Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2025 12:48 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður oddviti Samfylkingar kjörinn borgarstjóri á fundi borgarstjórnar rétt fyrir klukkan fimm í dag. Stjórnmálafræðingur segir það krefjandi fyrir nýjan borgarstjóra að halda svo breiðu samstarfi gangandi. Nýr meirihluti Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna, Sósíalista og Flokks fólksins verður staðfestur á aukafundi borgarstjórnar í dag. Borgarfulltrúar greiða þar atkvæði um nýjan forseta borgarstjórnar og nýjan borgarstjóra. Heimildir fréttastofu herma að það verði Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar sem tekur við af Einari Þorsteinssyni. Oddvitar flokkanna fimm gáfu ekki kost á viðtali fyrir hádegisfréttir. Þær funda með baklandi sínu seinna í dag þar sem tillögurnar verða kynntar. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir merkilegt að eftir daginn í dag verði í fyrsta sinn bara konur í embættum borgarstjóra, forseta, forsætisráðherra og biskups. Nýjum borgarstjóra bíði áskoranir. „Þetta er auðvitað flókið að halda saman svona mörgum ólíkum stjórnmálaflokkum sem spanna svona vítt svið í stjórnmálunum. Það má nú kannski segja að Dagur B. Eggertsson hafi sýnt töluverða stjórnlist með því að halda saman ólíkum meirihlutum í borginni. Það sést kannski best á því hvernig fyrrverandi meirihluti féll skömmu eftir að hann var farinn. Þannig það mun reyna á stjórnlist verðandi borgarstjóra,“ segir Eiríkur. Það veki athygli að Píratar, vinstri græn og Sósíalistar séu utan þings. „Allt þetta hefur ákveðin áhrif á samsetninguna og hvernig hægt er að stýra þessu fleyi. En á móti kemur að það er stutt í sveitarstjórnarkosningar og verkefni nýs meirihluta verður að brúa þann tíma,“ segir Eiríkur. Meirihlutinn muni að öllum líkindum þrauka fram að kosningum. „Að það sé lagt upp með það verkefni að brúa þetta bil, takast á við einhver ákveðin grundvallarmál en vísa öðrum stærri deilumálum til umræðna í aðdraganda kosninga,“ segir Eiríkur. Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Píratar Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Sjá meira
Nýr meirihluti Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna, Sósíalista og Flokks fólksins verður staðfestur á aukafundi borgarstjórnar í dag. Borgarfulltrúar greiða þar atkvæði um nýjan forseta borgarstjórnar og nýjan borgarstjóra. Heimildir fréttastofu herma að það verði Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar sem tekur við af Einari Þorsteinssyni. Oddvitar flokkanna fimm gáfu ekki kost á viðtali fyrir hádegisfréttir. Þær funda með baklandi sínu seinna í dag þar sem tillögurnar verða kynntar. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir merkilegt að eftir daginn í dag verði í fyrsta sinn bara konur í embættum borgarstjóra, forseta, forsætisráðherra og biskups. Nýjum borgarstjóra bíði áskoranir. „Þetta er auðvitað flókið að halda saman svona mörgum ólíkum stjórnmálaflokkum sem spanna svona vítt svið í stjórnmálunum. Það má nú kannski segja að Dagur B. Eggertsson hafi sýnt töluverða stjórnlist með því að halda saman ólíkum meirihlutum í borginni. Það sést kannski best á því hvernig fyrrverandi meirihluti féll skömmu eftir að hann var farinn. Þannig það mun reyna á stjórnlist verðandi borgarstjóra,“ segir Eiríkur. Það veki athygli að Píratar, vinstri græn og Sósíalistar séu utan þings. „Allt þetta hefur ákveðin áhrif á samsetninguna og hvernig hægt er að stýra þessu fleyi. En á móti kemur að það er stutt í sveitarstjórnarkosningar og verkefni nýs meirihluta verður að brúa þann tíma,“ segir Eiríkur. Meirihlutinn muni að öllum líkindum þrauka fram að kosningum. „Að það sé lagt upp með það verkefni að brúa þetta bil, takast á við einhver ákveðin grundvallarmál en vísa öðrum stærri deilumálum til umræðna í aðdraganda kosninga,“ segir Eiríkur.
Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Píratar Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Sjá meira