Bárðarbunga

Fréttamynd

Sagan geymir afar öflug þeytigos

Sig Bárðarbunguöskjunnar um rúmlega 20 metra á stuttum tíma, og fjöldi stórra jarðskjálfta, veldur jarðvísindamönnum miklum áhyggjum. Það er ekki að ástæðulausu segir Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sem þekkir sögu eldstöðvakerfisins út í hörgul.

Innlent
Fréttamynd

Sigið er aukið áhyggjuefni

Vísindamenn endurskoða nú gögn um skjálftavirkni í nágrenni Bárðarbunguöskjunnar eftir að í ljós hefur komið að umtalsvert sig hefur orðið í öskjunni undanfarna daga. Forsætisráðherra hefur skipað viðbragðshóp til að móta viðbrögð við hugsanlegu gosi í Bárðarbungu. Fólk á Reyðarfirði er hvatt til þess að halda sig heima vegna mengunar frá eldstöðinni.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtíu skjálftar í nótt

Stærsti skjálftinn varð rétt fyrir klukkan hálfsex við norðanverða Bárðarbungu og var hann um 5.5 stig að stærð.

Innlent
Fréttamynd

Gosferðir frá Akureyri og Hrauneyjum

Til stendur að bjóða upp á þyrluferðir yfir eldgosið í Holuhrauni frá Akureyri og Hrauneyjum við Sprengisandsveg. Ferðalagið kostar um 130 þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Jökulsá á Fjöllum hopar undan logandi hrauninu

Eldgosið norðan Dyngjujökuls færðist í aukana í dag. Hraunrennsli er nú komið út í aðalfarveg Jökulsár á Fjöllum og þrýstir fljótinu austar á Dyngjusand. Spurningar vakna um hvort hraunelfan geti ógnað Dettifossi og Jökulsárgljúfrum.

Innlent
Fréttamynd

Blámóða gæti orðið varasöm

Gosmökkinn lagði fyrri hluta dags undan suðvestanátt til norðausturs í átt til Fljótsdalshéraðs, Jökuldals og Vopnafjarðar. Í mekkinum er meðal annars brennisteinsdíoxíð, sem við snertingu við vatnsgufu myndar brennisteinssýru.

Innlent
Fréttamynd

Þrír kærðir og fleiri til rannsóknar

Þrír hafa verið kærðir fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi. Þá eru fleiri aðilar til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík.

Innlent
Fréttamynd

Dregur úr skjálftavirkni en gosið er stöðugt

Hraungosið í Holuhrauni er enn í kröftugum gangi en heldur virðist hafa dregið úr skjálftavirkni á svæðinu. Jarðskjálftavirknin síðan á miðnætti hefur aðallega verið á norðurhluta gangsins, það er að segja inn undir og út fyrir, jaðar Dyngjujökuls og síðan við sjálfa Bárðarbungu.

Innlent