Kallaður Greta Thunberg fótboltans Sindri Sverrisson skrifar 16. desember 2021 11:31 Morten Thorsby í baráttunni í leik gegn Lazio. Hann stendur í annars konar baráttu utan vallar. EPA-EFE/SIMONE ARVEDA Norski knattspyrnumaðurinn Morten Thorsby valdi sér treyju númer 2 hjá Sampdoria til að minna á markmið um að hlýnun jarðar fari ekki yfir tvær gráður. Thorsby hefur verið kallaður „Greta Thunberg fótboltans“ og líkar það vel. Þessum 25 ára gamla leikmanni, sem leikið hefur 12 leiki fyrir norska landsliðið, hefur alltaf verið annt um jörðina en fór að berjast með markvissum hætti gegn loftslagsbreytingum fyrir nokkrum árum þegar hann var leikmaður Heerenveen í Hollandi. „Þetta er svo risastórt mál en það var enginn í kringum mann að tala um það. Það gerði mig sorgmæddan og jafnvel þunglyndan. Ég hugsaði með mér: Við erum með „mega“ vandamál hérna og hvað er ég að gera? Spila fótbolta. Það virtist ekki ganga upp í mínum huga,“ sagði Thorsby í grein sem birtist fyrst í hollenska blaðinu De Volkskrant í nóvember. View this post on Instagram A post shared by WE PLAY GREEN (@weplaygreen_) Thorsby ákvað hins vegar að halda áfram í fótboltanum, og reyna að nýta fótboltann til þess að koma boðskap sínum á framfæri. „Fótboltinn situr eftir þegar hann ætti að ganga fram með góðu fordæmi. Hann getur haft gríðarleg áhrif og verið jafnvel okkar bjargvættur. Þrír og hálfur milljarður manna um allan heim horfir á fótbolta. Það er ekkert í samfélaginu sem fleira fólk tengir við. Fótboltastjörnur eru stærstu áhrifavaldarnir,“ sagði Thorsby. Hver vill ekki hreint vatn og hreint loft fyrir börnin? Hann stofnaði We Play Green samtökin sem eru fyrri fótboltamenn sem vilja hjálpa jörðinni út úr loftslagsvandanum. Thorsby segir að rétta leiðin sé hins vegar ekki að predika yfir fólki heldur hvetja það til að taka lítil skref sem, ef nógu margir taki þau, verði að stórum skrefum. „Hreint vatn og hreint loft fyrir börnin okkar – það eru skilaboðin. Hver myndi ekki vilja það?“ spurði Thorsby. Hlógu fyrst þegar hann mætti á reiðhjóli Þegar hann var hjá Heerenveen var eitt af hans fyrstu skrefum að fara á reiðhjóli á æfingar. Liðsfélagarnir, flestir á rándýrum eðalbifreiðum, hlógu að honum. Thorsby útskýrði hins vegar fyrir þeim hvað fyrir honum vakti og hvatti þá til að gera slíkt hið sama. „Fyrst var maður litinn hornauga. En svo áttuðu menn sig og félagið útvegaði hjól fyrir okkur. Ef að veðrið varð allt í einu mjög slæmt þá voru menn minna ánægðir með mig,“ sagði Thorsby hlæjandi. Eftir að hafa flust til Ítalíu árið 2019 hefur hann haldið áfram að hvetja liðsfélaga sína til að hugsa um jörðina, til að mynda með því að minnka kjötneyslu og nota hjól eða rafmagnsbíla, og deila litlu skrefunum sínum á samfélagsmiðlum. En er erfitt að fá fótboltamenn til þess að berjast gegn loftslagsbreytingum? „Já, það er það. Í búningsklefanum er ég enn „græni guttinn“ sem hlegið er að þegar maður gerir eitthvað sjálfur sem ekki er alveg sjálfbært. Á Ítalíu kalla þeir mig Grétu Thunberg fótboltans. Það er í góðu lagi – Ég dáist endalaust að henni,“ sagði Thorsby. Ítalski boltinn Loftslagsmál Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Thorsby hefur verið kallaður „Greta Thunberg fótboltans“ og líkar það vel. Þessum 25 ára gamla leikmanni, sem leikið hefur 12 leiki fyrir norska landsliðið, hefur alltaf verið annt um jörðina en fór að berjast með markvissum hætti gegn loftslagsbreytingum fyrir nokkrum árum þegar hann var leikmaður Heerenveen í Hollandi. „Þetta er svo risastórt mál en það var enginn í kringum mann að tala um það. Það gerði mig sorgmæddan og jafnvel þunglyndan. Ég hugsaði með mér: Við erum með „mega“ vandamál hérna og hvað er ég að gera? Spila fótbolta. Það virtist ekki ganga upp í mínum huga,“ sagði Thorsby í grein sem birtist fyrst í hollenska blaðinu De Volkskrant í nóvember. View this post on Instagram A post shared by WE PLAY GREEN (@weplaygreen_) Thorsby ákvað hins vegar að halda áfram í fótboltanum, og reyna að nýta fótboltann til þess að koma boðskap sínum á framfæri. „Fótboltinn situr eftir þegar hann ætti að ganga fram með góðu fordæmi. Hann getur haft gríðarleg áhrif og verið jafnvel okkar bjargvættur. Þrír og hálfur milljarður manna um allan heim horfir á fótbolta. Það er ekkert í samfélaginu sem fleira fólk tengir við. Fótboltastjörnur eru stærstu áhrifavaldarnir,“ sagði Thorsby. Hver vill ekki hreint vatn og hreint loft fyrir börnin? Hann stofnaði We Play Green samtökin sem eru fyrri fótboltamenn sem vilja hjálpa jörðinni út úr loftslagsvandanum. Thorsby segir að rétta leiðin sé hins vegar ekki að predika yfir fólki heldur hvetja það til að taka lítil skref sem, ef nógu margir taki þau, verði að stórum skrefum. „Hreint vatn og hreint loft fyrir börnin okkar – það eru skilaboðin. Hver myndi ekki vilja það?“ spurði Thorsby. Hlógu fyrst þegar hann mætti á reiðhjóli Þegar hann var hjá Heerenveen var eitt af hans fyrstu skrefum að fara á reiðhjóli á æfingar. Liðsfélagarnir, flestir á rándýrum eðalbifreiðum, hlógu að honum. Thorsby útskýrði hins vegar fyrir þeim hvað fyrir honum vakti og hvatti þá til að gera slíkt hið sama. „Fyrst var maður litinn hornauga. En svo áttuðu menn sig og félagið útvegaði hjól fyrir okkur. Ef að veðrið varð allt í einu mjög slæmt þá voru menn minna ánægðir með mig,“ sagði Thorsby hlæjandi. Eftir að hafa flust til Ítalíu árið 2019 hefur hann haldið áfram að hvetja liðsfélaga sína til að hugsa um jörðina, til að mynda með því að minnka kjötneyslu og nota hjól eða rafmagnsbíla, og deila litlu skrefunum sínum á samfélagsmiðlum. En er erfitt að fá fótboltamenn til þess að berjast gegn loftslagsbreytingum? „Já, það er það. Í búningsklefanum er ég enn „græni guttinn“ sem hlegið er að þegar maður gerir eitthvað sjálfur sem ekki er alveg sjálfbært. Á Ítalíu kalla þeir mig Grétu Thunberg fótboltans. Það er í góðu lagi – Ég dáist endalaust að henni,“ sagði Thorsby.
Ítalski boltinn Loftslagsmál Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira