Telur skynsamlegt að reisa varnargarða norðan við Grindavíkurbæ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. desember 2023 19:57 Sigurður Ingi Jóhannsson telur að ákvörðun um uppbyggingu varnargarða verði auðveld. vísir/vilhelm Innviðaráðherra telur skynsamlegt að byggja varnargarða norðan við Grindavíkurbæ til að verja bæinn ef til eldgoss kemur. Framkvæmdin sé vissulega dýr en verndi mun meiri verðmæti. Bæjarstjórn Grindavíkur skoraði í gær á ríkisstjórnina að ljúka hönnun og fjármögnun varnargarða norðan við Grindavíkurbæ til að tryggja öryggi íbúa til framtíðar. Innviðaráðherra segist deila áhyggjum Grindvíkinga og segir skynsamlegt að ráðast í uppbyggingu varnargarða. Framkvæmdin sé vissulega dýr en verndi mun meiri verðmæti. „Það eru auðvitað umtalsverð verðmæti í Grindavík og bara hjá náttúruhamfaratryggingasjóði er stærðargráðan minnir mig 150-160 milljarðar þannig að garður upp á einhverja milljarða sem þú ert að forða tjóni á þessu er kannski ekkert erfitt að taka slíka ákvörðun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Auk þess séu mikil verðmæti fólgin í atvinnu á svæðinu en þar er ein öflugasta verstöð landsins sem bæjarstjórinn segir að skili hátt í 25 milljörðum á ári í útflutningsverðmæti sjávarafurða. Því sé uppbygging garðanna ekki síður mikilvæg fyrir þjóðarbúið. „Mín afstaða hefur alla tíð verið sú að auðvitað eigum við að reyna að byggja upp varnargarða til að forða tjóni á mannvirki og innviði alveg frá því að við prófuðum þann fyrsta.“ Auðveld ákvörðun Aðspurður hvort hann muni leggja það til á ríkisstjórnarfundi á morgun að ráðist verði í gerð varnargarða segist hann búast við að verkefnið komi frá dómsmálaráðherra. „Í lögunum sem við samþykktum á þingi um varnargarðinn sem búið er að byggja er heimild til að byggja fleiri slíka varnargarða þannig ég reikna nú með að þessi ákvörðun verði auðveld.“ Hann segist vænta þess að málið verði rætt á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. Eigiði efni á þessi? „Eins og ég segi þegar þú vegur og metur tjón upp á 150 til 160 milljarða plús fyrirtæki höfn og fleira á móti einhverjum milljörðum til að verja þig þá er það í minum huga engin spurning.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nýjar sprungur í Grindavíkurvegi Nýjar sprungur hafa myndast í Grindavíkurvegi, í nýrri viðgerð nærri Svartsengi. Vegagerðin segir talsverðan mun á veginum í dag miðað við í gær. 28. desember 2023 14:53 Þrautseigja Grindvíkinga Föstudagskvöldið 10. nóvember var heilt bæjarfélag rýmt í skyndi eftir stanslausa skjálftahrinu. Eldgosið á Reykjanesskaga varði sögulega stutt og íbúar Grindavíkur vita lítið sem ekkert um framhaldið. 28. desember 2023 07:00 Vilja betra eftirlit með komum til Grindavíkur Enn eru miklar líkur á eldgosi. Kvikusöfnun og landris heldur áfram. Nýtt hættumatskort verður birt á föstudag sem ákvarðar fyrirkomulag í Grindavík. Íbúar vilja meira eftirlit og vöktun. 27. desember 2023 21:30 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Bæjarstjórn Grindavíkur skoraði í gær á ríkisstjórnina að ljúka hönnun og fjármögnun varnargarða norðan við Grindavíkurbæ til að tryggja öryggi íbúa til framtíðar. Innviðaráðherra segist deila áhyggjum Grindvíkinga og segir skynsamlegt að ráðast í uppbyggingu varnargarða. Framkvæmdin sé vissulega dýr en verndi mun meiri verðmæti. „Það eru auðvitað umtalsverð verðmæti í Grindavík og bara hjá náttúruhamfaratryggingasjóði er stærðargráðan minnir mig 150-160 milljarðar þannig að garður upp á einhverja milljarða sem þú ert að forða tjóni á þessu er kannski ekkert erfitt að taka slíka ákvörðun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Auk þess séu mikil verðmæti fólgin í atvinnu á svæðinu en þar er ein öflugasta verstöð landsins sem bæjarstjórinn segir að skili hátt í 25 milljörðum á ári í útflutningsverðmæti sjávarafurða. Því sé uppbygging garðanna ekki síður mikilvæg fyrir þjóðarbúið. „Mín afstaða hefur alla tíð verið sú að auðvitað eigum við að reyna að byggja upp varnargarða til að forða tjóni á mannvirki og innviði alveg frá því að við prófuðum þann fyrsta.“ Auðveld ákvörðun Aðspurður hvort hann muni leggja það til á ríkisstjórnarfundi á morgun að ráðist verði í gerð varnargarða segist hann búast við að verkefnið komi frá dómsmálaráðherra. „Í lögunum sem við samþykktum á þingi um varnargarðinn sem búið er að byggja er heimild til að byggja fleiri slíka varnargarða þannig ég reikna nú með að þessi ákvörðun verði auðveld.“ Hann segist vænta þess að málið verði rætt á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. Eigiði efni á þessi? „Eins og ég segi þegar þú vegur og metur tjón upp á 150 til 160 milljarða plús fyrirtæki höfn og fleira á móti einhverjum milljörðum til að verja þig þá er það í minum huga engin spurning.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nýjar sprungur í Grindavíkurvegi Nýjar sprungur hafa myndast í Grindavíkurvegi, í nýrri viðgerð nærri Svartsengi. Vegagerðin segir talsverðan mun á veginum í dag miðað við í gær. 28. desember 2023 14:53 Þrautseigja Grindvíkinga Föstudagskvöldið 10. nóvember var heilt bæjarfélag rýmt í skyndi eftir stanslausa skjálftahrinu. Eldgosið á Reykjanesskaga varði sögulega stutt og íbúar Grindavíkur vita lítið sem ekkert um framhaldið. 28. desember 2023 07:00 Vilja betra eftirlit með komum til Grindavíkur Enn eru miklar líkur á eldgosi. Kvikusöfnun og landris heldur áfram. Nýtt hættumatskort verður birt á föstudag sem ákvarðar fyrirkomulag í Grindavík. Íbúar vilja meira eftirlit og vöktun. 27. desember 2023 21:30 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Nýjar sprungur í Grindavíkurvegi Nýjar sprungur hafa myndast í Grindavíkurvegi, í nýrri viðgerð nærri Svartsengi. Vegagerðin segir talsverðan mun á veginum í dag miðað við í gær. 28. desember 2023 14:53
Þrautseigja Grindvíkinga Föstudagskvöldið 10. nóvember var heilt bæjarfélag rýmt í skyndi eftir stanslausa skjálftahrinu. Eldgosið á Reykjanesskaga varði sögulega stutt og íbúar Grindavíkur vita lítið sem ekkert um framhaldið. 28. desember 2023 07:00
Vilja betra eftirlit með komum til Grindavíkur Enn eru miklar líkur á eldgosi. Kvikusöfnun og landris heldur áfram. Nýtt hættumatskort verður birt á föstudag sem ákvarðar fyrirkomulag í Grindavík. Íbúar vilja meira eftirlit og vöktun. 27. desember 2023 21:30