Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Marg­falt fleiri skjálftar á viku en heilu ári

Enn mælist mikil skjálftavirkni á Reykjanesskaga. Nú síðdegis hefur fjöldi skjálfta á svæðinu mælst svipaður og síðustu daga en skjálftarnir verið heldur minni. Frá upphafi hrinunnar í síðustu viku hafa mælst rúmlega fjórfalt fleiri skjálftar á svæðinu en allt árið 2019.

Innlent
Fréttamynd

Mögu­lega á leið inn í nýja um­brota­hrinu en ekki þar með sagt að hún „snúi öllu á hvolf“

Mjög ólíklegt er að hraun loki öllum vegum á Reykjanesi, komi til eldgoss, að sögn Þorvalds Þórðarsonar, eldfjallafræðings. Mesta hraunrennslið yrði í upphafi eldgossins og toppurinn gæti varað í einhverja daga. Hann telur líklegt að við séum á leið inn í nýtt umbrotatímabil á Reykjanesi - en það þýði þó ekki að allt „snúist á hvolf“.

Innlent
Fréttamynd

Kristín, Víðir og Þorvaldur í Pallborðinu á Vísi

Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra og Þorvaldur Þórðarson eldfjallasérfræðingur mæta í Pallborðið á Vísi klukkan þrjú í dag og ræða jarðskjálftahrinuna á Reykjanesi. Horfa má á Pallborðið í beinni útsendingu hér fyrir neðan og í beinni textalýsingu neðst í fréttinni.

Innlent
Fréttamynd

Þurfti að rjúka til að fara yfir nýjasta skjálftann

Ríflega þúsund jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá því um miðnætti. Sá síðasti stóri, skjálfti að stærð 4, reið yfir snemma á ellefta tímanum. Viðtal fréttastofu við náttúrvársérfræðing um stöðuna á jarðhræringunum var einmitt við það að ljúka þegar skjálftinn reið yfir. Sérfræðingurinn þurfti þá að rjúka af stað að fara yfir skjálftann.

Innlent
Fréttamynd

Fylgjast sérstaklega vel með merkjum um gosóróa

Engin merki sjást um gosóróa á Reykjanesskaga en vísindamenn Veðurstofu Íslands fylgjast sérstaklega vel með mögulegum merkjum þar um eftir tilkynningu vísindaráðs almannavarna í gær. Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Nokkrir öflugir skjálftar í nótt

Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð urðu á Reykjanesskaga í nótt. Einn skjálfti varð klukkan 02.53 og mældist 4,3 að stærð. Upptök hans voru á þriggja kílómetra dýpi 1,3 kílómetra suðvestur af Keili.

Innlent
Fréttamynd

Telur kviku á sjö kílómetra dýpi vera að þrýsta sér upp

Jarðskjálfti upp á 5,1 stig með upptök við Keili varð um hálffimmleytið nú síðdegis. Hann er sá öflugasti í dag í hinni miklu hrinu sem nú skekur suðvesturhorn Íslands og ekkert lát virðist á. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir hrinuna núna skýrustu vísbendingu á síðari árum um að við séum að nálgast nýtt eldgosatímabil á Reykjanesskaga.

Innlent
Fréttamynd

Settu upp beint streymi af Keili ef það skyldi gjósa

Staðarmiðillinn Víkurfréttir í Reykjanesbæ sendir nú út beint streymi af fjallinu Keili, eftir að fregnir bárust af því að líkurnar á eldgosi á Reykjanesskaga gætu verið að aukast. Streymið er tekið upp út um glugga á skrifstofuhúsnæði á fjórðu hæð, sem ritstjórinn segir hafa vaggað nánast stanslaust síðustu daga.

Innlent
Fréttamynd

Lík­legasta skýring á jarð­skjálftunum að kviku­inn­skot sé að myndast

Vísindaráð almannavarna telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesskaga undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Ráðið skoðaði gervihnattamyndir sem bárust í dag og sýnir úrvinnsla úr þeim myndum meiri færslu en áður hefur orðið vart við.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti upp á 5,1 á suðvesturhorninu

Kraftmikill jarðskjálfti 5,1 að stærð fannst vel á suðvesturhorninu um klukkan 16:35 í dag. Skjálftinn fannst meðal annars vel á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Hvolsvelli.

Innlent
Fréttamynd

Telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur

Jarðskjálftafræðingur telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur til að geta yfirgefið heimili sín í flýti. Borið hefur á umræðu um slíkt á samfélagsmiðlum meðal íbúa á suðvesturhorninu, þar sem mikil jarðskjálftahrina hefur staðið yfir síðan á miðvikudag.

Innlent
Fréttamynd

Snarpur skjálfti á Reykjanesi

Snarpur skjálfti fannst vel á suðvesturhorninu, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, um klukkan 13:50 í dag. Skrifstofur fréttastofu á Suðurlandsbraut í Reykjavík hristust vel en skjálftinn varði þó nokkuð skemur en stóru skjálftarnir sem urðu í nótt og á laugardagsmorgun.

Innlent
Fréttamynd

1.500 skjálftar í dag

Tæplega 1.500 jarðskjálftar höfðu greinst á mælum Veðurstofu Íslands frá miðnætti til hádegis í dag. Sá stærsti var 4,9 að stærð, klukkan hálf tvö í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Svona hljómaði stóri skjálftinn í nótt

Stór jarðskjálfti sem reið yfir klukkan hálf tvö í nótt og mældist 4,9 að stærð varði í ríflega tuttugu sekúndur, ef marka má hljóðupptöku úr Hlíðunum í Reykjavík. Upptökuna má finna neðst í fréttinni.

Innlent
Fréttamynd

Afar hæpið að íslensk hús hrynji vegna jarðskjálfta

Lágreist hús með léttum þökum, sem mjög algeng eru á Íslandi, eru sérstaklega heppileg með tilliti til jarðskjálfta, að sögn jarðskjálftaverkfræðings. Þá finni íbúar húsa á hörðu undirlagi minna fyrir jarðskjálftum en þeir sem búa þar sem undirlagið er mýkra. 

Innlent
Fréttamynd

Ofsa­hræðsla við ham­farir

Okkur verður eðlilega brugðið þegar jörð skekur endurtekið enda erum við óvön slíku og hræðumst frá náttúrunnar hendi fyrirbæri svo sem hamfarir, villidýr og skordýr. Tíðir skjálftar undanfarinna daga minna á smæð okkar og vanmátt í garð voldugra náttúruafla.

Skoðun
Fréttamynd

Suðvesturhornið nötraði um klukkan hálftvö

Óhætt er að segja að íbúar á höfuðborgarsvæðinu og víðar hafi fundið fyrir jarðskjálfta sem varð um klukkan hálftvö í nótt. Skjálftinn var 4,9 að stærð og er sá stærsti síðan skjálfti að stærð 5,2 reið yfir á laugardagsmorgun.

Innlent