Raforkuskortur gæti valdið 3,4% meiri losun Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar 21. desember 2021 20:30 Aðilar sem starfa í raforkugeiranum á Íslandi virðast ósammála um hvort raforkuskortur sé til staðar á Íslandi eða ekki. Þannig hefur algengt svar við vangaveltum um raforkuskort verið á þá leið að á Íslandi sé framleitt mest af raforkuorku miðað við höfðatölu í heiminum og að álverin séu einfaldlega að nota of mikið af orku sem nota þarf í annað. Það er rétt að Ísland framleiðir mikið af raforku þegar miðað er við höfðatölu, en Ísland veiðir hins vegar líka mikið af fiski miðað við höfðatölu og við tökum á móti mörgum ferðamönnum miðað við höfðatölu. Ástæðurnar eru fyrst og fremst að hérlendis eru til staðar mikil tækifæri fyrir þessar atvinnugreinar. Hægt er að nýta þá möguleika sem eru til staðar til að framleiða orku á vistvænan hátt, veiða og selja út fisk og veita margvíslega þjónustu til ferðamanna. Sérstaða Íslands á alþjóðavettvangi hvað varðar hreina orku og ásýnd getur nýst samfélaginu til hagsbóta, bæði efnahagslega og umhverfislega. Þegar raforkuframleiðsla Íslands er skoðuð í alþjóðlegu samhengi erum við engir risar í framleiðslu og vandamál flutningskerfisins er greinilegt. Orkumagnið er lítið miðað við stærð landsins, sem þýðir að flytja þarf orkuna um langan veg þegar þörf er á henni á stöðum sem eru fjarri uppruna orkunnar. Álframleiðsla á Íslandi er sú leið sem valin hefur verið til þess að flytja út íslenska raforku, þ.e. kosið hefur verið að breyta raforkunni fyrst í ál áður en hún er seld úr landi. Því hefur verið haldið fram að skynsamlegra væri að nota orkuna frekar innanlands í önnur verkefni eða að flytja hana frá landinu í öðru formi. Það eru góðar og gildar skoðanir og ekkert eitt rétt svar við því hvernig best er að fara með íslenska raforku. Ál mun hins vegar áfram verða framleitt, hvort sem það er gert hérlendis eða annars staðar. Nota þarf ál til dæmis við framleiðslu rafbíla og rafmagnshjóla sem nauðsynleg eru fyrir orkuskipti í samgöngum. Hvort það er raunverulega til hagsbóta fyrir loftslagsmálin að framleiða álið annars staðar en á Íslandi skal ósagt látið. Álverin eru hins vegar flest með samninga til langs tíma um kaup á raforku sem þýðir að sú orka sem fer til þeirra í dag getur ekki farið annað á meðan samningarnir eru í gildi. Raforkan er ekki aðgengileg öllum Staðreynd málsins er sú að margir aðilar sem hafa áhuga á að kaupa raforku í dag geta ekki keypt hana. Vegna slæms vatnsárs er ekki hægt að afhenda fiskimjölsverksmiðjum, sem keypt hafa skerðanlega orku undanfarin ár, þá raforku sem þær hefðu viljað. Fiskimjölsverksmiðjurnar eru sérstakar að því leyti að þær búa við mikla tímabundna orkuþörf og því óeðlilegt út frá hagkvæmnissjónarmiði að raforkukerfið sé sérstaklega byggt upp til að þjóna þeirra þörfum. Hins vegar eru skerðingar til þeirra einkenni raforkukerfis sem er komið að þolmörkum. Ekki er hægt að bæta við auknu álagi í takmarkaðan tíma þar sem að raforkukerfið er keyrt á fullum afköstum nú þegar. Fiskimjölsverksmiðjur færa sig yfir í olíu En hvaða áhrif hefur raforkuskorturinn? Tökum nýlegt dæmi. Í aðsendri grein frá framkvæmdastjóra SFS kemur fram að skerðing á raforku til fiskimjölsverksmiðja hefur í för með sér að brenna þurfi 20-30 þúsund tonnum af olíu til viðbótar. Fyrir flesta hljómar 20-30 þúsund tonn eins og mikið magn olíu en það er gagnlegt að setja það í samhengi: 30 þúsund tonn af olíu er um 20% af allri olíunotkun fiskiskipa árið 2020* 30 þúsund tonn af olíu er um 11,5% af notkun allra bifreiða á Íslandi árið 2020* Ef skoðuð eru gögn fyrir rafbílavæðingu landsins þá kemur fram á vef Samgöngustofu að frá 2010 hafa verið skráðir 10.163 rafbílar og 7.455 tengiltvinnbílar. Með útreikningi og einföldun[1] má áætla hversu mikla olíu þeir hefðu notað ef þeir hefðu allir verið bensínbílar. Þannig kemur í ljós að frá 2010, yfir 11 ára tímabil, hafa 47 milljón lítrar af bensíni sparast, eða um 36 þúsund tonn olíuígildi. Á ofangreindu má því segja að það séu ágætis líkur á að stærstur hluti af þeirri losun sem hefur sparast vegna rafbílavæðingar Íslendinga frá 2010 hverfi á fyrstu mánuðum ársins 2022. Losun gróðurhúsalofttegunda gæti aukist um 3,4% Bruni á 30 þúsund tonnum af olíu jafngildir losun 97,2 þúsund tonnum CO2 ígilda samkvæmt stuðlum Umhverfisstofnunar. Losun á beinni ábyrgð Íslands árið 2019 var mæld 2.883 þúsund tonn CO2 ígilda. Losun Íslendinga gæti því aukist um 3,4% árið 2022 miðað við 2019. Ef orkuskipti Íslendinga eigi að skila tilætluðum árangri og stuðla að kolefnishlutlausu Íslandi 2040 þá verður að vera til staðar raforka til að mæta orkuþörfinni sem er til staðar. Annars er einfaldlega verið að færa olíunotkun milli flokka í bókhaldinu. Höfundur er hagfræðingur hjá EFLU. [1] Gerum ráð fyrir að bifreiðar hefðu verið bensínbílar í stað nýorkubíla. Keyra að meðaltali 12.000 km á ári og eyða 8L/100 km. Gerum einnig ráð fyrir að tengiltvinnbílar keyri 50% af eknum kílómetrum á rafmagni. *Tölur Orkustofnunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Aðilar sem starfa í raforkugeiranum á Íslandi virðast ósammála um hvort raforkuskortur sé til staðar á Íslandi eða ekki. Þannig hefur algengt svar við vangaveltum um raforkuskort verið á þá leið að á Íslandi sé framleitt mest af raforkuorku miðað við höfðatölu í heiminum og að álverin séu einfaldlega að nota of mikið af orku sem nota þarf í annað. Það er rétt að Ísland framleiðir mikið af raforku þegar miðað er við höfðatölu, en Ísland veiðir hins vegar líka mikið af fiski miðað við höfðatölu og við tökum á móti mörgum ferðamönnum miðað við höfðatölu. Ástæðurnar eru fyrst og fremst að hérlendis eru til staðar mikil tækifæri fyrir þessar atvinnugreinar. Hægt er að nýta þá möguleika sem eru til staðar til að framleiða orku á vistvænan hátt, veiða og selja út fisk og veita margvíslega þjónustu til ferðamanna. Sérstaða Íslands á alþjóðavettvangi hvað varðar hreina orku og ásýnd getur nýst samfélaginu til hagsbóta, bæði efnahagslega og umhverfislega. Þegar raforkuframleiðsla Íslands er skoðuð í alþjóðlegu samhengi erum við engir risar í framleiðslu og vandamál flutningskerfisins er greinilegt. Orkumagnið er lítið miðað við stærð landsins, sem þýðir að flytja þarf orkuna um langan veg þegar þörf er á henni á stöðum sem eru fjarri uppruna orkunnar. Álframleiðsla á Íslandi er sú leið sem valin hefur verið til þess að flytja út íslenska raforku, þ.e. kosið hefur verið að breyta raforkunni fyrst í ál áður en hún er seld úr landi. Því hefur verið haldið fram að skynsamlegra væri að nota orkuna frekar innanlands í önnur verkefni eða að flytja hana frá landinu í öðru formi. Það eru góðar og gildar skoðanir og ekkert eitt rétt svar við því hvernig best er að fara með íslenska raforku. Ál mun hins vegar áfram verða framleitt, hvort sem það er gert hérlendis eða annars staðar. Nota þarf ál til dæmis við framleiðslu rafbíla og rafmagnshjóla sem nauðsynleg eru fyrir orkuskipti í samgöngum. Hvort það er raunverulega til hagsbóta fyrir loftslagsmálin að framleiða álið annars staðar en á Íslandi skal ósagt látið. Álverin eru hins vegar flest með samninga til langs tíma um kaup á raforku sem þýðir að sú orka sem fer til þeirra í dag getur ekki farið annað á meðan samningarnir eru í gildi. Raforkan er ekki aðgengileg öllum Staðreynd málsins er sú að margir aðilar sem hafa áhuga á að kaupa raforku í dag geta ekki keypt hana. Vegna slæms vatnsárs er ekki hægt að afhenda fiskimjölsverksmiðjum, sem keypt hafa skerðanlega orku undanfarin ár, þá raforku sem þær hefðu viljað. Fiskimjölsverksmiðjurnar eru sérstakar að því leyti að þær búa við mikla tímabundna orkuþörf og því óeðlilegt út frá hagkvæmnissjónarmiði að raforkukerfið sé sérstaklega byggt upp til að þjóna þeirra þörfum. Hins vegar eru skerðingar til þeirra einkenni raforkukerfis sem er komið að þolmörkum. Ekki er hægt að bæta við auknu álagi í takmarkaðan tíma þar sem að raforkukerfið er keyrt á fullum afköstum nú þegar. Fiskimjölsverksmiðjur færa sig yfir í olíu En hvaða áhrif hefur raforkuskorturinn? Tökum nýlegt dæmi. Í aðsendri grein frá framkvæmdastjóra SFS kemur fram að skerðing á raforku til fiskimjölsverksmiðja hefur í för með sér að brenna þurfi 20-30 þúsund tonnum af olíu til viðbótar. Fyrir flesta hljómar 20-30 þúsund tonn eins og mikið magn olíu en það er gagnlegt að setja það í samhengi: 30 þúsund tonn af olíu er um 20% af allri olíunotkun fiskiskipa árið 2020* 30 þúsund tonn af olíu er um 11,5% af notkun allra bifreiða á Íslandi árið 2020* Ef skoðuð eru gögn fyrir rafbílavæðingu landsins þá kemur fram á vef Samgöngustofu að frá 2010 hafa verið skráðir 10.163 rafbílar og 7.455 tengiltvinnbílar. Með útreikningi og einföldun[1] má áætla hversu mikla olíu þeir hefðu notað ef þeir hefðu allir verið bensínbílar. Þannig kemur í ljós að frá 2010, yfir 11 ára tímabil, hafa 47 milljón lítrar af bensíni sparast, eða um 36 þúsund tonn olíuígildi. Á ofangreindu má því segja að það séu ágætis líkur á að stærstur hluti af þeirri losun sem hefur sparast vegna rafbílavæðingar Íslendinga frá 2010 hverfi á fyrstu mánuðum ársins 2022. Losun gróðurhúsalofttegunda gæti aukist um 3,4% Bruni á 30 þúsund tonnum af olíu jafngildir losun 97,2 þúsund tonnum CO2 ígilda samkvæmt stuðlum Umhverfisstofnunar. Losun á beinni ábyrgð Íslands árið 2019 var mæld 2.883 þúsund tonn CO2 ígilda. Losun Íslendinga gæti því aukist um 3,4% árið 2022 miðað við 2019. Ef orkuskipti Íslendinga eigi að skila tilætluðum árangri og stuðla að kolefnishlutlausu Íslandi 2040 þá verður að vera til staðar raforka til að mæta orkuþörfinni sem er til staðar. Annars er einfaldlega verið að færa olíunotkun milli flokka í bókhaldinu. Höfundur er hagfræðingur hjá EFLU. [1] Gerum ráð fyrir að bifreiðar hefðu verið bensínbílar í stað nýorkubíla. Keyra að meðaltali 12.000 km á ári og eyða 8L/100 km. Gerum einnig ráð fyrir að tengiltvinnbílar keyri 50% af eknum kílómetrum á rafmagni. *Tölur Orkustofnunar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun