Borgarstjórn

Fréttamynd

Tekist á um hvort ræða ætti málefni Ljósleiðarans eða ekki

Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fram færi sérstök utandagskrárumræða um málefni Ljósleiðarans á borgarstjórnarfundi í dag var hafnað. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að um umræðubann sé að ræða. Starfandi borgarstjóri sakaði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að reyna að sjá spillingu í hverju horni.

Innlent
Fréttamynd

Skoði hvort borgin kaupi eigin snjó­ruðnings­tæki

Formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar segist vilja láta skoða hvort skynsamlegt sé fyrir borgina að festa kaup á eigin snjóruðningstæki til að hægt verði að ryðja húsagötur fyrr. Til stendur að fara í húsagöturnar í dag áður en bætir í snjó eða hann verður að klaka.

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til Dags B. Eggertssonar

Sæll Dagur. Ég sendi þér þetta bréf sem kjósandi þinn í Reykjavík. Málið varðar stöðu heimilislausra í Reykjavík en í dag bárust fregnir þess efnis að loka ætti Gistiskýlinu á Granda yfir daginn í miðjum snjóstormi. Ragnar Erling Hermannsson, notandi þjónustunnar í Gistiskýlinu, greindi frá því í dag. Þetta vekur óneitanlega upp þá tilfinningu að Reykjavík sé með þessu að bregðast lögbundinni þjónustu sinni, innan síns sveitarfélags. Ég vill leggja þetta upp fyrir þig í samhengi við baráttu fatlaðra fyrir mannréttindum á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Reykja­vík ný­frjáls­hyggjunnar

Í síðustu viku komu borgarfulltrúar saman í borgarstjórn til þess að ræða fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, 2023. Þarna höfðu kjörnir fulltrúar tækifæri til þess að sýna og segja borgarbúum hvernig þau hygðust vilja reka borgina. Hlutverk Reykjavíkur er að sjá til þess að það sé hér til grunnur fyrir alla.

Skoðun
Fréttamynd

Eru fjár­mál borgarinnar brandari?

„Helgi, sem frambjóðandi skaltu ekki tala um fjármál borgarinnar, það nennir enginn að pæla í þeim“, sagði einn kjósandi við mig skömmu fyrir borgarstjórnarkosningarnar sl. vor. Viðkomandi kom því einnig á framfæri að um leið og stjórnmálamenn á vettvangi borgarmálanna færu að útskýra muninn á A- og B-hluta samstæðu Reykjavíkurborgar, „hefði sú orðræða svipuð áhrif og sterk svefntafla“.

Skoðun
Fréttamynd

Af betri borg fyrir börn

„Þessar tillögur bera það með sér að við verndum framlínuþjónustuna, svo sem skóla- og velferðarmál og málefni þeirra sem höllustum fæti standa,“ sagði formaður borgarráðs í kvöldfréttum sjónvarps 30. nóvember um fjárhagsáætlun borgarinnar … og skar svo niður opnun félagsmiðstöðva fyrir unglinga um 16%, ásamt félögum sínum í borgarstjórn? Hvort vanþekking á mikilvægi félagsmiðstöðva eða viðhorf ráði för skal hér ósagt látið.

Skoðun
Fréttamynd

Harmar að loka eigi starfsemi sem sé lífsbjörg fyrir brothætt börn

Áform um að loka ungmennasmiðju Reykjavíkurborgar í núverandi mynd hefur gríðarleg áhrif á viðkvæman hóp barna sem mega síst við hagræðingu á þeirra kostnað. Þetta segir forstöðumaður smiðjunnar. Hún vill að áformin verði endurskoðuð enda sé ungmennasmiðjan lífsbjörg fyrir börn í viðkvæmri stöðu. 

Innlent
Fréttamynd

Borgar­stjórnin fórnar sumar­bú­stað sínum í hítina

Borgarstjórn reynir nú að bregðast við gríðarlegum hallarekstri með ýmsum sparnaðaraðgerðum. Gagnrýnt hefur verið, meðal annars af Hildi Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðismanna í borginni, að tæplega hundrað sparnaðaraðgerðir snúi í engu að starfsmannahaldi og yfirbyggingu í Ráðhúsinu.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert sam­ráð fyrir lokun Vinjar: „Ó­mögu­legt að það sé staðið að þessu með þessum hætti“

Geðhjálp lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að loka Vin. Formaður Geðhjálpar segir ekkert samráð hafa átt sér stað fyrir ákvörðunina, líkt og skilja mátti á tillögu meirihlutans. Honum virðist tillögurnar hafa verið unnar með hraði og án samráðs en nauðsynlegt sé að tryggja þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp.

Innlent
Fréttamynd

Vin á Hverfisgötu heyrir sögunni til

Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að leggja niður starfsemi Vinjar á Hverfisgötu. Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir sem hefur verið rekið í um þrjátíu ár. Fyrrverandi forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík er meðal þeirra sem gagnrýnir lokunina harðlega.

Innlent
Fréttamynd

„Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“

Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Hversu mikils virði er það?

Nýverið birtust tillögur Reykjavíkurborgar til hagræðingar og umbóta í rekstri borgarinnar á næsta ári. Með fullri virðingu fyrir öllum sem að því koma og því lítt öfundsverða hlutverki að hagræða þegar kemur að velferð og þjónustu við borgarbúa, finn ég mig knúna til að skrifa nokkur orð varðandi tillögu sem snýr að mögulegri lokun unglingasmiðjanna Stígs og Traðar, þjónustu á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

Skoðun
Fréttamynd

Mun 55 ára æsku­lýðs­starf enda í dag?

Í lok síðustu aldar var lyft grettistaki í að koma heilsu íslenskra ungmenna frá þeim slæma stað sem þau voru á til betri vegar. Þáverandi borgarstjóri Reykjavíkurlistans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, í samstarfi við ríkið stórefldu íþrótta- og æskulýðsstarf borgarinnar til að færa málaflokkinn á hærra plan.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrrum starfs­fólk Siglu­ness tekur höndum saman til að mót­mæla lokun

Á sjöunda tug fyrrverandi starfsmanna Sigluness hefur tekið höndum saman til að bregðast við ákvörðun borgarráðs um að loka Siglunesi með skyndilegum hætti. Stofnaður hefur verið stuðningshópur og undirskriftalisti þar sem yfir 900 einstaklingar hafa skrifað undir áskorun þess efnis að hætta við lokunina.

Innlent
Fréttamynd

Verða að bæta undir­liggjandi rekstur borgarinnar

Bæta verður undirliggjandi rekstur Reykjavíkurborgar til þess að stöðva margmilljarða króna hallarekstur hennar, að sögn Einars Þorsteinssonar, formanns borgarráðs. Hann segir tillögur um að lækka laun borgarfulltrúa popúlisma.

Innlent