Telja varnargarða ekki mega bíða lengi Sylvía Hall skrifar 13. maí 2021 16:00 Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Vísir/Egill Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir áhyggjuefni ef hrauntaumur rennur niður í Nátthaga og heldur þaðan áfram í átt að Suðurstrandarvegi. Bæjarráð Grindavíkur ályktaði í síðustu viku um það að gera þyrfti allt sem mögulegt væri til þess að hefta framrás hraunsins niður í Nátthaga og hefur nú þegar verið ráðist í hönnun á þess til gerðum mannvirkjum. Fannar segir það vera slæmt ef Suðurstrandarvegur myndi lokast vegna þessa, þó hann yrði opnaður aftur um leið og færi gæfist ef allt færi á versta veg. „Það er aldrei að vita hversu langan tíma það tæki að hraunið hætti að renna hérna og storkna. Svo er ekki gott að fá hraun fram í sjó, það fylgja því ýmsar gufur og vandamál sem ekki eru til staðar núna á landi. Þó það sé vissulega gas sem kemur upp, þá eru það aðrar gastegundir sem kynnu að myndast þegar hraunið fer í sjóinn,“ segir Fannar sem ræddi við Kristján Má Unnarsson fréttamann um stöðu mála í gær. Hann telur mikilvægt að ráðast í framkvæmdir fyrr en seinna og hafa varnargarðar nú þegar verið hannaðir. „Tæki eiga að vera tilbúin en það er ekkert víst að það sé hægt að bíða mjög lengi eftir því að fara í þessa framkvæmd. Við leggjum mikla áherslu á það og ég veit að Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og fleiri eru alveg tilbúnir í þetta verkefni, en þetta getur svo sem brostið á fyrr en varir vegna þess að hraunið er óútreiknanlegt.“ Klippa: Viðtal við Fannar Jónasson bæjarstjóra í Grindavík Tilbúin að fara strax í verkefnið Fannar segist ekki telja að verkefnið megi bíða mjög lengi og að bæjaryfirvöld séu tilbúin að samþykkja að ráðast strax í framkvæmdir. Svæðið sé þó vel vaktað, bæði dag og nótt, af mjög færum vísindamönnum. „Menn vita alveg hvernig taumurinn er að færast í átt til suðurs en svo getur hrauntungan allt í einu breytt um stefnu og lagt af stað þarna áleiðis. Það eru ekki nema svona hundrað metrar í haftið og það er nánast á sléttlendi þannig að það þarf ekki mikið út af að bera.“ Aðspurður hvort hann telji fyrirliggjandi hönnun á mannvirkjum duga til að stöðva hraunflæðið segir Fannar treysta hönnuðunum. „Þeir eru að gera ráð fyrir fjögurra metra hæð. Fyrir innan garðinn yrði væntanlega einhver hola líka tekinn þannig að menn vonast til þess að þetta stöðvi framfrásina og hraunið leiti þá annað í staðinn.“ Öryggi fólks skipti þó mestu máli og allar framkvæmdir miði að því að tryggja það. „Það er búið að lyfta grettistaki á þessu svæði við að auka öryggi þess fólks sem er hér á ferðinni. Það var búið að laga þessa neðri brekku og nú er verið að laga efri brekkuna.“ Hægt er að fylgjast með eldgosinu í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Fólki aftur heimilt að fara að gossvæðinu þar sem kvikuflæði færist nú í vöxt Nýjustu mælingar og gögn gefa til kynna að kvikuflæðið í Geldingadölum hafi vaxið á síðustu dögum og sé nú nærri þrettán rúmmetrum á sekúndu. Samhliða því hefur verið mikil kvikustrókavirkni í eldgosinu og kvikustrókar þeytast 100 til 300 metra upp úr gígnum. 12. maí 2021 19:12 Bein útsending: Eldgosið í Geldingadölum Lesendur Vísis geta nú fylgst með eldgosinu í Geldingadölum í beinni útsendingu. Ný vefmyndavél Vísis horfir yfir gígaröðina og verður sýnt frá gosinu allan sólarhringinn. Myndavélin er háþróuð og verður hægt að snúa linsunni og færa áhorfendur nær einstaka gígum ef tilefni gefst til. 12. maí 2021 18:54 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Fannar segir það vera slæmt ef Suðurstrandarvegur myndi lokast vegna þessa, þó hann yrði opnaður aftur um leið og færi gæfist ef allt færi á versta veg. „Það er aldrei að vita hversu langan tíma það tæki að hraunið hætti að renna hérna og storkna. Svo er ekki gott að fá hraun fram í sjó, það fylgja því ýmsar gufur og vandamál sem ekki eru til staðar núna á landi. Þó það sé vissulega gas sem kemur upp, þá eru það aðrar gastegundir sem kynnu að myndast þegar hraunið fer í sjóinn,“ segir Fannar sem ræddi við Kristján Má Unnarsson fréttamann um stöðu mála í gær. Hann telur mikilvægt að ráðast í framkvæmdir fyrr en seinna og hafa varnargarðar nú þegar verið hannaðir. „Tæki eiga að vera tilbúin en það er ekkert víst að það sé hægt að bíða mjög lengi eftir því að fara í þessa framkvæmd. Við leggjum mikla áherslu á það og ég veit að Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og fleiri eru alveg tilbúnir í þetta verkefni, en þetta getur svo sem brostið á fyrr en varir vegna þess að hraunið er óútreiknanlegt.“ Klippa: Viðtal við Fannar Jónasson bæjarstjóra í Grindavík Tilbúin að fara strax í verkefnið Fannar segist ekki telja að verkefnið megi bíða mjög lengi og að bæjaryfirvöld séu tilbúin að samþykkja að ráðast strax í framkvæmdir. Svæðið sé þó vel vaktað, bæði dag og nótt, af mjög færum vísindamönnum. „Menn vita alveg hvernig taumurinn er að færast í átt til suðurs en svo getur hrauntungan allt í einu breytt um stefnu og lagt af stað þarna áleiðis. Það eru ekki nema svona hundrað metrar í haftið og það er nánast á sléttlendi þannig að það þarf ekki mikið út af að bera.“ Aðspurður hvort hann telji fyrirliggjandi hönnun á mannvirkjum duga til að stöðva hraunflæðið segir Fannar treysta hönnuðunum. „Þeir eru að gera ráð fyrir fjögurra metra hæð. Fyrir innan garðinn yrði væntanlega einhver hola líka tekinn þannig að menn vonast til þess að þetta stöðvi framfrásina og hraunið leiti þá annað í staðinn.“ Öryggi fólks skipti þó mestu máli og allar framkvæmdir miði að því að tryggja það. „Það er búið að lyfta grettistaki á þessu svæði við að auka öryggi þess fólks sem er hér á ferðinni. Það var búið að laga þessa neðri brekku og nú er verið að laga efri brekkuna.“ Hægt er að fylgjast með eldgosinu í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Fólki aftur heimilt að fara að gossvæðinu þar sem kvikuflæði færist nú í vöxt Nýjustu mælingar og gögn gefa til kynna að kvikuflæðið í Geldingadölum hafi vaxið á síðustu dögum og sé nú nærri þrettán rúmmetrum á sekúndu. Samhliða því hefur verið mikil kvikustrókavirkni í eldgosinu og kvikustrókar þeytast 100 til 300 metra upp úr gígnum. 12. maí 2021 19:12 Bein útsending: Eldgosið í Geldingadölum Lesendur Vísis geta nú fylgst með eldgosinu í Geldingadölum í beinni útsendingu. Ný vefmyndavél Vísis horfir yfir gígaröðina og verður sýnt frá gosinu allan sólarhringinn. Myndavélin er háþróuð og verður hægt að snúa linsunni og færa áhorfendur nær einstaka gígum ef tilefni gefst til. 12. maí 2021 18:54 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Fólki aftur heimilt að fara að gossvæðinu þar sem kvikuflæði færist nú í vöxt Nýjustu mælingar og gögn gefa til kynna að kvikuflæðið í Geldingadölum hafi vaxið á síðustu dögum og sé nú nærri þrettán rúmmetrum á sekúndu. Samhliða því hefur verið mikil kvikustrókavirkni í eldgosinu og kvikustrókar þeytast 100 til 300 metra upp úr gígnum. 12. maí 2021 19:12
Bein útsending: Eldgosið í Geldingadölum Lesendur Vísis geta nú fylgst með eldgosinu í Geldingadölum í beinni útsendingu. Ný vefmyndavél Vísis horfir yfir gígaröðina og verður sýnt frá gosinu allan sólarhringinn. Myndavélin er háþróuð og verður hægt að snúa linsunni og færa áhorfendur nær einstaka gígum ef tilefni gefst til. 12. maí 2021 18:54