Myndi treysta sér til að gista sjálfur í Grindavík Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. desember 2023 19:59 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist sjálfur myndu treysta sér til að gista í Grindavík, en hann hefur heimilað íbúum bæjarins að dvelja þar allan sólarhringinn frá og með morgundeginum. Hann segist skilja mætavel áhyggjur björgunarsveita, sem óskuðu eftir því að vera leystar undan daglegri viðveru í og við bæinn í dag. „Í þessu hættumatskorti sem gildir til 29. desember er ekki gert ráð fyrir gosopnun í Grindavík, en til staðar er hætta á náttúruhamförum. En það er mitt mat, lögreglustjórans, að það sé undir þessum kringumstæðum ásættanlegt að gefa íbúum Grindavíkur kost á því að fara heim og dvelja þar yfir nótt,“ segir Úlfar. Aðspurður sagðist hann myndu treysta sér til að gista í Grindavík við núverandi aðstæður. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að núverandi fyrirkomulag gildi yfir jólin, en Úlfar vonar að svo megi vera lengur. „Þessi ákvörðun verður endurskoðuð 27. desember.“ Minni viðvera en áður Úlfar segir að ef til goss kæmi í Grindavík væri það í senn flókin og erfið staða. „En ég geng út frá því að sú staða komi ekki upp, það er meðal annars ástæðan fyrir því að ég hleypi fólki inn núna, með þeim hætti sem ég hef gert.“ Fyrr í dag barst tilkynning frá lögreglunni á Suðurnesjum um að dregið hefði úr góðvild í garð björgunarsveitarfólks. Við því þyrfti að bregðast og landstjórn björgunarsveita hafi farið þess á leit við lögreglustjórann á Suðurnesjum að björgunarsveitir verði leystar undan daglegri viðveru eigi síðar en í dag, 22. desember 2023. Úlfar segir samstarf lögreglu, almannavarna og björgunarsveita vera frábært. „En það er vandamál að manna vaktir björgunarsveita, bæði í aðgerðastjórn og vettvangsstjórn á Suðurnesjum. Þetta er búið að vera viðvarandi ástand mjög lengi. Ég skil mætavel vandræði og áhyggjur björgunarsveita og stend með þeim í því sem þeir gera, en vegna þessa erum við auðvitað bara með skert viðbragð,“ sagði Úlfar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
„Í þessu hættumatskorti sem gildir til 29. desember er ekki gert ráð fyrir gosopnun í Grindavík, en til staðar er hætta á náttúruhamförum. En það er mitt mat, lögreglustjórans, að það sé undir þessum kringumstæðum ásættanlegt að gefa íbúum Grindavíkur kost á því að fara heim og dvelja þar yfir nótt,“ segir Úlfar. Aðspurður sagðist hann myndu treysta sér til að gista í Grindavík við núverandi aðstæður. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að núverandi fyrirkomulag gildi yfir jólin, en Úlfar vonar að svo megi vera lengur. „Þessi ákvörðun verður endurskoðuð 27. desember.“ Minni viðvera en áður Úlfar segir að ef til goss kæmi í Grindavík væri það í senn flókin og erfið staða. „En ég geng út frá því að sú staða komi ekki upp, það er meðal annars ástæðan fyrir því að ég hleypi fólki inn núna, með þeim hætti sem ég hef gert.“ Fyrr í dag barst tilkynning frá lögreglunni á Suðurnesjum um að dregið hefði úr góðvild í garð björgunarsveitarfólks. Við því þyrfti að bregðast og landstjórn björgunarsveita hafi farið þess á leit við lögreglustjórann á Suðurnesjum að björgunarsveitir verði leystar undan daglegri viðveru eigi síðar en í dag, 22. desember 2023. Úlfar segir samstarf lögreglu, almannavarna og björgunarsveita vera frábært. „En það er vandamál að manna vaktir björgunarsveita, bæði í aðgerðastjórn og vettvangsstjórn á Suðurnesjum. Þetta er búið að vera viðvarandi ástand mjög lengi. Ég skil mætavel vandræði og áhyggjur björgunarsveita og stend með þeim í því sem þeir gera, en vegna þessa erum við auðvitað bara með skert viðbragð,“ sagði Úlfar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira