Skýr merki um landris og kvikusöfnun við Svartsengi Lovísa Arnardóttir skrifar 22. desember 2023 12:01 Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur segir enn hættu nærri Grindavík. Fólk verði að muna að kvikan kom upp hratt og með litlum fyrirvara á mánudag. Vísir/Arnar Skýrt landris er við Svartsengi samkvæmt GPS mælum á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þrjár sviðsmyndir í boði en að erfitt sé að segja til um það hvað gerist næst. Enn sé nokkur hætta á svæðinu. Skjálftavirkni við Sundhnúk hefur verið lítil í nótt og í dag. Síðasta tvo daga hafa um rúmlega tvö hundruð jarðskjálftar mælst á svæðinu. Sá stærsti var 2,6 að stærð og var um klukkan hálfníu í morgun. Engin gosvirkni er sjáanleg og virðist slokknað í gígunum en glóð sjáanleg. Enn er mögulegt að hraunrennsli sé í lokuðum rásum. Fundað er um stöðuna á Veðurstofunni. „Það er töluvert af GPS mælum sem eru á svæðin í kringum Svartsengi og Grindavík. Um tuttugu mælar sem eru síritandi og senda gögn til Veðurstofunnar og þeir sýna nokkuð skýrt landris á þessu svæði,“ segir Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur, hjá Háskóla Íslands. Hann segir landrisið vera við Svartsengi og Þorbjörn. „Það er á svipuðum slóðum og hefur risið áður. Það reis þrisvar þarna 2020, svo 2022 og svo nokkur ristímabil núna 2023.“ Hann segir þetta týpíska hegðun margra eldstöðva. Það tæmist úr kvikuholum, svo flæði aftur inn og yfirleitt hraðast fyrst. „Þegar það tæmist úr kvikuholunum eða minnkar í þeim flæðir inn í það aftur. Það flæðir yfirleitt hraðast inn í það fyrst og svo hægir á. Þetta virðist fylgja þeirri forskrift,“ segir Halldór. Þetta er það sem gerðist í eldgosinu núna? „Já, þá byrjaði að flæða aftur og flæddi aftur í inn í ganginn sem myndaðist í nóvember byrjaði að flæða inn aftur. Það sem sé tæmdist í hólfinu inn í ganginn sem náði alveg undir Grindavík. Flæðið var hraðast fyrst og minnkaði og svo í eldgosinu sem var núna á mánudag og ganginn sem myndaðist við því fór sumsé eitthvað af töluvert af rúmmáli úr því og nú er sem sagt aftur byrjað að koma í þetta hólf.“ Hann segir kvikuna eins og áður á um fimm kílómetra dýpi undir Svartsengi. Kvikan geti komið upp í þeirri rás sem hún fór í í nóvember og desember í átt að Grindavík. Það sé uppstreymisrás í kringum Sundhnúk og það sé rás sem kvikan notaði í nóvember og desember. „Á meðan það er beyg kvikan en er ekki enn storknuð kvikan í þeim göngum þá á kvikan auðvelt með að ryðja sér þá leið upp,“ segir Halldór og að sú klassíska sviðsmynd sem taki við sé að kvikusöfnunin hefjist á ný en svo sé spurningin hvort eða hvenær hún komi upp. „Þetta er alltaf svona ákveðin barátta á milli hversu mikinn þrýsting næst að byggja upp í kvikuholinu og svo hversu sterk jarðskorpan er í kring. Eftir því sem kvikan harðar og storknar í ganginum verður erfiðara fyrir kvikuna að brjótast þar út aftur.“ Vill kvikan vera niðri eða vill hún koma upp? „Kvikan gerir bara það sem er auðveldast fyrir hana. Þetta er vökvi með tiltölulega háan eðlismassa og hann fer bara þá leið sem er auðveldastur hverju sinni.“ Nokkrar sviðsmyndir í boði Halldór segir nokkrar sviðsmyndir í boði núna. Að gosið hefjist aftur, sem sé ólíklegt, eða að kvikusöfnun haldi áfram og það komi nýtt gos á svipuðum slóðum eftir einhverja daga, vikur eða mánuði. „Svo getur líka verið önnur sviðsmynd að það safnist saman kvika þarna og skorpan verði nógu sterk til að halda þeim þrýstingi em byggist upp og þá kemur ekkert upp. Þetta eru þær sviðsmyndir sem eru framundan og hvað er líklegast er erfitt að segja.“ Hann segir að fyrir framhaldið og Grindvíkinga sé mikilvægt að horfa á það sem gerðist í vikunni. „Þessi atburður sem var á mánudaginn. Þetta eldgos. Það kom mikið hraun út á stuttum tíma og sýndi í raun og veru hvað þessi kerfi geta gert. Það er eitthvað sem þarf að hafa í huga fyrir fólkið sem býr þarna að það getur komið út töluvert af hrauni á stuttum tíma með litlum fyrirvara og það hefur áhrif á áhættuna í heild sinni, að vera þarna.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Svona gætu eldgosin orðið ef þau líkjast Kröflueldum Kvikusöfnun virðist hafin að nýju undir Svartsengi. Vísindamenn segja þessa atburðarás og þetta stutta eldgos, sem lauk í dag, helst minna á Kröfluelda. 21. desember 2023 21:31 Vísbendingar um að kvikusöfnun sé hafin að nýju Vísbendingar eru um að kvikusöfnun sé hafin að nýju undir Svartsengi. Náttúruvásérfræðingur segir sérfræðinga búa sig undir möguleikann á ítrekaðri virkni. 21. desember 2023 17:52 Gosinu við Sundhnúksgíga lokið Gosinu við Sundhnúksgíga er lokið. Slokknað er í öllum gígum, en glóð er enn sjáanleg. Erfitt er þó að segja til um framhaldið. 21. desember 2023 11:43 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Skjálftavirkni við Sundhnúk hefur verið lítil í nótt og í dag. Síðasta tvo daga hafa um rúmlega tvö hundruð jarðskjálftar mælst á svæðinu. Sá stærsti var 2,6 að stærð og var um klukkan hálfníu í morgun. Engin gosvirkni er sjáanleg og virðist slokknað í gígunum en glóð sjáanleg. Enn er mögulegt að hraunrennsli sé í lokuðum rásum. Fundað er um stöðuna á Veðurstofunni. „Það er töluvert af GPS mælum sem eru á svæðin í kringum Svartsengi og Grindavík. Um tuttugu mælar sem eru síritandi og senda gögn til Veðurstofunnar og þeir sýna nokkuð skýrt landris á þessu svæði,“ segir Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur, hjá Háskóla Íslands. Hann segir landrisið vera við Svartsengi og Þorbjörn. „Það er á svipuðum slóðum og hefur risið áður. Það reis þrisvar þarna 2020, svo 2022 og svo nokkur ristímabil núna 2023.“ Hann segir þetta týpíska hegðun margra eldstöðva. Það tæmist úr kvikuholum, svo flæði aftur inn og yfirleitt hraðast fyrst. „Þegar það tæmist úr kvikuholunum eða minnkar í þeim flæðir inn í það aftur. Það flæðir yfirleitt hraðast inn í það fyrst og svo hægir á. Þetta virðist fylgja þeirri forskrift,“ segir Halldór. Þetta er það sem gerðist í eldgosinu núna? „Já, þá byrjaði að flæða aftur og flæddi aftur í inn í ganginn sem myndaðist í nóvember byrjaði að flæða inn aftur. Það sem sé tæmdist í hólfinu inn í ganginn sem náði alveg undir Grindavík. Flæðið var hraðast fyrst og minnkaði og svo í eldgosinu sem var núna á mánudag og ganginn sem myndaðist við því fór sumsé eitthvað af töluvert af rúmmáli úr því og nú er sem sagt aftur byrjað að koma í þetta hólf.“ Hann segir kvikuna eins og áður á um fimm kílómetra dýpi undir Svartsengi. Kvikan geti komið upp í þeirri rás sem hún fór í í nóvember og desember í átt að Grindavík. Það sé uppstreymisrás í kringum Sundhnúk og það sé rás sem kvikan notaði í nóvember og desember. „Á meðan það er beyg kvikan en er ekki enn storknuð kvikan í þeim göngum þá á kvikan auðvelt með að ryðja sér þá leið upp,“ segir Halldór og að sú klassíska sviðsmynd sem taki við sé að kvikusöfnunin hefjist á ný en svo sé spurningin hvort eða hvenær hún komi upp. „Þetta er alltaf svona ákveðin barátta á milli hversu mikinn þrýsting næst að byggja upp í kvikuholinu og svo hversu sterk jarðskorpan er í kring. Eftir því sem kvikan harðar og storknar í ganginum verður erfiðara fyrir kvikuna að brjótast þar út aftur.“ Vill kvikan vera niðri eða vill hún koma upp? „Kvikan gerir bara það sem er auðveldast fyrir hana. Þetta er vökvi með tiltölulega háan eðlismassa og hann fer bara þá leið sem er auðveldastur hverju sinni.“ Nokkrar sviðsmyndir í boði Halldór segir nokkrar sviðsmyndir í boði núna. Að gosið hefjist aftur, sem sé ólíklegt, eða að kvikusöfnun haldi áfram og það komi nýtt gos á svipuðum slóðum eftir einhverja daga, vikur eða mánuði. „Svo getur líka verið önnur sviðsmynd að það safnist saman kvika þarna og skorpan verði nógu sterk til að halda þeim þrýstingi em byggist upp og þá kemur ekkert upp. Þetta eru þær sviðsmyndir sem eru framundan og hvað er líklegast er erfitt að segja.“ Hann segir að fyrir framhaldið og Grindvíkinga sé mikilvægt að horfa á það sem gerðist í vikunni. „Þessi atburður sem var á mánudaginn. Þetta eldgos. Það kom mikið hraun út á stuttum tíma og sýndi í raun og veru hvað þessi kerfi geta gert. Það er eitthvað sem þarf að hafa í huga fyrir fólkið sem býr þarna að það getur komið út töluvert af hrauni á stuttum tíma með litlum fyrirvara og það hefur áhrif á áhættuna í heild sinni, að vera þarna.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Svona gætu eldgosin orðið ef þau líkjast Kröflueldum Kvikusöfnun virðist hafin að nýju undir Svartsengi. Vísindamenn segja þessa atburðarás og þetta stutta eldgos, sem lauk í dag, helst minna á Kröfluelda. 21. desember 2023 21:31 Vísbendingar um að kvikusöfnun sé hafin að nýju Vísbendingar eru um að kvikusöfnun sé hafin að nýju undir Svartsengi. Náttúruvásérfræðingur segir sérfræðinga búa sig undir möguleikann á ítrekaðri virkni. 21. desember 2023 17:52 Gosinu við Sundhnúksgíga lokið Gosinu við Sundhnúksgíga er lokið. Slokknað er í öllum gígum, en glóð er enn sjáanleg. Erfitt er þó að segja til um framhaldið. 21. desember 2023 11:43 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Svona gætu eldgosin orðið ef þau líkjast Kröflueldum Kvikusöfnun virðist hafin að nýju undir Svartsengi. Vísindamenn segja þessa atburðarás og þetta stutta eldgos, sem lauk í dag, helst minna á Kröfluelda. 21. desember 2023 21:31
Vísbendingar um að kvikusöfnun sé hafin að nýju Vísbendingar eru um að kvikusöfnun sé hafin að nýju undir Svartsengi. Náttúruvásérfræðingur segir sérfræðinga búa sig undir möguleikann á ítrekaðri virkni. 21. desember 2023 17:52
Gosinu við Sundhnúksgíga lokið Gosinu við Sundhnúksgíga er lokið. Slokknað er í öllum gígum, en glóð er enn sjáanleg. Erfitt er þó að segja til um framhaldið. 21. desember 2023 11:43
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent