Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Aldrei séð slíkar skemmdir með eigin augum

Erlendir fréttamenn við Grindavík sem fréttastofa tók tali segjast aldrei hafa orðið vitni að slíkum atburðum áður. Mikill áhugi sé á atburðunum utan landsteinanna. Bæta mætti upplýsingagjöf.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta tekur mjög á“

Anna Lára Guðnadóttir freistar þess að komast inn til Grindavíkur að sækja muni fyrir systur sína. Hún er kvíðin og stressuð að sjá hvert ástandið á húsinu er. Systir hennar fór út úr húsinu allslaus á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta gæti hlaupið á tugum hillumetra af skjölum“

Starfsfólk Þjóðskjalasafns og Grindavíkurbæjar ætlar að reyna að bjarga sem mestu af skjölum bæjarins í dag. Í forgangi eru skjöl er varða lóðir, barnavernd og fatlaða einstaklinga. Um mjög mikið magn er að ræða að mati skjalavarðar Þjóðskjalasafns. 

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægast að tryggja Grind­víkingum festu næstu mánuði

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur, segir mikilvægast að íbúum bæjarins sé tryggð festa næstu mánuði og að hlúð sé að andlegri heilsu þeirra. Ótækt sé að íbúar þurfi að hafa fjárhagslegar áhyggjur á tímum sem þessum.

Innlent
Fréttamynd

Með fimm manna fjöl­skyldu inni á systur sinni og reiður stjórn­völdum

Grindvíkingur sem gistir með fimm manna fjölskyldu sína hjá systur sinni í Keflavík segir að sér þyki viðbrögð stjórnvalda við jarðhræringum í Grindavík máttlaus. Ekki sé haldið nógu vel utan um Grindvíkinga, sem margir hverjir geti ekki hugsað sér að snúa aftur í bæinn en sitji uppi með verðlausar eignir í fanginu.

Innlent
Fréttamynd

Grind­víkingar ætla sér heim aftur

Margar fjölskyldur úr Grindavík eru nú í sumarhúsum, fjölbýlishúsum eða í einbýlishúsum á Suðurlandi og reyna að láta fara vel um sig. Íbúarnir ætlar sér heim aftur og leggja áherslu á jákvæðni og hreyfingu við krefjandi aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

Rýmdu bæinn á 95 sekúndum

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir að vonandi verði hægt að hleypa Grindvíkingum aftur tímabundið inn í bæinn á morgun. Bærinn var rýmdur í dag þegar tugir íbúa voru þar, en rýmingin tók 95 sekúndur. 

Innlent
Fréttamynd

RÚV biðst af­sökunar vegna fram­göngu sinnar í Grinda­vík

Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV segir að vinnubrögð sem starfsmaður Ríkisútvarpsins sýndi í Grindavík þegar hann virtist reyna að komast inn í íbúðarhús í mannlausum bænum séu ekki í anda þeirra vinnureglna eða þess anda sem fréttastofan starfar í. Um óðagot og misskilning hafi verið að ræða.

Innlent
Fréttamynd

„Það fóru allar sí­renur í gang“

Björgvin Hrafn Ámundarson var að sækja dót með systur sinni í Grindavík þegar sírenur fóru í gang og bærinn var rýmdur. Hann segir fólk hafa verið óttaslegið og tíma hafi tekið fyrir fólk að rata úr bænum.

Innlent
Fréttamynd

Merki um að gas sé að koma upp

Ástæða þess að ákveðið var að grípa til rýmingar í Grindavík rétt fyrir klukkan þrjú í dag er að gasmælar Veðurstofunnar sýna að gas, brennisteinsdíoxíð SO2, sé að koma upp úr jörðinni nærri Grindavík.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta verður bara rutt niður“

Sigurður Óli Sigurðsson, íbúi í Grindavík, átti ekki von á því að húsið sitt yrði ónýtt þegar hann mætti aftur til bæjarins í dag til að sækja nauðsynjar. Húsið er sigið og nota þurfti kúbein til að komast inn.

Innlent
Fréttamynd

Rýma bæinn og bíða svo og sjá

Verið er að rýma Grindavík í þessum töluðu orðum af öryggisástæðum. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum mældist SO2 gas í gasmælum Veðurstofunnar. Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi áréttar að ekki sé um neyðarrýmingu að ræða. Rýming verði gerð skipulega.

Innlent