Kisi kíkti á gosstöðvarnar: „Hann fær líka að koma með í partí, vinaboð og spilakvöld“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 17. maí 2021 21:18 Skógarkötturinn Leómundur ferðaðist með eigendum sínum á gosstöðvarnar um helgina. Hann var vel varinn í sérstökum kisubakpoka og þurfti því ekki að hafa mikið fyrir ferðalaginu. Eins og svo margir Íslendingar lagði Ólafur Björn leið sína að gosstöðvunum um helgina. Með í för voru kærasta hans Bergljót María Sigurðardóttir og ferfætlingurinn Leómundur. Leómundur, yfirleitt kallaður Leó, þurfti þó ekki að hafa mikið fyrir ferðinni heldur lét hann fara vel um sig í sérstökum kisubakpoka og naut útsýnisins í rólegheitum. Leó vakti mikla athygli enda líklega fyrsti kötturinn til berja gosið augum. Ólafur og Bergljót leituðu ráða hjá björgunarsveitinni og pössuðu að láta Leó ekki drekka úr neinum pollum eða snerta jörð sem gæti verið menguð. Fylgdu ráðleggingum björgunarsveitarinnar „Hann er reyndar enn bara kettlingur, fæddur í október í fyrra. Hann er norskur skógarköttur og fékk þennan líka fína marmarafeld í vöggugjöf,“ segir Ólafur. Sjálfur er Ólafur með kattarofnæmi og segist því hafa verið hræddur um að geta ekki umgengist hann í byrjun. „Ég tók svo ofnæmistöflur í nokkrar vikur og við lifum bara nokkuð góðu lífi saman í dag.“ Nú hefur fólki verið ráðlagt að taka ekki dýr með sér á gosstöðvarnar, voru þið búin að kanna aðstæður eða spyrjast fyrir áður en þið fóruð af stað? „Við vissum að fólk væri að mæta með hunda og sáum þónokkra á göngunni upp og niður. Þannig að okkur fannst ekki eins og það ætti að vera meira mál með kött. Við fylgdum ráðleggingum björgunarsveitarinnar og leyfðum Leó ekki að drekka úr pollum á svæðinu. Svo fékk hann auðvitað bað um leið og heim var komið.“ Meðlimir Björgunarsveitarinnar bentu okkur einnig á að sökum gasmengunar væri ekki ráðlagt að vera lengi uppi í stúkunni. Við tókum að sjálfsögðu tillit til þess og hefðum vafalaust rölt með hann niður ef honum hefði stafað hætta á því að verða veikur. Annars var hann vel varinn í bakpokanum og snerti aldrei jörð þar sem möguleg mengun gæti verið. Ferðist þið mikið með hann? „Ef það stendur til boða að taka hann með fær hann að fljóta með okkur. Hann fær að koma með í partí, vinaboð og spilakvöld þegar veður og almannavarnir leyfa.“ Aðspurður hvernig Leó unir sér í bakpokanum segir Ólafur hann væla aðeins fyrst en sé fljótur að róast þegar hann uppgötvi að það sé betra að koma með en að vera skilinn eftir heima. Leómundur hinn rólegasti við gosstöðvarnar. Hann er vanur því að ferðast mikið með eigendum sínum og fer út að ganga í sérstökum kisutaumi. Hvernig virkar þessi kisubakpoki, er hann alltaf í honum þegar þið ferðist með hann? „Þetta er sérstakur bakpoki sem er með kló fyrir tauminn og hægt er að opna litla gátt fyrir hann til að kíkja út um. Svo ferðumst með hann lengra, eins og í sumarbústað, fær hann að sitja í kjöltunni og fær klapp og knús þar til hann lognar út af.“ Fer hann einnig með ykkur út að labba með ykkur í kattataumi? „Já, við erum með ólar sem fara utan um líkama hans í staðinn fyrir bara um hálsinn. Það er betra fyrir dýrið en þessar sem fara bara utan um hálsinn. Hann fær að fara út í garð og í göngutúra í taumnum. Annað slagið keyrir bíll fram hjá of hratt og þá þarf að halda á honum þar til hann fær kjark til að ganga aftur.“ Eins og virðulegum og veraldarvönum skógarketti sæmir er Leómundur að sjálfsögðu kominn með sína eigin Instagram síðu sem hægt er að nálgast hér. View this post on Instagram A post shared by Leo the lion (@leomunds_tiny_hut) Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Dýr Gæludýr Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Fleiri fréttir Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Sjá meira
Leómundur, yfirleitt kallaður Leó, þurfti þó ekki að hafa mikið fyrir ferðinni heldur lét hann fara vel um sig í sérstökum kisubakpoka og naut útsýnisins í rólegheitum. Leó vakti mikla athygli enda líklega fyrsti kötturinn til berja gosið augum. Ólafur og Bergljót leituðu ráða hjá björgunarsveitinni og pössuðu að láta Leó ekki drekka úr neinum pollum eða snerta jörð sem gæti verið menguð. Fylgdu ráðleggingum björgunarsveitarinnar „Hann er reyndar enn bara kettlingur, fæddur í október í fyrra. Hann er norskur skógarköttur og fékk þennan líka fína marmarafeld í vöggugjöf,“ segir Ólafur. Sjálfur er Ólafur með kattarofnæmi og segist því hafa verið hræddur um að geta ekki umgengist hann í byrjun. „Ég tók svo ofnæmistöflur í nokkrar vikur og við lifum bara nokkuð góðu lífi saman í dag.“ Nú hefur fólki verið ráðlagt að taka ekki dýr með sér á gosstöðvarnar, voru þið búin að kanna aðstæður eða spyrjast fyrir áður en þið fóruð af stað? „Við vissum að fólk væri að mæta með hunda og sáum þónokkra á göngunni upp og niður. Þannig að okkur fannst ekki eins og það ætti að vera meira mál með kött. Við fylgdum ráðleggingum björgunarsveitarinnar og leyfðum Leó ekki að drekka úr pollum á svæðinu. Svo fékk hann auðvitað bað um leið og heim var komið.“ Meðlimir Björgunarsveitarinnar bentu okkur einnig á að sökum gasmengunar væri ekki ráðlagt að vera lengi uppi í stúkunni. Við tókum að sjálfsögðu tillit til þess og hefðum vafalaust rölt með hann niður ef honum hefði stafað hætta á því að verða veikur. Annars var hann vel varinn í bakpokanum og snerti aldrei jörð þar sem möguleg mengun gæti verið. Ferðist þið mikið með hann? „Ef það stendur til boða að taka hann með fær hann að fljóta með okkur. Hann fær að koma með í partí, vinaboð og spilakvöld þegar veður og almannavarnir leyfa.“ Aðspurður hvernig Leó unir sér í bakpokanum segir Ólafur hann væla aðeins fyrst en sé fljótur að róast þegar hann uppgötvi að það sé betra að koma með en að vera skilinn eftir heima. Leómundur hinn rólegasti við gosstöðvarnar. Hann er vanur því að ferðast mikið með eigendum sínum og fer út að ganga í sérstökum kisutaumi. Hvernig virkar þessi kisubakpoki, er hann alltaf í honum þegar þið ferðist með hann? „Þetta er sérstakur bakpoki sem er með kló fyrir tauminn og hægt er að opna litla gátt fyrir hann til að kíkja út um. Svo ferðumst með hann lengra, eins og í sumarbústað, fær hann að sitja í kjöltunni og fær klapp og knús þar til hann lognar út af.“ Fer hann einnig með ykkur út að labba með ykkur í kattataumi? „Já, við erum með ólar sem fara utan um líkama hans í staðinn fyrir bara um hálsinn. Það er betra fyrir dýrið en þessar sem fara bara utan um hálsinn. Hann fær að fara út í garð og í göngutúra í taumnum. Annað slagið keyrir bíll fram hjá of hratt og þá þarf að halda á honum þar til hann fær kjark til að ganga aftur.“ Eins og virðulegum og veraldarvönum skógarketti sæmir er Leómundur að sjálfsögðu kominn með sína eigin Instagram síðu sem hægt er að nálgast hér. View this post on Instagram A post shared by Leo the lion (@leomunds_tiny_hut)
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Dýr Gæludýr Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Fleiri fréttir Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist