Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Þúsund fleiri skjálftar en minni líkur á gosi: „Við getum auðvitað aldrei útilokað neitt enn“

Um þúsund fleiri jarðskjálftar hafa mælst í dag en í gær en alls hafa mælst um 3.500 síðasta sólarhringinn. Einkum hefur skjálftavirkni verið meiri nær Grindavík í dag en í gær, þótt enn sé mikil virkni við Fagradalsfjall. Minni líkur eru þó á að eldgos sé yfirvofandi en gert var ráð fyrir í gær. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert gos yfirvofandi eins og er, en á sama tíma sé ekkert hægt að útiloka enn.

Innlent
Fréttamynd

Höllin í Grindavík skalf fyrir körfuboltaleik

Jarðskjálfti upp á 4,1 sem skók Grindavík í kvöld fannst vel í HS-Orku-höllina rétt áður leikur Grindavíkur og Hattar í körfubolta hófst á áttunda tímanum í kvöld. Titringurinn náðist greinilega á mynd í útsendingu Stöðvar 2 frá höllinni. Upptökuna má sjá neðst í fréttinni.

Innlent
Fréttamynd

„Við verðum bara að vera undir allt búin“

Engin merki er að finna í nýjustu gögnum um að kvika sé að nálgast yfirborð á Reykjanesi. Aftur á móti er enn óljóst hvort jarðhræringarnar á svæðinu komi til með að líða hjá á næstu dögum eða hvort komi til eldgoss.

Innlent
Fréttamynd

Ekki vísbendingar um gos á næstu klukkustundum

Nýjustu gögn gefa ekki vísbendingar um að eldgos á Reykjanesskaga sé yfirvofandi á næstu klukkustundum. Ennþá eru þó merki um að kvikugangur sé að myndast á svæðinu á milli Fagradalsfjalls og Keilis.

Innlent
Fréttamynd

Óróasvæðið í beinni útsendingu

Grannt er nú fylgst með svæðinu í kringum Keili á Reykjanesskaga vegna mögulegs gosóróa og jarðskjálftavirkni. Vísir er með tvær vefmyndavélar við Keili sem sýna óróasvæðið í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Gervitunglamyndir sýna ekki miklar breytingar

Ný gervitunglamynd barst fulltrúum Vísindaráðs almannavarna rétt fyrir fund þeirra nú síðdegis. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur, segir myndina leiða í ljós að ekki séu miklar breytingar frá fyrri myndum.

Innlent
Fréttamynd

Myndu verja línuna með varnargörðum eða kælingu

Ólíklegt er talið að eldgos á Reykjanesi myndi valda truflunum á raforkuflutningi Suðurnesjalínu á Reykjanesi miðað við nýtt áhættumat. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Ef útlit sé fyrir að hraun muni ógna háspennulínum verði tími til að grípa til aðgerða og verja línuna með gerð varnargarða eða kælingu með öflugum dælum.

Innlent
Fréttamynd

Óttaslegin í stóru blokkinni í Grindavík og vilja annað

Kristín María Birgisdóttir, upplýsingafulltrúi og markaðsstjóri Grindavíkur, segist vita um pólska íbúa í stóru blokkinni í Grindavík sem vilja ekki búa þar lengur. Nú ríði á að upplýsa pólska samfélagið og von sé á sérfræðingum frá Veðurstofu til að svara spurningum sem brenni á þeim. Túlkur verði fenginn til að auðvelda fræðsluna.

Innlent
Fréttamynd

Rýmingaráætlun fyrir Vogana á lokametrunum

Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum eru við öllu búnir og í startholunum ef til eldgoss kemur að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, en rætt var við hann í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Óþægilegt að finna skjálftana færast nær

„Það er ekki því að neita að eftir því sem þetta færist nær að þá er þetta óþægilegra, og við finnum það betur á eigin skinni,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga en skjálftavirknin hefur verið að færast sunnar og nær Grindavík, sem þýðir að Grindvíkingar finna enn meira fyrir skjálftunum en áður.

Innlent
Fréttamynd

Áfram gert ráð fyrir að gos muni hefjast

Áfram er mikil skjálftavirkni á Reykjanesskaganum þó eitthvað hafi dregið úr óróapúlsi í nótt. Þó er enn gert ráð fyrir að eldgos muni hefjast, að sögn Kristínar Jónsdóttur náttúruvársérfræðings. Stór skjálfti reið yfir í morgun en hann er sá stærsti í rúma tvo sólarhringa.

Innlent
Fréttamynd

„Það er bara stöðug skjálftavirkni og óróavirkni áfram“

Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands munu standa vaktina í alla nótt, venju samkvæmt, og fylgjast með jarðhræringunum á Reykjanesi. Unnið er á tvöföldum þessa dagana en staðan nú um miðnætti var óbreitt frá því fyrr í kvöld; Enn eru merki um óróa þótt nokkuð hafi dregið úr frá því síðdegis, en jarðskjálftavirkni er enn mikil.

Innlent
Fréttamynd

Dagurinn í myndum: „Þetta eru mjög spennandi tímar“

Þetta eru spennandi tímar fyrir jarðvísindin og á hverjum degi sem líður í þeim jarðhræringum sem nú standa yfir á Reykjanesi læra vísindamenn eitthvað nýtt. Þetta segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Síðast varð eldgos á svæðinu á þrettándu öld og nú er útlit fyrir að fljótlega kunni aftur að gjósa, þótt margt sé óljóst ennþá.

Innlent
Fréttamynd

Koma fyrir mælitækjum vegna mögulegrar gasmengunar í Vogum

Búnaður til að mæla styrk brennisteinsdíoxíðs hefur verið komið fyrir í Vogum vegna möguleikans á að gos hefjist í nágrenni Keilis á Reykjanesskaga. Umhverfisstofnun ætlar að setja upp mæla á fleiri stöðum á Reykjanesi eins fljótt og mögulegt er.

Innlent
Fréttamynd

Um sautján hundruð jarðskjálftar mælst frá miðnætti

Óróamerki er einn vel greinanalegt á Reykjanesi suður af Keili við Litla Hrút og sést óróinn best á jarðskjálftastöðvum á Reykjanesskaga, þó það hafi heldur minkað eftir klukkan fimm í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvársérfræðingum Veðurstofunnar nú fyrir stundu.

Innlent
Fréttamynd

Þetta sá Kristján Már úr þyrlunni skammt frá Keili

„Við erum svolítið smeykir,“ sagði Kristján Már Unnarsson fréttamaður þegar hann lýsti því sem fyrir augu bar í beinni útsendingu úr þyrlu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Kristján Már var staddur ásamt Arnari Halldórssyni tökumanni auk þyrluflugmanns skammt frá Keili á Reykjanesi, þar sem líklegt þykir að mögulegt eldgos komi til með að eiga upptök sín, ef til þess kemur.

Innlent
Fréttamynd

Minnir á tíma Kröflueldanna

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir jarðhræringarnar á Reykjanesi minna nokkuð á Kröflueldana á áttunda og níunda áratugnum. Páll var gestur í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann greindi stöðuna. Hann segir það ennþá vera nokkuð á reiki hvað rétt sé að kalla atburðina sem nú eru í gangi.

Innlent
Fréttamynd

Voru að undirbúa drónaflug yfir skjálftasvæðið þegar þær þurftu að snúa við

Vísindakonurnar Ásta Rut Hjartardóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og Ester Hlíðar Jenssen, landmótunarfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, voru staddar á jarðskjálftasvæðinu við Keili síðdegis í dag þegar þeim barst tilkynning um að vart hafi orðið við gosóróa á svæðinu. Þær voru að undirbúa drónaflug yfir svæðið þegar tilkynningin barst og þurftu þá að snúa við.

Innlent
Fréttamynd

Kortleggja minjar sem gætu farið undir hraun

Friðaðar og friðlýstar minjar, þar á meðal bæjarstæði, hús og kirkjur, gætu farið undir hraun ef gos hæfist á Reykjanesi. Minjastofnun hefur kortlagt hvaða menningarminjar sem hún hefur á skrá séu í hættu út frá nýjasta spálíkani eldfjallafræði- og náttúruváhóps Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Ólíklegt að hætta stafi af gasmengun ef til goss kæmi

Litlar líkur eru á því íbúum muni stafa hætta af gasmengun ef til goss kæmi. Gert er ráð fyrir því að gasmengun geti lagt yfir höfuðborgarsvæðið en Veðurstofan mun birta spá um gasmengun samfara veðurfréttum ef af gosi verður.

Innlent
Fréttamynd

Kristján Már flaug yfir Reykjanesið í þyrlu

Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru nú í þyrlu Helicopter.is á sveimi yfir Reykjanesinu þar sem óróapúls hófst um klukkan 14:20 í dag.

Innlent