Innlent

Vestlægur vindur og líkur á mengun frá gosinu á Mývatni

Fréttablaðið/Auðunn
Vindur verður vestlægur með morgninum og telur Veðurstofan líklegt að styrkur brennisteinstvíildis geti orðið mikill norðaustur af gosstöðvunum í Holuhrauni í dag og markist svæðið af Mývatnssveit í vestri og Vopnafirði í austri.

Annars náði loftmengun hvergi hættumörkum í nótt samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar. Áfram gýs í miðgígnum í Holuhrauni og 50 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti.

Þeir stærstu tæplega þrjú stig með ukpptök í Bárðarbungu. Ellefu skjálftar mældust þar og tæplega tuttugu undir Dyngjujökli og við eldstöðvarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×