 2021 09:01
RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“ „Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi. Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það, segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu. 8. nóvember 2020 07:00