Gríðarlega stór varnargarður til að gera Grindavík að öruggum kosti Jón Þór Stefánsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 29. desember 2023 11:45 „Hann verður gríðarlega stór, helmingi stærri en sá varnargarður sem hefur nú þegar verðið byggður við Svartsengi,“ segir Guðrún um fyrirhugaðan varnargarð. Vísir/Ívar Eitt mál var á dagskrá á ríkisstjórnarfundi í dag, að sögn Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra, en það var bygging varnargarðs í kringum Grindavík til að verja innviði bæjarins. Hún segir algjöra samstöðu um málið í ríkisstjórninni. „Mér barst í gærkvöldi beiðni frá ríkislögreglustjóra um að hefja uppbyggingu varnargarðs og ég kynnti það fyrir ríkisstjórn og mun núna í framhaldinu leggja það til að almannavarnir muni hefja tafarlaust uppbyggingu hans,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Varnargarðurinn hefur nú þegar verið hannaður, en að sögn Guðrúnar verður hann stór í sniðum. „Hann verður gríðarlega stór, helmingi stærri en sá varnargarður sem hefur nú þegar verðið byggður við Svartsengi.“ Guðrún segir að undirbúningur fyrir byggingu varnargarðsins muni hefjast strax í dag, síðan muni framkvæmdir á honum hefjast þegar lögformlegu umsóknarferli er lokið. Hún býst við því að það verði strax eftir helgi, á nýju ári. Hálfur milljarður sem þau telja sig eiga efni á Framkvæmdin mun taka nokkra mánuði að sögn Guðrúnar, en hún tekur fram að byrjað verði að reisa garðinn þar sem hann þyki mikilvægastur, sunnan við Hagafell sem ver nyrstu byggð Grindavíkur. „Við ætlum með hann í hálfa hæð og sá garður mun kosta um hálfan milljarð og við teljum að það rúmist innan þeirra fjárheimilda sem við höfum nú þegar í þetta verkefni, vegna þess að garðurinn við Svartsengi kostaði minna en gert var ráð fyrir.“ Líkt og áður segir vill Guðrún meina að samstaða hafi verið um málið innan ríkisstjórnarinnar. „Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að verja byggðina og að gera Grindavík hér eftir sem áður að ákjósanlegum kosti til búsetu, og öruggum.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
„Mér barst í gærkvöldi beiðni frá ríkislögreglustjóra um að hefja uppbyggingu varnargarðs og ég kynnti það fyrir ríkisstjórn og mun núna í framhaldinu leggja það til að almannavarnir muni hefja tafarlaust uppbyggingu hans,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Varnargarðurinn hefur nú þegar verið hannaður, en að sögn Guðrúnar verður hann stór í sniðum. „Hann verður gríðarlega stór, helmingi stærri en sá varnargarður sem hefur nú þegar verðið byggður við Svartsengi.“ Guðrún segir að undirbúningur fyrir byggingu varnargarðsins muni hefjast strax í dag, síðan muni framkvæmdir á honum hefjast þegar lögformlegu umsóknarferli er lokið. Hún býst við því að það verði strax eftir helgi, á nýju ári. Hálfur milljarður sem þau telja sig eiga efni á Framkvæmdin mun taka nokkra mánuði að sögn Guðrúnar, en hún tekur fram að byrjað verði að reisa garðinn þar sem hann þyki mikilvægastur, sunnan við Hagafell sem ver nyrstu byggð Grindavíkur. „Við ætlum með hann í hálfa hæð og sá garður mun kosta um hálfan milljarð og við teljum að það rúmist innan þeirra fjárheimilda sem við höfum nú þegar í þetta verkefni, vegna þess að garðurinn við Svartsengi kostaði minna en gert var ráð fyrir.“ Líkt og áður segir vill Guðrún meina að samstaða hafi verið um málið innan ríkisstjórnarinnar. „Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að verja byggðina og að gera Grindavík hér eftir sem áður að ákjósanlegum kosti til búsetu, og öruggum.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira