Kisi kíkti á gosstöðvarnar: „Hann fær líka að koma með í partí, vinaboð og spilakvöld“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 17. maí 2021 21:18 Skógarkötturinn Leómundur ferðaðist með eigendum sínum á gosstöðvarnar um helgina. Hann var vel varinn í sérstökum kisubakpoka og þurfti því ekki að hafa mikið fyrir ferðalaginu. Eins og svo margir Íslendingar lagði Ólafur Björn leið sína að gosstöðvunum um helgina. Með í för voru kærasta hans Bergljót María Sigurðardóttir og ferfætlingurinn Leómundur. Leómundur, yfirleitt kallaður Leó, þurfti þó ekki að hafa mikið fyrir ferðinni heldur lét hann fara vel um sig í sérstökum kisubakpoka og naut útsýnisins í rólegheitum. Leó vakti mikla athygli enda líklega fyrsti kötturinn til berja gosið augum. Ólafur og Bergljót leituðu ráða hjá björgunarsveitinni og pössuðu að láta Leó ekki drekka úr neinum pollum eða snerta jörð sem gæti verið menguð. Fylgdu ráðleggingum björgunarsveitarinnar „Hann er reyndar enn bara kettlingur, fæddur í október í fyrra. Hann er norskur skógarköttur og fékk þennan líka fína marmarafeld í vöggugjöf,“ segir Ólafur. Sjálfur er Ólafur með kattarofnæmi og segist því hafa verið hræddur um að geta ekki umgengist hann í byrjun. „Ég tók svo ofnæmistöflur í nokkrar vikur og við lifum bara nokkuð góðu lífi saman í dag.“ Nú hefur fólki verið ráðlagt að taka ekki dýr með sér á gosstöðvarnar, voru þið búin að kanna aðstæður eða spyrjast fyrir áður en þið fóruð af stað? „Við vissum að fólk væri að mæta með hunda og sáum þónokkra á göngunni upp og niður. Þannig að okkur fannst ekki eins og það ætti að vera meira mál með kött. Við fylgdum ráðleggingum björgunarsveitarinnar og leyfðum Leó ekki að drekka úr pollum á svæðinu. Svo fékk hann auðvitað bað um leið og heim var komið.“ Meðlimir Björgunarsveitarinnar bentu okkur einnig á að sökum gasmengunar væri ekki ráðlagt að vera lengi uppi í stúkunni. Við tókum að sjálfsögðu tillit til þess og hefðum vafalaust rölt með hann niður ef honum hefði stafað hætta á því að verða veikur. Annars var hann vel varinn í bakpokanum og snerti aldrei jörð þar sem möguleg mengun gæti verið. Ferðist þið mikið með hann? „Ef það stendur til boða að taka hann með fær hann að fljóta með okkur. Hann fær að koma með í partí, vinaboð og spilakvöld þegar veður og almannavarnir leyfa.“ Aðspurður hvernig Leó unir sér í bakpokanum segir Ólafur hann væla aðeins fyrst en sé fljótur að róast þegar hann uppgötvi að það sé betra að koma með en að vera skilinn eftir heima. Leómundur hinn rólegasti við gosstöðvarnar. Hann er vanur því að ferðast mikið með eigendum sínum og fer út að ganga í sérstökum kisutaumi. Hvernig virkar þessi kisubakpoki, er hann alltaf í honum þegar þið ferðist með hann? „Þetta er sérstakur bakpoki sem er með kló fyrir tauminn og hægt er að opna litla gátt fyrir hann til að kíkja út um. Svo ferðumst með hann lengra, eins og í sumarbústað, fær hann að sitja í kjöltunni og fær klapp og knús þar til hann lognar út af.“ Fer hann einnig með ykkur út að labba með ykkur í kattataumi? „Já, við erum með ólar sem fara utan um líkama hans í staðinn fyrir bara um hálsinn. Það er betra fyrir dýrið en þessar sem fara bara utan um hálsinn. Hann fær að fara út í garð og í göngutúra í taumnum. Annað slagið keyrir bíll fram hjá of hratt og þá þarf að halda á honum þar til hann fær kjark til að ganga aftur.“ Eins og virðulegum og veraldarvönum skógarketti sæmir er Leómundur að sjálfsögðu kominn með sína eigin Instagram síðu sem hægt er að nálgast hér. View this post on Instagram A post shared by Leo the lion (@leomunds_tiny_hut) Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Dýr Gæludýr Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Leómundur, yfirleitt kallaður Leó, þurfti þó ekki að hafa mikið fyrir ferðinni heldur lét hann fara vel um sig í sérstökum kisubakpoka og naut útsýnisins í rólegheitum. Leó vakti mikla athygli enda líklega fyrsti kötturinn til berja gosið augum. Ólafur og Bergljót leituðu ráða hjá björgunarsveitinni og pössuðu að láta Leó ekki drekka úr neinum pollum eða snerta jörð sem gæti verið menguð. Fylgdu ráðleggingum björgunarsveitarinnar „Hann er reyndar enn bara kettlingur, fæddur í október í fyrra. Hann er norskur skógarköttur og fékk þennan líka fína marmarafeld í vöggugjöf,“ segir Ólafur. Sjálfur er Ólafur með kattarofnæmi og segist því hafa verið hræddur um að geta ekki umgengist hann í byrjun. „Ég tók svo ofnæmistöflur í nokkrar vikur og við lifum bara nokkuð góðu lífi saman í dag.“ Nú hefur fólki verið ráðlagt að taka ekki dýr með sér á gosstöðvarnar, voru þið búin að kanna aðstæður eða spyrjast fyrir áður en þið fóruð af stað? „Við vissum að fólk væri að mæta með hunda og sáum þónokkra á göngunni upp og niður. Þannig að okkur fannst ekki eins og það ætti að vera meira mál með kött. Við fylgdum ráðleggingum björgunarsveitarinnar og leyfðum Leó ekki að drekka úr pollum á svæðinu. Svo fékk hann auðvitað bað um leið og heim var komið.“ Meðlimir Björgunarsveitarinnar bentu okkur einnig á að sökum gasmengunar væri ekki ráðlagt að vera lengi uppi í stúkunni. Við tókum að sjálfsögðu tillit til þess og hefðum vafalaust rölt með hann niður ef honum hefði stafað hætta á því að verða veikur. Annars var hann vel varinn í bakpokanum og snerti aldrei jörð þar sem möguleg mengun gæti verið. Ferðist þið mikið með hann? „Ef það stendur til boða að taka hann með fær hann að fljóta með okkur. Hann fær að koma með í partí, vinaboð og spilakvöld þegar veður og almannavarnir leyfa.“ Aðspurður hvernig Leó unir sér í bakpokanum segir Ólafur hann væla aðeins fyrst en sé fljótur að róast þegar hann uppgötvi að það sé betra að koma með en að vera skilinn eftir heima. Leómundur hinn rólegasti við gosstöðvarnar. Hann er vanur því að ferðast mikið með eigendum sínum og fer út að ganga í sérstökum kisutaumi. Hvernig virkar þessi kisubakpoki, er hann alltaf í honum þegar þið ferðist með hann? „Þetta er sérstakur bakpoki sem er með kló fyrir tauminn og hægt er að opna litla gátt fyrir hann til að kíkja út um. Svo ferðumst með hann lengra, eins og í sumarbústað, fær hann að sitja í kjöltunni og fær klapp og knús þar til hann lognar út af.“ Fer hann einnig með ykkur út að labba með ykkur í kattataumi? „Já, við erum með ólar sem fara utan um líkama hans í staðinn fyrir bara um hálsinn. Það er betra fyrir dýrið en þessar sem fara bara utan um hálsinn. Hann fær að fara út í garð og í göngutúra í taumnum. Annað slagið keyrir bíll fram hjá of hratt og þá þarf að halda á honum þar til hann fær kjark til að ganga aftur.“ Eins og virðulegum og veraldarvönum skógarketti sæmir er Leómundur að sjálfsögðu kominn með sína eigin Instagram síðu sem hægt er að nálgast hér. View this post on Instagram A post shared by Leo the lion (@leomunds_tiny_hut)
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Dýr Gæludýr Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira